Til hamingju með nýjustu meðlimi fjölskyldurnar

ég er búin að vera með landnámshænur og hana hér á Álftanesi í nokkurn tíma fyrst í gamla Kínarúlluvagninum mínum en þar komst minkur í hænsnakofan og drap öll hænsnin á einni nóttu Devil en ég náði djöfsa von hann gerir það þessi ekki aftur

PICT0049

Nú er ég búin að fá mér annan hóp og nýjan hænsnakofa torfkofa í stíl við burstabæinn það er mjög gaman af þessum dýrum og mjög misjöfn í eðli sínu til dæmis er ég með tvo hana annar heitir sperrileggur og er sannkallaður monthani mjög fallegur og ráðríkur lætur mann helst aldrei snerta sig hinn er ekki eins fallegur en alveg svakalega gæfur kemur alltaf hlaupandi til manns og nuddar sér upp við lappirnar á manni eins og köttur og ef að ég klappa á öxlina á mér þá stekkur hann upp á öxlina eins og páfagaukur Smile

hænsnin ganga laus og fara út alla daga og eru alltaf kroppandi eitthvað ég hef tvisvar séð þær taka hagamýs drepa þær og éta sannkallaðar víkinga landnámshænur

 

 


mbl.is Bankapóstboxin nýtast hænunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jamm þær eru flottar hænuranr þína

en langar að skamma þig smá fyrir leti

það vantar notl mynd af þessum snildar kofa þínum

 sérstaklega þessa með leyni inngaginum

kv

Maggi blikk

Maggi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Jamm skammirnar meðteknar og réttmætar en hænumyndirnar eru í hinni tölvunni

Bogi Jónsson, 23.2.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm komdu nú með myndaseríu af þessum hænsnum Bogi.

Óskar Þorkelsson, 24.2.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband