16.8.2007 | 22:58
Gullna hliðið komið í gang aftur eftir sumarfrí
Jæja þá eru hlutirnir að komast aftur í gang eftir sumarfrí við byrjuðum aftur að taka á móti gestum í gær eftir sumarfrí ég ætla að reyna að nota tíman meðan ég sit yfir gestunum til að blogga ef að ég missi ekki bloggáhuga.
þegar ég setti upp þessa síðu fyrir stuttu þá var ég að hugsa um að setja á hana gamlar rugl og bull frægðarsögur frá þeim tíma þegar Bakkus og frændur hans voru dyggir samferðamenn mínir og aðstoðuðu mig við hinar ótrúlegustu upptæki og vitleysur sem á köflum eru tæplega birtingahæf.
ég ætla að bíða eitthvað lengur með það því ég er þvílíkur tréhestur að skrifa vegna les og skrifblindu að það tekur allt of langan tíma en mér sýnist þó að eftir því sem ég bögglast meira við að blogga þá virðist ég liðkast aðeins svo það getur verið að bráðum fer ég að verða sæmilega skrifandi og þá fáið þið að heyra eitthvað af bullinu
kv Bogi
Athugasemdir
Sæll Bogi.
Datt inn á síðuna þína. Ég bið þig í guðanna bænum að koma ekki með neinar upprifjanir. Ég veit ekki hvort allt sé búið að fyrnast. En gaman að fylgjast með síðunni þinni.
Bestu kveðjur Bylgja.
bylgja (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 20:38
Hæ Bylgja gaman að heyra í þér
ég skal bara segja að þú heitir Hafdís eða Inga þá fattar engin
segja lögin ekki að allt fyrnist á 3 árum
þair eiga kannski við leiðinleg dægurlög.
kv Bogi
Bogi Jónsson, 17.8.2007 kl. 21:10
Leiðinleg dægurlög fyrnast því miður ekki á þremur árum
Brynja Hjaltadóttir, 17.8.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.