5.12.2007 | 08:40
Hvern andsk#&%$# ert þú að ybba þig
og svo bulla ráðamen þjóðarinnar um hvað við stöndum vel að vígi í sambandi við mannréttindi spillingarleysi og hvað við erum laus við kynþáttafordóma ásamt því að styðja vel við bakið á nýsköpun. Og trúa þessu froðunsnakki sjálfir.
ég var loksins í gærkvöldi að fá úrskurðinn úr atvinnuleyfismálinu mínu eftir tæp tvö ár og "að sjálfsögðu" staðið við fyrri höfnun.
nú á þeim forsemdum að ég hafi verið með óeðlilegar hæfniskröfur til þeirra umsækjanda sem sóttu um í gegn um starfið í gegn um ESS vinnumiðlunina.
á tæpum tveim árum fékk ég sendar 16 umsóknir sú reynsla sem umsækjendur höfðu var allt frá því að vinna í vöruhúsi en vera til í að læra thai nudd einn umsækjanda sagðist kunna thai nudd, þar sem ég var að leita eftir sérfræðin í thai nuddi og spa meðferðum til starfa í Thailensku spai gerði ég þær kröfur til umsækenda að hann hefði próf úr virtasta nuddskóla Thailands eða sambærilegt próf ásamt því að kunna skil á thailenskum spahefðum og menningu ásamt því að kunna skil á thailensku umræddur umsækjandi hafði ekki ofangreint próf né annað áðurnefnt.
félagsmálaráðuneytið (væntanlega í samráði við vinnumálastofnun á næstu hæð fyrir neðan) komst að þeirri niðurstöðu að það væri óeðlilegar kröfur, að Thai spa sérfræðingurinn, þyrfti að hafa próf frá virtum thailenskum nuddskóla, kunna skil á thailenskum spa hefðum og menningu og kunna thailensku til þess að að starfa í thailensku spa húsi, og væru hæfniskröfurnar gerðar til að fæla frá umsækjendur.
Ég átti ekki til eitt orð þegar ég las þetta, en svo rann upp fyrir mér ljós þeim finnst eðlilegt að notaðar eru þeirra siðlausu vinnuaðferðir til að fá fólk til að gefast upp eins og að stinga umsóknum í marga mánuði undir stól, láta umsækjendur afla alskyns vottorða umsagna og trygginga þó að fyrir löngu hafi verið ákveðið að neita umsókninni
þetta mál hefur einkennst frá fyrsta degi af "Hvern andsk#&%¨$# ert þú að ybba þig litli kall, sem hefur hvorki réttu vina eða fjölskildutenginguna og ekki einu sinni bolmagn í að halda úti öflugu lögfræðiteymi til að sjá um þín mál."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.