Fyrstu Kríurnar þetta árið

Ég sá fyrstu Kríurnar út um gluggann hjá mér nú í kvöld, 9 maí kl. 20:15,

untitled

þetta voru 5 kríur í hóp og flugu inn Helguvíkina

það alltaf jafn gaman að sjá maddömurnar fyrst á vorin og þar sem ég bý fyllist loftið af gargi kríunnar á sumrin. Það var kríuvarp hér fyrstu tvö árin sem ég bjó hér á Hliði en svo á þriðja árinu hvarf hún á einni nóttu, Ég sakna varpsins og atgangi kríunnar við að verja svæðið. það var minkur hér á Hliði fyrstu þrjú árin ég var svo vitlaus þegar ég sá minkinn í fyrstu og seinna með yrðlinga að ég hugsaði að þetta væri bara hluti af náttúrunni og ekki nein ástæða að gera neitt við því, en þegar krían hvarf snögglega fór að renna á mig tvær grímur og ég hafði samband við minkabana sem kom minknum fyrir "kattanef".

ég var ekki var við mink næstu árin en krían kom ekki aftur til að verpa, bara í heimsókn, það hefur kannski ekki freistað hennar aftur að um svipað leiti og ég flutti hingað var hætt að beita túnin og það er mikil loðin sina hér á vorin einnig gæti búseta mín hér spilað þar inn í.

mynd_11Minkur Kom hingað aftur fyrir tveim árum og drap öll hænsnin mín á einni nóttu Angry

minkuren ég náði honum svo hann gerir það ekki aftur

Nú stendur til að ryðja burt hluta af uppfyllingu hérna á Hliði og endurheimta malarkamb sem var hér áður og vonandi verður það í huga kríunnar sem fimm stjörnu hótel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bogi Jónsson

Góður Erlingur!

það er allt hægt bara spurningin um vilja og oft hverju er maður tilbúin að fórna í staðinn.

vonandi að stóra minkagildtan verði það traust að minkurin sleppi ekki burt með smá skrámur.

Bogi Jónsson, 10.5.2008 kl. 00:12

2 identicon

sæll vinur

það er 1 sem ég hef tekið efir með kríuna, hún er vanaföst á staði. undanfarin obboðlega mörg ár hef ég farið á silungsveiðar í Á á norðurlandi (þar sem þessi veiðileyfi eru enn á frekar góðum kjörum nefni ég ekki Ánna til að koma í veg fyrir enn frekari verðhækkanir). á einum stað í þessari Á, þar sem ég fer alltaf að til að egna fyrir silung þá er alltaf Kría á gömlum giriðingarstaur, fyrir nokkrum árum tók ég efir að þessi kría er merkt. og síðan þá hef ég séð að þetta er alltaf sama krían. veiði er ekki bara veiði það er líka útivera , náttúruskoðun og andleg hvíld. góðar stundir. 

kv

maggi

ps kem í kaffi á morgun laugardag:)  

maggi (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband