Við erum allt of lyfjaglöð

Ég trúi því að öll lyf hafi aukaverkanir sem koma fram líkamlega eða andlega nema hvoru tveggja sé.

Lyf eru bráð nauðsynleg í mörgum tilfellum en allt of oft leitum við að skyndilausnum í lyfjum, sem auka á vanlíðan þegar lengra dregur, frekar en að notast við hægvirkari en varanlegri lausnir svo sem breitt mataræði, aukna hreyfingu eða hvíld. ekki má gleyma nuddi og það sem stendur mér nærst Thai nuddi sjá: http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/321071/ sem er mjög öflugt nudd og getur verið sársaukafullt í fyrstu ef skrokkurinn er í slæmu ásigkomulagi.


mbl.is Nálastungur bestar til að lina bakverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Thai nudd


Hefðbundið taílenskt nudd er þekkt fyrir að hafa græðandi áhrif á mannslíkamann. Uppruna þess má rekja 2500 ár aftur í tímann til indverska læknisins Jivaka Kumar Bhaccha  sem var samtíðarmaður Búdda. Kenningar hans hafa líklega borist frá Indlandi til Taílands á sama tíma og Búddatrúin, tveimur eða þremur öldum fyrir Krist. 

Grunnhugmyndin á bak við nuddið er að auðvelda flæði orku um líkamann. Þessu svipar til jógaheimspekinnar en samkvæmt henni streymir lífsorkan (Prana) um orkubrautir (Prana Nadis) í líkamanum  Í taílensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma og lina sársauka.  Truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma. Nuddið losar þessar stíflur, örvar flæði lífsorkunnar og endurnærir líkama og sál.  Ólíkt vestrænu nuddi snýst taílenskt nudd ekki bara um líkamann sjálfan heldur einnig hinn svokallaða orkulíkama. Í vestrænu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í taílensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn. Einnig er mikið erum teygjur líkt og í Hatha jóga og er nuddið því stundum kallað jóganudd.
     
Taílenskt nudd er nátengt kenningum Búdda og lengst af var nuddið aðeins kennt og iðkað í Búddamusterum. Enn þann dag í dag er virtasti nuddskóli Taílands í klaustri í gamla konungsgarðinum í Bangkok  Góður nuddari framkvæmir nuddið í hálfgerðu hugleiðsluástandi og byrjar á því að fara með bæn til þess að ná að einbeita sér að heiluninni. Þetta hugleiðsluástand er nauðsynlegt til þess að auka næmni nuddarans fyrir orkuflæðinu.

Taílenskt nudd hefur átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár enda hefur áhuginn á óhefðbundnum lækningum farið sívaxandi. Taílendingar sjálfir hafa verið að enduruppgötva þessa ævafornu nuddaðferð sem er m.a. talin hafa góð áhrif á astma, hægðatregðu og vöðvabólgu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem það er notað til endurhæfingar eftir hjartaáföll og heilablóðföll.  Vestrænir læknar sjúkraþjálfarar, nuddarar og jógakennarar streyma til Taílands til þess að læra nudd og bæta við þekkingu sína enda taílensk nuddmeðferð spennandi valmöguleiki við hefðbundnari læknismeðferðir.

theraphy_hm_massage  _C2P8755




Bloggfærslur 25. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband