Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.1.2009 | 13:31
Krabbamein og mikið álag fer ekki saman
Ég óska þér góðs bata Geir minn
Það fer ekki vel saman mikið álag og barátta við sjúkdóm.
þú veist hvað skiptir mestu máli í lífinu, fjölskilda og vinir
Þú ert ekkert að hlaupast undan merkjum þó þú leggir alla áherslu á það sem skiptir máli, það er hellingur af fólki sem taldi sig ómissandi sem hvílir lúin bein í Öskjuhlíðinni og lífið gengur engu að síður sinn gang.
Gangi þér allt í haginn og almættið (hvaða nafni sem menn nefna það) veri með þér.
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 12:01
Ekki spilla vinnufriðnum kjósum persónur í stað flokka
Kjósum persónur í næstu alþingiskosningum
þá þarf ekki að spilla vinnufrið núverandi ráðamanna, þeir geta lagt meiri áherslu á að bjarga því sem bjargað verður í þjóðfélaginu í stað þess að leggja alla orku sína í að bjarga flokknum og tryggja áfram völd valinna flokksfélaga umfram allt.
ég er ekki einungis að tala um Sjálfstæðisflokkinn heldur alla flokka.
Miðstjórnarfundur að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.1.2009 | 20:58
Athyglisvert
vonandi að aðstandendur þessarra vefsíðu vinni einarlega í þessum málum og er sé fúlasta alvara
því nú er nauðsin að stokka upp, endurskoða og lagfæra þá galla sem reynslan hefursýnt okkur að eru í núverandi líðveldisrekstri.
ef þessi hópur sem stendur að áðurnefndri síðu vinnur af: hugsjón, heiðarleika og óeigingirni og eru lausir við hroka, reiði, hefnigirni og valdþorsta, þá vildi ég glaður leggja mitt að mörkum til aðstoðar ef það er eitthvað sem ég get gert.
Lagður verði grunnur að nýju lýðveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 14:16
Kjósa persónur ekki flokka!!!!!!!!
nú er tækifæri til að breyta fyrirkomulagi alþingis og sveitastjórnakosninga
núverandi flokkakosningar bjóða upp á ábyrðar feluleik það er hægt í dag að afsaka gerðir ráðamanna með því að "það er vilji flokksins"
einnig þurfa sumir ráðamenn að ganga þvert á eigin samfæringu til að valda flokknum ekki tjóni.
Mér hefur fundist allt og mikil orka, tími og vinna fara í það hjá flokkunum að reyna að bregða fæti fyrir hina flokkana og skemma fyrir þeim, þetta er lenska í öllum flokkum. þér sem hafa ólæknandi þörf fyrir að "vinna" (ekki tapa) ættu að leita þeirra útrásar í kappleikjum, einnig þeir sem fá eitthvað út úr því að bregða fæti fyrir aðra og leiða þá í gildru væri farsælla að þeir leiti á svið skáklistarinnar.
þingið þarf að virkt í mótun þjóðfélagsins, ekki bara samþykktarstofnun sem ráðuneytin ráða yfir.
ráðherrar geti ekki verið þingmenn líka og hver og einn þingmaður verði sjálfstæður ekki skipt niður í stjórn og stjórnarandstöðu
Rætt um efnahagsmál á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 20:37
Forsetinn sem pabbi og mamma
Ég er nú sennilega svo mikill einfeldningur, að mér hefur fundist eins og að forsetinn okkar eigi að vera sem foreldri almennings, þegar farið er illa með almenning hvort sem það er að völdum náttúrunnar eða manna, þá eigi hann að blása þegnum sínum bjartsýni og kraft í brjóst og taka til öflugra aðgerða til að bæta líðan þegna sinna. ekki ósvipað og þegar þú varst lítill og ef hrekkjusvínið í hverfinu níðist á þér eða skemmir hjólið þitt, þá tekur foreldi þitt þig með til hrekkjusvínsins og sér til að hrekkjusvínið gerir þetta ekki aftur og bæti fyrir tjónið sem hann hefur gert.
Kannski er forsætisembættið ekki það öflugt að það hafi heimild til beinna aðgerða til að hjálpa þegnum sínum, en ég sakna þess að verða ekki meira var við forsetan í þeim hamförum sem dynur yfir þegnana núna.
Enn mótmælt við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2009 | 19:25
Ekki aftur flokka
Ég vona að næst verði hægt að kjósa fólk í stað flokka bæði í sveita og ríkisstjórn.
Þannig að þeir sem eru kosnir geta ekki falið sig og gerðir sínar á bak við ákvarðanir einhers flokks.
fólk getur engu að síður verið í flokkum eða félögum hvort sem er pólitísk eða öðrum.
svo ætti að verða árleg 25% endurnýjun þar sem þeir sem standa sig verst samkvæmt könnun eða kosningum verða að fara í almenna endurkosningu ásamt öðrum sem bjóða sig fram og ef þeir ná ekki kosningu þá víkja þau fyrir nýtt fólk.
Ekki stjórnarslit í augnablikinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 21:25
Ísland á ebay
Ég gat ekki annað en brosað þegar ég horfði á Spaugstofuna í kvöld, og þeir kumpánar Geir og Árni voru búnir að setja Ísland á ebay. og urðu ofsaglaðir með tilboð sem reyndar gekk ekki upp.
Hvort það er verið að vitna í þegar ég setti eignina mína á ebay. com og fékk flott tilboð sem hvarf síðan í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunarinnar, skal ég láta ósagt, en ég prófaði bæði ebay.com, ebay.de og er nú að prófa ebay.uk sjá hér. Ef einhver getur hjálpað með með kínverskuna þá væri ég til í að prófa kínverska ebay líka
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2009 | 15:11
Sorglegt þroskaleysi
Ég hef oft tékkað á því hvort búið væri að opna vefinn á ný, því þó að ég hafi gert lítið af því að skrifa á vefinn, þá fór ég reglulega á hann til að fylgjast með hvað væri í gangi í bæjarfélaginu.
Vissulega er það sorglegt að einhverjir einstaklingar hafi ekki þann þroska til að bera að vera innann siðferðislegra marka með orðaval.
nafnleynd ætti að vera óþörf á svona vefjum og þeir sem fara yfir strikið dæma sig sjálfa.
Það er ekki að ástæðulausu að Friðarkúlan er á Álftanesi
Vill að spjallvefur Álftnesinga verði opnaður á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2007 | 01:18
Það vantar ekki síður eftilit á vinnumálastofnum.
Það er gott mál að að stofnanir sameini krafta sína til að fylgjast með að atvinnurekendur fari eftir lögum og reglum þegar þeir hafa útlendinga í vinnu.
Ég sakna þess að stofnanir sameini krafta sína til að fylgjast með að stjórnsýslan fari eftir lögum og reglum þegar óskað er eftir atvinnuleifum fyrir útlendinga.
atvinnuleyfisferlið í mínu tilfelli hefur tekið rúmlega 17 mánuði og hingað til hefur stjórnsýslan ekki talið þörf á þeim sérhæfða starfsmanni sem mig vantar þó að nýbyggt og sérinnréttað húsnæði mitt stendur ónotað því kunnáttumaður fæst hvorki hérlendis né á ess svæðinu þrátt fyrir eftirgrennslan og auglýsingar. Starfskrafturinn sérhæfi bíður utan ess svæðisinns en vinnumálastofnum segir að ég geti tekið Íslending erlendis og kennt honum þá tækni og menningu sem til þarf. Þó að það standi í lögunum að ef kunnáttumaður finnst ekki hérlendis eða á ess svæðinu er heimillt að ráða mann utan svæðis.
Ég tek undir orð Félagsmálaráðherra "Það verði ekki annað liðið en að lögum og reglum verði fylgt í hvívetna"
sjá nánar um málið á http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/294571/ og http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/279060/
Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2007 | 12:13
Takmarkinu náð?
Verður takmarkinu náð þegar flestir Íslendingar eru komnir í nám eða endurmenntun og restin er að kenna þeim? Því menntun er máttur og undirstaða framfara í samfélögum, eða svo er sagt, allavega af þeim sem hafa lifibrauð af námi.
Svo verðum við að nota (eða sennilega réttara sagt misnota) fátækari íbúa Ess svæðisins (því það er búið að loka á aðra íbúa heimsins) til að vinna fyrir okkur.
Ég er ekki alveg að skilja þetta, enda lítið menntaður, það hlýtur að vera gífurlegir fjármunir sem fara bæði í að halda þessu mentakerfi gangandi og framfleyta þeim sem eru í námi ég get ekki séð annað en þetta skrímsli stækki bara og stækki, og skila þessir fjármunir sér í alvöru til baka.
það væri gaman að sjá hversu miklir heildar fjármunir fara í menntakerfið á móti heilbrigðiskerfinu.
kv Bogi
Háskólakennurum fjölgaði um 12% milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |