Færsluflokkur: Kvikmyndir
15.9.2009 | 23:18
Traðbrantur Reykdal
'Eg verð að viðurkenna það á mig að ég hef alltaf verið dálítið veikur fyrir Trabant, enda hef ég átt tvo yfir ævina, annar berklagrænn sem endaði sem vinnuskúr þegar ég byggði mitt fyrsta hús í Austurtúni Álftanesi.
Hinn notaði ég sem auglýsingabíl þegar ég var með Thailandi skyndibitastað á horni Laugarvegs og Smiðjustígs, hann var sjálflýsandi orange með bannabetrekki á hliðum og skilti á toppnum sem var nærri jafn stórt og hann sjálfur, einhvertímann var ég og Traðbrantur Reykdal, eins og ég kallaði hann fengnir til að leika í stuttmynd, ég held að hún hafi heitað Hvít Nótt, ég sá hana aldrei en það væri vissulega gaman að sjá hana því þar var ég nærri búin að velta Ttraðbranti áður en ég reykspólaði með meðfylgjandi látum í burtu.
ef einhver veit hvað varð af þessari stuttmynd þá væri gaman að fá að vita af því.
Grænn Trabant í Frankfurt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |