Ekki sleppa spillingar og valda maskínunum

Það gladdi mig sú frétt að nú skyldi persónukjör verða mögulegt, en gleðin var skammlíf þegar ég áttaði mig á að það yrði einungis innan flokka.

Í mínum huga er persónukjör til alþingis, þegar persónur óháðar stjórnmálaflokksvaldaspillingarkerfum eru kosnar á þing.

Persónurnar sem bjóða sig fram geta að sjálfsögðu verið í stjórnmálaflokkum, trúfélögum, servéttusafnarafélögum eða hverjum öðrum félögum, en það persónan sem er í framboði ekki félagið sem hún er í.

Mér finnst heldur fantalega verið að snúa upp á sannleikan þegar verið er að kalla flokkakjör til alþingis persónukjör.

Í mínum huga er það einungis skelfilegt að ætla að halda áfram því fársjúka kerfi sem hefur fengið nokkra áratugi til að sanna sig, og við sjáum hvert það hefur komið okkur, þar sem þingheim er skipt niður í stjórn og stjórnarandstæðinga, orðin ein og sér segja mikið um þann sjúka leik sem þar fer fram, þar sem  þingmenn leggja allt of mikla starfsorku sína til þess eins að eyðileggja eða lítillækka hinn helminginn af vinnufélögunum.

Ef starfsmenn í mínu fyrirtæki myndu haga sér svona væri ég löngu komin á hausinn. Ég er ansi hræddur um það að þingmönnum okkar hafi tekist að koma Íslandi á hausinn með þessu háttarlagi, og því skal haldið áfram, því miður.


mbl.is Hvaða breytingar fylgja persónukjöri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband