17.11.2007 | 11:04
Hvað með íþróttirnar ?
Mér hefur fundist að gríðarlegt mannsal fari fram í nafni íþróttanna fólk er selt hingað og þangað ef það býr yfir sölulegum líkama, oftar en ekki verður hið selda fólk fyrir varanlegum skemmdum á líkamanum svo ekki sé minnst á hið gríðarlega andlega álag sem því fylgir að verða seldur, það eru einungis þeir sterkustu sem komast klakklaust í gegnum svona mannsal.
Að gera kaupendur að mannsali refsivert gæti orðið veruleg búbót fyrir ríkissjóð því að sektargreiðslur áhorfenda af góðum fótboltaleik gætu orðið drjúgar.
Í öllu bulli felst viss sannleikur
Ábyrgð á hendur kaupanda vændis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.