13.12.2007 | 21:42
Íslending haldið í gíslingu eitt ár og rúma sjö mánuði
Ég er smeykur um að það væri þörf á að fleiri bæðust afsökunar.
Það tók mig eitt ár og rúma 7 mánuði að fá endanlega neitun á atvinnuleyfi hérlendis, á meðan stóð nýbyggt og sérinnréttað húsnæðið tilbúið en var ekki hægt að byrja rekstur vegna þess að ekki fékkst atvinnuleyfi fyrir þá kunnáttumanneskju sem mig vantaði, þrátt fyrir að auglýst væri eftir starfsmanninum bæði hérlendis og á ESS svæðinu.
ég var að leita eftir starfsmanni með mikla reynslu og þekkingu á Thailendsku nuddi og Thailendskum spa meðferðum til starfa í sér byggðu og sérhönnuðu Thailendsku spai.
ég fékk um 15 atvinnutilboð frá vinnumálastofnum vegna auglýsingarinnar á Ess svæðinu engin þeirra hafði próf frá virtum thailendskum nuddskóla né hafði reynslu í Thailensku spai eða menningu.
Að endingu, eftir fjölmargar ítrekanir ítrekanir og rökstuddar skýringar á því hversvegna mig vantaði manneskju með þessa lámarks þekkingu og reynslu, og að ég gæti ekki notað starfsmann frá fyrrum sovét sem vinnur í vöruhúsi en er til í að læra Thai nudd, í staðin, eins og hluti þeirra atvinnutilboða frá vinnumálastofnum hljóðaði upp á, fékk ég neitun á þeim forsemdum að ég gerði óeðlilega kröfu til starfsmansins og þær kröfur sem ég gerði til starfsmannsins væru væntanlega gerðar til að fæla starfsmenn frá.
Þetta er í hæsta lagi undarleg niðurstaða að neita atvinnuleyfi vegna þess að ég leita að sambærilegri manneskju innan ESS og sú sem hefur beðið síðustu 19 mánuði utan ESS og að láta það í veðri vaka að þessar hæfniskröfur séu einungis settar til að fæla íbúa Ess ríkja frá, þegar allt umsóknar ferlið hefur einkennst af því að fæla mig frá og láta mig gefast upp.
Þeir sem búa í glerhöllum eiga ekki að stunda grjótkast.
![]() |
Mun krefjast afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)