2.9.2007 | 01:18
Það vantar ekki síður eftilit á vinnumálastofnum.
Það er gott mál að að stofnanir sameini krafta sína til að fylgjast með að atvinnurekendur fari eftir lögum og reglum þegar þeir hafa útlendinga í vinnu.
Ég sakna þess að stofnanir sameini krafta sína til að fylgjast með að stjórnsýslan fari eftir lögum og reglum þegar óskað er eftir atvinnuleifum fyrir útlendinga.
atvinnuleyfisferlið í mínu tilfelli hefur tekið rúmlega 17 mánuði og hingað til hefur stjórnsýslan ekki talið þörf á þeim sérhæfða starfsmanni sem mig vantar þó að nýbyggt og sérinnréttað húsnæði mitt stendur ónotað því kunnáttumaður fæst hvorki hérlendis né á ess svæðinu þrátt fyrir eftirgrennslan og auglýsingar. Starfskrafturinn sérhæfi bíður utan ess svæðisinns en vinnumálastofnum segir að ég geti tekið Íslending erlendis og kennt honum þá tækni og menningu sem til þarf. Þó að það standi í lögunum að ef kunnáttumaður finnst ekki hérlendis eða á ess svæðinu er heimillt að ráða mann utan svæðis.
Ég tek undir orð Félagsmálaráðherra "Það verði ekki annað liðið en að lögum og reglum verði fylgt í hvívetna"
sjá nánar um málið á http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/294571/ og http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/279060/
Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.