Thai Spa hvenær ???????

Í kvöld er ég búin að vera í pirringskasti eina ferðina enn yfir skilningsleysi vinnumálastofnunar í minn garð, vegna atvinnuleyfi sem mér bráðvantar fyrir spa sérfræðing hér að neðan er það sem ég kem með að bjóða upp á þegar ég fæ spa sérfræðinginn

sjá líka: http://www.1960.is/iceland/spa_verd.htm 

Jurtagufubað
Það er margra alda hefð fyrir jurtagufuböðum í Taílandi enda áhrifarík aðferð til þess að auka lífsgæði. Jurtablanda eftir ævafornri uppskrift er soðin í potti, gufan leidd inn í herbergi og hitanum haldið við 42°C.  Blandan inniheldur 12 mismunandi jurtategundir m.a. engifer, sítrónulauf, börk af pomelo (sítrusávöxtur), tamarindlauf og comphor.

Jurtagufuböðin hafa bæði verið notuð til lækninga og til þess að bæta útlit.  Þegar Nok átti sín fyrstu börn í Taílandi '79 og '81 var hún drifin í 24 stunda jurtagufubað strax eftir fæðingu til þess að afeitra líkaman og hjálpa húðinni að komast í upprunalegt horf. Jurtagufan örvar m.a. blóðflæði, hjálpar líkamanum að losa úrgangsefni í gegnum húðina, kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og er grennandi. 

Jurtagufubað



Heitur sjópottur
Við erum með 8 manna pott uppi á þaki baðhússins.  Þaðan er útsýnið stórbrotið
yfir allt Reykjanes, Snæfellsnes og fjallahringinn í kring um höfuðborgarsvæðið.  Á veturna má svo njóta norðurljósanna og stjörnubjarts himins þar sem við erum
að mestu utan við ljósmengun borgarinnar.

Sjópotturinn er fylltur af upphituðum, óblönduðum Norður-Atlantshafssjó.  Hvorki
klór né öðrum eiturefnum er blandað saman við sjóinn til þess að eyðileggja ekki
náttúruleg gæði hans.  Sjórinn hefur góð áhrif á húðina og dregur í sig neikvæða orku.

Heitur pottur



Sjóböð
Það er falleg sandvík fyrir framan baðhúsið og á háflæði kemur Atlantshafið
nánast alveg upp að bakdyrunum.  Á árum áður var skólasundið á Álftanesi í
víkinni á sumrin og það er hægur vandi að fara í sjóinn fyrir þau heljarmenni sem treysta sér í það.  Sjórinn fyrir framan húsið hefur verið rannsakaður og er mjög hreinn og laus við mengun.  Talið er að sjóböð styrki ónæmiskerfið og séu góð við kvefi.

Sjóbað



Aðgangseyrir grunngjald:  3.200 kr. 
Í  grunngjaldi felst aðgangur að jurtagufu, sjópotti, búningsaðstöðu og sturtu.  Einnig fá gestir slopp, handklæði og inniskó og þeir sem fara í thai nudd fá nuddföt.  Athugið að gestir þurfa að taka með sér sundföt fyrir gufu og sjóböð nema þeir kjósi að baða sig án sundfata




Thai nudd  (Traditional Thai Massage)
Thai nudd er ævaforn nuddaðferð sem byggist á því að opna flæði orkubrauta líkamans, m.a. með þrýstingi á orkupunkta og með jógateygjum enda er það oft kallað jóganudd sjá nánar.  Thai nudd er mjög öflugt nudd og getur verið sárt (vont-gott) ef líkaminn er í slæmu ásigkomulagi.  Thai nudd byggist upp á því að auðvelda flæði lífsorkunnar um líkamann en truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma.  Thai nudd vinnur vel á vöðvabólgu og stífleika auk þess sem það eykur lífsorku og
endurnærir líkama og sál.

Thai nudd 50 mínútur 6.500.kr
Thai nudd 110 mínútur 12.000.kr

Thai nudd




Ilmolíunudd (Aromatherapy Massage )
Ilmolíunudd er mjúkt slökunarnudd þar sem nuddþeginn getur valið úr nokkrum útfærslum af sérblönduðum taílenskum ilmkjarnaolíum sem innihalda meðal annars sítrónugras, rósmarín, piparmyntu, sedrusvið, múskat, engifer, ylang ylang, blágresi og lavender.  Ilmolíunuddið róar sál og líkama auk þess að halda húðinni mjúkri og sléttri.

Ilmolíunudd 50 mínútur 6.900.kr
Ilmolíunudd 110 mínútur 12.500.kr

Ilmolíunudd



Thai verkjaslakandi partanudd. (Thai medical massage therapy)
Mjög öflugt nudd sem er sérstök útfærsla á hinu hefðbundna Thai nuddi en öll
áherslan er lögð á þann hluta líkamans sem verkurinn er staðbundinn í svo sem mjöðm, öxl eða olnboga.  Farið er mun gaumgæfilegra og dýpra  í þær orkubrautir og teygjur sem tengjast viðkomandi líkamshluta. Nuddið getur verið óþægilegt og sárt.

Thai verkjaslakandi partanudd 25 mínútur 3.500. kr.



Jurtabakstranudd (Thai herbal compress massage)
Jurtabakstranudd er framkvæmt eftir hefðbundið Thai nudd.  Það er aðferð sem hefur þróast með Thai nuddinu um aldir.  Sérstakri blöndu af rótum, blöðum og blómum hinna ýmsu jurta er pakkað inn í léreftsdúk sem er hitaður yfir gufu og nuddað í vöðva og liði þannig að græðandi efni úr jurtunum gangi niður í gegnum húðina.  Jurtabakstranudd hefur m.a góð áhrif á stífa vöðva, bakverk og vöðvabólgu, er  bólgueyðandi og bætir blóðrásina.

Jurtrabakstranudd 25 mínútur 4.400.kr




Þarabað  (seaweed bath)
Þarann sem við notum veljum við úr fjörunni fyrir neðan baðhúsið.  Það er magnað
að sjá glæra, silkimjúka olíuna leka úr þaranum fljótlega eftir að hann er
settur í heitt vatnið.  Olían er mjög mýkjandi fyrir húðina og hafa þaraböð góð áhrif á hvers konar húðvandamál.  Böðin hafa í gegnum tíðina verið notuð m.a. til þess að lina vöðvabólgu og gigtarverki auk þess sem þau eru talin stresslosandi, grennandi og græðandi.  Heilandi áhrif þarans má rekja til hás hlutfalls steinefna og joðs sem finnast í þara og sjó. 

Þarabað 45 mínútur 6.800.kr





Húðhreinsun/líkamsskrúbb  (Body Scrub)
Fjarlægir dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi, endurvekur ljóma húðarinnar og gerir líkamann.silkimjúkan.  Við erum með nokkrar tegundir af kornakremi:  Engifer, jasmíngrjón, papaya og sítrónugras.

Líkamsskrúbb 45 mínútur 6.800. kr




Líkamsmaski  (Body Mud Mask)
Vð erum með tvær tegundir af möskum, annar afeitrar og hinn styrkir.  Meðferðin fjarlægir einnig dauður húðfrumur og önnur óhreinindi, endurvekur ljóma húðarinnar og gerir líkamann.silkimjúkan.  Húðin verður mýkri, stinnari og sléttari.

Líkamsmaski 30 mínútur 6.600. kr




Grenningarnudd  (Slimming Massage )
Hraustlegt nudd með grennandi nuddolíu og kremi.  Það brýtur upp fituvefi og nær til svæða á líkamanum sem erfitt er að þjálfa.

Grenningarnudd 50 mínútur 8.200. kr



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Vá hvað þetta hljómar spennandi. kv.

Skafti Elíasson, 21.7.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband