Málamynda hjónabönd?

Ég hef verið alveg ótrúlega latur við að blogga undanfarið en.......... 

Ég sá í frétt á forsíðu fréttablaðsins að hjónaböndum útlendinga utan ESS hefur snar fjölgað

þetta kemur mér ekki á óvart því nú er orðið ómögulegt fyrir Íslendinga sem verða ástfangnir af manneskju sem er ríkisborgari lands utan ESS að láta reyna á sambandið hérlendis nema að undangenginni giftingu. því það er búið að loka á að kærasta/inn geti dvalist hérlendis á giftingar, að mínu mati eikur þetta hættuna á fleiri erfiðum hjónaskilnuðum því fólk þrjóskast óhjákvæmilega lengur við í röngum samböndum þegar þau eru gift.

Ég fullyrði að það viðgangast gróf mannréttindabrot í skjóli þessa  samnings svo sem aðskilnaður vina og fjölskyldumeðlima innrásir inn á einkalíf hjóna um miðjar nætur með lögregluvaldi til eftirlits.

Vissulega þekkjast hagkvæmisgiftingar í þessum hóp sem og öðrum það hefur alltaf verið til illa eða meðalstæðar konur giftist ríkum körlum og öfugt til að auka lífsgæði eða lífsöryggi sitt að það skuli einungis verið gert athugasemd við það ef fólkið er af ólíkum kynþætti er ekki eins og það á að vera.


Bloggfærslur 3. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband