Færsluflokkur: Ferðalög
11.9.2009 | 13:36
10 ástæður til að skoða Álftanes
Þeir sem hafa hugsað sér að fara í skoðunarferð um hið friðsæla ófriðarsvæði Álftanes, Hafa ýmislegt að skoða
1. forsetasetrið og Álftaneskirkju
2. skammt norður af Bessastöðum á Skansinum svokallaða eru rústir kots Óla nokkurs Skans sem samnefnd vísa tilheyrir.
3. enn norðar eru leifar hernámsins varðturn og lítill braggi stuttu áður en komið er út á skansinn þar sem Tyrkjaránsskip strandaði í denn
4. hæðstu rennibraut landsins og einu öldulaug.
5. Taka lagið við Bjarnastaði þar sem beljurnar bauluðu mikið um árið.
6. reina að finna Sjónaleiði sem er hér á Hliðstanganum og fara með þá vísu sem höggin er í steininn.
7. minnast þess þegar ekið er fram hjá Sviðholti að þar bjó þrællinn Sviði sem hafði fengið lausn og hann uppgötvaði fengsæl fiskimið sem kölluð er Sviðið.
8. fara í sjósund hér í víkinni á Hliði og synda út í Laugina sem er heitur hver sem kemur upp á stærstu fjörum, á eftir er hæft að skella sér í jurtagufubað, heitan sjópott, þarabað eða í thailenskt nudd í Alsælu baðhúsi.
9. fá sér kakó með rjóma og vöfflur með rabbsbarasultu og rjóma í Café Álftanes
10. setja friðar og farsældaróskir í friðarkúluna og biðja síðan almættið hvaða nafni sem það nefnist að láta óskina rætast, ekki væri verra að lauma ósk um að öll dýrinn í Álftanesskóginum verði vinir.
Allir á móti öllum í stjórn Álftaness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)