Út úr kú

Sorpa er eitt leiðinlegasta fyrirtæki heim að sækja sem ég þekki

Ég fæ þá  tilfinningu þegar ég fer í Sorpu að þeir eru að gera mér óborganlegan greiða með að leyfa mér að borga fyrir hin og þennan úrgang sem, ég veit ekki betur en, þeir selja aftur í sumum tilfellum. Ég hef það einnig á tilfinningunni að ef ég er ekki fram úr hófi kurteis og þægur þá verði ég látin borga auka eða sendur heim aftur með draslið.

þetta er sama tilfinning og ég fékk hér á árum áður (fyrir 30 árum) þegar ég fór með bílana mína í bifreiðaeftirlit ríkisins, sem einokaði skoðunarmarkaðinn þá.

Sorpa samyrkjubú sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ber þess öll merki. ef það væri einkafyrirtæki í samkeppni á þessum markaði þá væri nokkuð ljóst að andrúmsloftið væri annað, þá væri væntanlega hugsað um að valda viðskiptavinunum eins litlum vandræðum og möguleiki væri og hafa opið lengur en það sem fyrirtækinu hentar best ( 

Endurvinnslustöðvar eru opnar virka daga frá 12:30 - 19:30 og um helgar frá kl. 10:00 - 18:30) að mínu mati væri eðlilegur opnunartími frá 9:00 - 22:00 alla daga.

kv Bogi 

 


mbl.is Nota Vatnsendahæð sem öskuhaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband