Við erum allt of lyfjaglöð

Ég trúi því að öll lyf hafi aukaverkanir sem koma fram líkamlega eða andlega nema hvoru tveggja sé.

Lyf eru bráð nauðsynleg í mörgum tilfellum en allt of oft leitum við að skyndilausnum í lyfjum, sem auka á vanlíðan þegar lengra dregur, frekar en að notast við hægvirkari en varanlegri lausnir svo sem breitt mataræði, aukna hreyfingu eða hvíld. ekki má gleyma nuddi og það sem stendur mér nærst Thai nuddi sjá: http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/321071/ sem er mjög öflugt nudd og getur verið sársaukafullt í fyrstu ef skrokkurinn er í slæmu ásigkomulagi.


mbl.is Nálastungur bestar til að lina bakverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bogi Jónsson

Ég á bágt með að trúa að alvöru Homeopatar noti 100% vatn en ég þekki það ekki

en svo er annað það er hverju við trúum því hugurinn er öflugri en við viljum almennt trúa, ef við trúum því að eitthvað gerir okkur gott þá gerir það okkur gott jafnframt ef við trúum að eitthvað gerir okkur illt þá gerir það okur illt.

ég trúi því að ef við trúum því staðfast að sá matur sem við erum að borða sé mjög hollur og góður þá nýtum við betur þau næringarefni sem okkur vantar, en ef við trúum því staðfastlega að maturinn er óhollur og fitandi þá nýtum við hann þannig

ég trúi því að það er miklu meiri hugsun í gangi hjá okkur en við gerum okkur grein fyrir til dæmis ef við skerum okkur á putta þá hugsum við ekki meðvitað að senda þúsundir hvítra blóðkorna á svæðið og hvernig best er að láta vefina gróa saman eða jafnvel setja bólguferli í gang og draga svo allt viðbúnaðar og viðgerðar ferlið til baka að verki loknu.

við getum bætt lífsgæði okkar stórlega ef við erum meðvituð um hvað við getum aðstoðað við eða bara ef við nennum því.

Bogi Jónsson, 26.9.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Algerlega sammála þér með að trúin hjálpar mikið til

Solla Guðjóns, 27.9.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: HP Foss

Fátt er betra en feit tafla. 
Bogi, þú ert búinn að fá æviskammtinn af lyfjum úr loftræstikerfunum.
Kv
Helgi

HP Foss, 28.9.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Bogi Jónsson

Fátt er betra en feit tafla. sagði rafvirkinn sem var djúpt sokkinn í töflurnar að hann hafði ekki komist í ærlegt stuð lengi og óskaði sér að hann gæti bara lagt kapal.

Gaman að sjá að þú ert einn af bloggurunum Helgi

bestu kveðjur Bogi

Bogi Jónsson, 28.9.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband