25.9.2007 | 12:40
Thai nudd
Grunnhugmyndin á bak við nuddið er að auðvelda flæði orku um líkamann. Þessu svipar til jógaheimspekinnar en samkvæmt henni streymir lífsorkan (Prana) um orkubrautir (Prana Nadis) í líkamanum Í taílensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma og lina sársauka. Truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma. Nuddið losar þessar stíflur, örvar flæði lífsorkunnar og endurnærir líkama og sál. Ólíkt vestrænu nuddi snýst taílenskt nudd ekki bara um líkamann sjálfan heldur einnig hinn svokallaða orkulíkama. Í vestrænu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í taílensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn. Einnig er mikið erum teygjur líkt og í Hatha jóga og er nuddið því stundum kallað jóganudd. Taílenskt nudd hefur átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár enda hefur áhuginn á óhefðbundnum lækningum farið sívaxandi. Taílendingar sjálfir hafa verið að enduruppgötva þessa ævafornu nuddaðferð sem er m.a. talin hafa góð áhrif á astma, hægðatregðu og vöðvabólgu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem það er notað til endurhæfingar eftir hjartaáföll og heilablóðföll. Vestrænir læknar sjúkraþjálfarar, nuddarar og jógakennarar streyma til Taílands til þess að læra nudd og bæta við þekkingu sína enda taílensk nuddmeðferð spennandi valmöguleiki við hefðbundnari læknismeðferðir. |
Athugasemdir
Ég er nú bara búin að gefast upp á nuddi það ætlar mig lifandi að drepa.....Kanski að maður prófi hjá ykkur?
Solla Guðjóns, 27.9.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.