Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lokað hjá mér í 1 ár 3 mánuði og 28 daga

Framhald frá því í fyrradag

ég fékk bréf frá lögfræðingi mínum í dag. Hann hefur fengið svar við fyrirspurn um gang minna mála sem hann sendi félagsmálaráðuneytinu. þar kemur fram að úrskurður vegna kæru minnar á neitun atvinnuleyfis fyrir thai spa starfsmann frá 9 ágúst 2006 væntanlegur í byrjun september. ég er þó ánægður með það að þeir sjá að það er ekki hægt að þreyta mig nóg til að losna við mig enda helg ég að ég hafi eitthvert fílagen í mér ég er seinþreyttur til vandræða en ef mér er ranglega beittur órétti þá tekur áratugi að fyrnast yfir það þó að ég atist ekki í málunum með einhverjum látum ég reyni að fara á seiglunni eins og gamall díseltrukkur.

kv Bogi


Lokað hjá mér í 1 ár 3 mánuði og 26daga

framhald frá því í fyrradag:

það er ekkert að frétta af málunum í dag. ég ætla að reyna að setja eitthvað um málið á bloggið á hverjum degi til þess að pressa á mig að gera eitthvað til að þrýsta á málið á hverjum degi.

í gær setti ég á bloggið andsvar lögfræðings míns við umsögn vinnumálastofnunar.

kv Bogi  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband