12.12.2007 | 12:52
Fullkomlega eðlileg framkoma
Ég gat ekki annað en brosað þegar ég las viðbrögð ykkar bloggara við greininni.
okkur Íslendingum ætti að finnast þessi niðurlæging eðlileg framkoma því þetta er sú framkoma sem Íslensk stjórnvöld sína gestum frá sumum löndum Asíu og hafa gert um áraraðir.
Ég hef verið giftur síðustu 18 ár konu sem er fædd og uppalin í Asíuríki þegar ég bauð henni fyrst hingað til lands áður en við giftum okkur þá var ég tekin á eintal niður í Útlendingaeftirliti (sem nú hefur breitt um nafn til þess að villa um fyrir ásýnd þeirra starfsemi sem þar fer fram og láta líta betur út út á við) og varð að lofa því að verða ekki ástfangin af henni, ég gat lofað því af með hreinni samvisku, því ég gat ekki orðið ástfangnari af henni en ég var nú þegar.
Ég gerði mér grein fyrir því fyrir mörgum árum að ég er giftur þriðja flokks manneskju manneskju úr þeim hópi sem eru óæskilegir gestir á íslandi, ég verð sérstaklega var við það ef að okkur dettur í hug sú fáránlega hugmynd að fá vin eða ættingja konunnar í heimsókn
það er ömurlegt að horfa upp á með þvílíkri niðurlægingu við tökum á móti Thailendingum hér þegar okkur finnst sjálfsagt að Thailendingar taki okkur opnum örmum, sem þeir gera.
Við uppskerum eins og við sáum, og ég á því miður von á því að þið eigum von á miður góðri uppskeru í framtíðinni.
þeir sem langar að lesa meira um svona niðurdrepandi málefni geta skoðað bloggið mitt
Fangelsuð í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Njög umhugsunar vert það sem þú segir hér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:15
Svo satt Bogi.. ég gat ekki annað en brosað þegar ég las þessa raunasögu konunnar í landi frelsisins vestan hafs.
Óskar Þorkelsson, 12.12.2007 kl. 13:16
ókurteisi er aldrei eðlileg. Fólk í valdastöðum má alveg venja sig á að koma betur fram.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:26
Ágæt áminning.... Hef einmitt heyrt miður skemmtilegar sögur af framkomu okkar við fólk frá Asíu
Heiða B. Heiðars, 12.12.2007 kl. 15:03
Segir að þú sért búinn að upplifa þetta margoft og að fólk eigi að lesa raunasögur frá þér, það réttlætir ekki gjörðir þeirra þarna ytra þó að íslendingar séu haldnir því miður fordómum gagnvart fólki frá asíu. Væri ekki nær að reyna laga hlutina á öllum vígstöðum gagnvart fordómum og svona framkomu í stað þess að segja Ah þetta er svo lítið mál, aðrir hafa það miklu verr?
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:24
Sæll Hafþór
það er að sjálfsögðu rétt hjá þér að betra væri að laga þetta á öllum vígstöðvum frekar en að biðja fólk að lesa fleiri raunasögur frá mér. þar er nefnilega hundurinn grafin fólki á það nefnilega til að skoða þessar niðurlægingar sem einhverjar leiðinda raunarsögur, því að í okkar hóp þeim sem eru tengdir fólki frá óvelkomnum löndum, er það svona framkoma daglegt brauð, sem þau vilja ekki vita af. En með að tengja þær við niðurlægingu almenns Íslensks borgara tekst mér á að vekja smá stund landann af sínum þyrnirósasvefni.
Bogi Jónsson, 12.12.2007 kl. 17:14
Var ekki að segja að þetta væru leiðinda raunasögur, aftur á móti er sú leið að þetta fara í fjölmiðla og eftir því er tekið mun líklegri til að vekja athygli heldur en að grafa þetta inn á bloggi sem fæstir vita um. Væri meira en lítið til í ef fjölmiðlar myndu sýna þessu athygli og áhuga í stað þess að vera birta endalausar fréttir af hvernig gengur í Írak, Ísrael og Palestínu. En svona mál eru kannski fyrir fjölmiðla eins og fréttir um kvennaíþróttir, óspennandi og því ekki skrifað um þær.
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:35
Sæll aftur Hafþór
ég hef reynt oft og ítrekað að vekja áhuga fjölmiðla á málinu, með að hafa beint samband við þá, en fengið vægast sagt lítil viðbrögð, því væntanlega er það ekki eins góð söluvara þegar við sínum útlendingum lítilsvirðingu og þegar útlendingar sína okkur lítilsvirðingu.
en svona er Ísland í dag
Bogi Jónsson, 12.12.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.