Fleiri skringileg bönn

þetta er væntanlega eitt af þessum skringilegu bönnum sem við eigum eftir að hlæja að í framtíðinni ein og ekkert sjónvarp á fimmtudögum (til að bjarga fjölskyldunni), söluturnar opnir til 23:30, bensínstöðvar til 20:00, matvöruverslanir til 19:00 allt stranglega lokað á föstudaginn langa (ég og pylsusali í austurstræti þrjóskuðumst við (einhvertímana í kring um 1985) og neituðum að loka y var járnaður og tekin á lögreglustöðina en ég lokaði þá og slapp með skrekkinn) þetta var gert til að vermda starfsfólk. þurrir dagar á miðvikudögum, bannað að selja áfengi á börum  og algjört bjórbann til að bjarga alkahóllistum. lokað fyrir kanasjónvarpið, til að bjarga Íslenskri tungu. og fleira og fleira

Í dag er ég að berjast við enn eitt skringilega bannið ég ég get ekki opnað nýbyggt Thailenskt spa því ég fæ ekki atvinnuleifi fyrir spa sérfræðing þó að búið er að auglýsa bæði hér heima og á ees svæðinu í 15 mánuði, og búið er að skila inn sakavottorði, tryggingu, ábyrgðamanni, og fl og fl. mér er bent á að taka Íslending til tælands og kenna honum thai nudd, spa aðferðir og thailenska menningu. mér finnst það álíka spenandi og gera út afríska jólasveina og hafa thailenskan Gunnar á Hlíðarenda Íslandsögukynningu.

kv Bogi 


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband