Öruggast að forðast Íslenska fánann

Ég öfunda þær þjóðir sem geta verið óttalaust stoltar af sínum þjóðfána og geta flaggað honum áhyggjulaus þegar þeim sýnist

Ég væri löngu búin að fá mér fánastöng og myndi flagga íslenska fánanum daglega ef ég mætti gera það án þess að vera bundin við það að vera staddur við flaggstöngina á þeim tímum þegar sólin sest, og ef fáninn snertir jörðina, verð ég að brenna hann eftir því sem ég best veit, hversu óhugnanlegt sem það er að brenna þjóðfána. annars hefði ég haldið að Íslenski fáninn tilheyrði íslenskri jörð.

eftir því sem ég best veit er ekki langt síðan að það varð hægt að fá leyfi til að nota íslenska fánan á Íslenskar vörur.

Ég sem Íslendingur er skíthræddur við Íslenska fánan og forðast það í lengstu lög að nota hann svo ég þurfi ekki að eiga það á hættu að vanvirða hann í ógáti.

Þegar ég rak kínarúlluvagnin á lækjatorgi fékk ég stundum spurningu frá ferðamönum hvort Íslendingar skömmuðu sín fyrir fánan sinn því hann var vart sjáanlegur.

Það væri mín ósk að létt væri á fánalögunum svo við mættum vera stolt af fána okkar og flagga honum óttalaus allan sólahringinn og þurfa ekki að farga honum þó að hann snerti fósturjörðina.


mbl.is Fáninn gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt :)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er nú eiginlega sammála þér. Hér í Kanada eru fánalög ekki mjög ströng og mér finnst mjög notalegt að sjá fánann úti á flaggstöggum margra húsa. Þetta er sérstaklega vinsælt á sumarhúsum. Syðra við landamærin er þetta enn algengara enda kaninn alltaf mjög ánægður með sinn fána.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.10.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 3.10.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband