Færsluflokkur: Menning og listir
23.3.2010 | 21:33
Boga-rúllur 25 ára
Ég rakst á gamla grein úr Mogganum þar sem segir frá þegar ég opnaði Boga-rúllur fyrst 30 ágúst í Keflavík sjá hér
Þessi mynd er tekin á lækjatorgi í kring um 1988
15.2.2010 | 18:04
Eigi græt ég Hrannar
Eigi græt ég Hrannar, kom upp í huga minn við þessa frétt en hann var meðal annars stjórnarformaður Vinnumálastofnunar og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra meðan á atvinnuleyfis þrautargöngu minni stóð
en það tók tæp fjögur ár og 5 félagsmálaráðherra að fá niðurstöðu í málið og niðurstaðan var
að það voru BROTIN LÖG á mér við neitunina sjá álit umboðsmanns Alþingis hér: http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1310&Skoda=Mal
einnig er hér fyrstu mánuðir ferlisins á mannamáli á gömlu bloggi hjá mér: http://www.bogi.blog.is/blog/bogi/entry/368322/
Nú stend ég frami fyrir því hvort ég eigi að fara í skaðabótamál vegna þess að ég varð að láta nýtt sérhannað og byggt atvinnutæki standa ónotað í tvö ár vegna lögbrots ráðuneytis?
annars myndi ég láta það nægja ef, félagsmálaráðherrarnir fimm sem sátu meðan málið var í ferli og forstjóri Vinnumálastofnunar, myndu biðja mig opinberlega afsökunar. En þeir eru nú væntanlega of góðir með sig til þess.
Skipað í innflytjendaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2009 | 12:43
Friðrik öflugur, borðaði dínamít pinna.
Þegar ég var með Thailenska veitingarhúsið á annarri hæð á horni Laugavegs og Smiðjustígs þá komu eitt kvöldið nokkrir ungir danir til mín, þeir voru þokkalega í glasi og var greinilega glatt á hjalla og meira að segja helst til glatt á hjalla þannig að ég var hálf smeykur um að þau trufluðu aðra gesti. Fljótlega eftir að þau komu inn þá komu fjórir grunsamlegir menn inn á eftir og settust ekki langt frá dönunum og virtust vera að fylgjast með þeim. Mér leist ekki of vel á blikuna og hugsaði með mér að þarna væri gengi frá fiknó að fylgjast með einhverjum dópsmyglurum og réttast væri að henda smyglurunum út, á þeim forsendum að það væri of mikil læti í þeim, til þess að losna við allt vesen ef til handtöku eða einhvers slíks kæmi.
ég ákvað að gefa þeim séns og afgreiddi þá eins og aðra en þar sem þau voru hress og skemmtileg þá leifði ég mér að rugla og bulla dálítið í þeim svo kom að því þegar þau voru búin að borða að einn þeirra spurði mig hvort ég hefði ekki einhver vel sterkan eftirrétt, ég benti honum á að ég biði upp á dínamít pinna sem samanstóðu af einni hrárri rækju, einu hvítlauksrifi og einum litlum eitursterkum chilly, það voru 7 pinnar í skammtinum og ég bætti því við að enginn einn hefur enn náð að klára skammtinn. við þetta efldist hann um allan helming og pantaði pinna fyrir alla félagana.
þegar þau voru búin þá höfðu allir nema einn einungis klárað 1-2 pinna en einn þeirra kláraði alla og ég spurði hann hvort þetta hefði ekki verið ógurlega stert, hann vildi nú ekki viðurkenna það en eldrauðar varir, andlitið rennblautt af svita og fljótandi glansandi augu sögðu annað.
þegar gengið var frá reikningnum þá komu hinir grunsamlegu líka að gera upp, þá kom í ljós að þetta voru bæði Danskir og Íslenskir lífverðið að fylgjast með Friðrik krónprins og félögum og að sjálfsögðu var það Friðrik sem kláraði alla pinnana.
og sem betur fer hennti ég þeim ekki út
Prins fyrir borð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2009 | 11:30
toppurinn á ísjakanum
Ég er smeykur um það að þessar tölur eru einungis toppurinn á ísjakanum.
ég er að heyra, ekki alveg á hverjum degi, en nokkru sinnum í viku um einhvern sem ég þekki eða kannast við sem er fluttur eða að flytja út, og þá heyrist mér að flestir stefna til Noregs,
oft er það annar makinn sem er farinn til að gera klárt fyrir komu fjölskyldunnar, ég held að við erum ekki farin að sjá skráðan lögheimilisflutning í réttu hlutfalli við brottflutta.
Sjálfur hafði ég hugsað mér til flutnings en þar sem ekkert var hægt að selja af eignum sem maður telur sig eiga eitthvað í ennþá þá situr maður fastur.
en eitthvað verður maður að gera nú fyrir viku breytti ég Gullnahliðinu, vönduðum Thailenskum kvöldverðastað í SveitaCafé, sem bíður upp á te, kaffi, kakó, vöfflur,kleinur, pönnsur og naglasúpu (ísl. kjötsúpu) ásamt bjór og víni. staðurinn er opin frá 11-23.
Ég réð ekki lengur við að gera mjög vel við fáa heldur verður maður að reina að gera minna fyrir fleiri.
sjá nánar: www.1960.is
Íbúum á Íslandi hefur fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 18:05
Upprunalegt útlit
Það þyrfti að sína stöðinni þann sóma að fjarlægja af henni nýmóðins kýlin og koma henni í upprunalegt útlit, því hún var listaverk útaf fyrir sig.
Fagna 60 ára afmæli bensínstöðvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 13:50
Future of Hope
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 13:08
Upptökur með Star Wars upptökuvél
Það var ekki laust við að ég fyndi til mín þegar mér var sagt að cameran sem er notuð í upptökurnar með mér er sú sama og notuð var í upptöku Star Wars myndar
Ísland vinsæll tökustaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 01:55
Mig vantar rótarhaus með trjábolsstubb
Ég er að búa mér til "Friðarkúlu" og er að leita mér að trjábol ca 45 sentímetra í þvermál og ca 70 sentímetra langan með rótarhaus.
ég ætla að nota hann sem undirstöðu undir friðarkúlu sem ég er að smíða mér.
Kúlan verður brúkuð til þess að setja í hana óskir um frið, vináttu, heilsu og annað slíkt. svo er ætlunin að fá forsvarsmenn trúarbragðanna og annað vel tengt fólk til að blessa kúluna hver á sinn hátt og biðja þeirra æðri mátt, hvaða nafni sem hann ber, að leggja sitt að mörkum svo óskirnar megi rætast og veri farsælar.
22.9.2008 | 14:32
World northest Thai Spa
Það komu erlendir blaðamenn óvænt til mín um daginn þeir voru frá einhverju auglýsinga eða almannatengslastofu sem staðsett er í HongKong og sér um útgáfu á tímariti um ferðamál sem gefin er út í suðaustur Asíu og að því sem mér skildist aðallega í Thailandi, Singapore og Malasíu
þeir sögðust hafa rekist á heimasíðuna mína á netinu þegar þeir voru að afla einhverra gagna um norður Evrópu.
Þessi heimsókn minnti mig á heimsókn sem ég fékk fyrir mörgum árum þegar ég var með rekstur á Laugavegi 11. en þá komu líka til mín blaðamenn frá Hong Kong sem voru að skrifa fyrir flugblaðið hjá Thai airways og staðurinn minn var veitingastaður mánaðarins hjá þeim sjá: bls.1 bls.2
Blaðamennirnir Héldu varla vatni vegna hrifningar (þó ég segi sjálfur frá) og þótti þeim það stórmerkilegt hvernig hægt væri að blanda saman gömlum íslenskum og gömlum thailenskum áhrifum á svona farsælan hátt, einnig var staðsetningin og útsýnið sem galdur í þeirra augum.
Ég var verulega montin yfir lofræðu þeirra, en því miður þetta kemur nú ekki til með að skila sér í auknum tekjum hjá mér, því þó undarlegt sé, þá er ill mögulegt, fyrir almenna ferðamenn frá þessum heimshluta, að fá leyfi Íslenskra stjórnvalda (vegabréfsáritun) til að koma hingað
22.10.2007 | 13:26
Steinn fyrir stein torf fyrir torf
Þá er ég komin á stað með torf og grjóthleðsluna, algjör geðveiki en ögrandi verkefni og kemur bara nokkuð vel út.