3.5.2008 | 16:59
Ótrúlega mikill mannfjöldi
Ég kíkti til nágrannanns og fór á gamla 1931 mótelinu af Ford vörubílnum mínum, þar sem ég var búin að liðka hann upp eftir að hafa staðið úti í vetur.
en það hefði nú verið betur við hæfi að fara á gamla Cadillakinum mínum 1958 árgerð því sú saga fylgir honum að Kennedy fjölskyldan hafi átt hann upprunalega, þegar hann var nýr og svartur.
það var ótrúlega mikið af bæði fornbílum og fólki sem mættu til að líta dýrðina augum, Það kom upp í huga mér setning sem Gunnar bílamálari í Kópavogi sagði iðulega ef einhverjir voru ekki alveg sáttir við reikninginn "Dýrt er drottins orðið en fallegt er það!"
Fyrsti forsetabíllinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.