1.8.2007 | 11:17
Hjólhýsi og tattoo
Það getur verið auðveldara í að komast en úr að fara.
Ég er viss um það að það verða margir sem eiga eftir að fá eftirþanka af hjólhýsakaupum ekki síður en hjá mörgum sem hafa fengið sér tattoo, þegar þau fara úr tísku.
hér á árum áður (ca. 1975) var töluvert um hjólhýsi en menn gáfust upp á þeim, þau voru erfið í drætti, þoldu illa hið Íslenska rok og dýrt og erfitt að finna vetrargeymslu fyrir þau.
Vonandi hef ég rangt fyrir mér hjólhýsafólks vegna
kv Bogi
Brjáluð sala" í hjólhýsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnst þér vegir á Íslandi í dag sambærilegir við vegina 1975, aðal vandi hjólhýsa er að þurfa að vera á 80 km. enn geta ekki fylgt umferðini á 90 km.
Jóahann (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:36
það er rétt bæði eru vegir ornir miklu betri og hjólhýsin vandaðri og væntanlega betri í drætti svo þar sannast hið fornkveðna væntanlega hef ég haft rangt fyrir mér.
Bestu kveðjur og ég óska þér ánægulegra stunda í hjólhýsinu
Bogi
Bogi Jónsson, 1.8.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.