Færsluflokkur: Menning og listir
18.8.2007 | 00:41
Saga #1 Sveitaball í Manhattan Auðbrekku
Fyrir nokkrum árum var skemtistaður við Auðbrekku í Kópavogi sem hét Manhattan, einhverju sinni auglýstu þeir að haldið yrði sveitaball á staðnum og mæltust til þess að gestir væru klæddir í sveitaballastíl.
Þar sem ég bjó í nágrenni staðarins, og var þar að leiðandi nokkuð fastur gestur þar ásamt félögunum, þá ákváðum við að mæta á svæðið.
við klæddum okkur upp í köflóttar skyrtur, gallabuxur, gúmmístígvéli og káboyhatta, mér fannst eitthvað vanta meira uppá til að fullkomna búninginn, svo ég fékk félagana til að stelast niður í Lund, sem var bændabýli rétt fyrir neðan þar sem ég bjó, þar brutumst við inn í hænsnahúsið og stálum okkur 3 hænum.
Dyraverðirnir ráku upp stór augu þegar við mættum á svæðið með lifandi hænur undir hendinni og ætluðu að stoppa okkur af, eftir nokkuð þref þar sem við héldum því fram að þar sem það var auglýst sveitaball og gestir beðnir um að vera á þeim nótunum þá væri þetta alsendis mjög eðlilegt og ástæðulaust að hefta för okkar nema kannski að þeir ætluðust til að hænurnar greiddu líka aðgangseyri sem okkur fannst ekki heldur samgjarnt þar sem þær væru eiginlega skemmtikraftar.
Gott og vel við fengum að taka hænurnar með okkur inn, við mikil fagnaðarlæti áhorfenda, hænurnar röltu stressaðar fram og aftur um dúkað borðið hjá okkur meðan við vorum að drekka, en svo fór að þær urðu og órólegar og drulluðu stórum klessum á borðið hjá okkur og þá fór að fara um áhorfendur. dyraverðirnir komu og sögðu okkur að fjarlægja hænurnar eftir dálítið þref varð það að samkomulagi að hænurnar yrðu settar í pappakassa niður í anddyri og við tækjum þær með okkur þegar við færum, okkur var tíðrætt um það í samningarferlinu að við værum annálaðir dýravinur og ekki kæmi annað til greina en hænurnar fengu eitthvað að borða og vatn að drekka meðan þær biðu í kössunum og var það gert.
þegar leið á kvöldið og Bakkus varð ágengari varð þetta hænudæmi ekki eins fyndið og það var í upphafi svo við félagarnir læddumst bakdyramegin út og skyldum hænurnar eftir hjá dyravörðunum.
Ég frétti það seinna að þegar húsið var orðið tómt þá sáu dyraverðirnir sér til skelfingar að þeir sátu uppi með hænurnar og nú væru góð ráð dýr, þeir tóku það til bragðs að fara með hænurnar út í næsta hús sem var lögreglustöðin þegar lagana verðir sáu hvers kyns var sögðu þeir "Þetta hefur hann Bogi verið með".
þá er fyrsta af mörg hundruð gömlum frægðar sögum komin á blað.
(nokkrum vikum seinna fór ég að vinna á Manhattan sem glasapía og salernistæknir)
kv Bogi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2007 | 05:04
Good guy goes to heaven bad guy goes to Pattaya
Eg for til forbodna badsrandarbaejarinns Pattaya i gaer og sa tar tebol med ofangreindri setningu
tar hafdi litid breytst sidan eg var tar fastagestur fyrir um 20 arum, blindfullir hvitingjar ad sigra heiminn og glaesilegir ungir Thailendingar ad taela ta. tad var bara ordid mikklu meira af ollu
mer var hugsad til teirra upphropanna tegar minnst er a Pattaya: vaendi, mannsal, mannfyrirlitning og anaud, en hofum vid tann troska og reinslu til ad setjast i domarasaetid og daema folk sem byr vid onnur lifsskilirdi og menningu?
Getum vid fordaemt folk sem a moguleika ad hafa samsvarandi ofurlaun, a Thaienska visu, og okkar madur "Gudjonsen" hefur a islenska visu med tvi ad nota sina likamlegu burdi sem eru i bloma einungis i fa ar gjaldgeng soluvara? og med tessu moti rifid sig upp ur fataekt og att moguleika a farsaella lifi fyrir sig og sina.
Ekki hef eg troska ne vitsmuni til ad daema
5.7.2007 | 14:03
Robert munkur
Eg hitti Robert munk i dag her i Bangkok
Tad var gaman ad hitta Robert munk aftur hann var greinilega buin ad jafna sig eftir svadilforina til Islands fyrir nokkrum arum
tad geisladi af honum hamingjan og hugarroin.