Kvörtun og kæra frá ríkisstjórnum tveggja landa

Við eigum að vera stolt af okkar þjóðfána og óhrædd við að flagga honum (þó að nærbuxur eru nú kannski aðeins of mikið af því góða)

Ég myndi setja upp flaggstöng og flagga Íslenska fánanum 24 tíma á dag 365 daga ársins ef það væri leyfilegt.

mér finnst það miður gott að hræðsla við fánann verði til þess að landinn veigri sér við að sína hann vegna ótta við að flagga honum á vitlausum tíma.

Kona mín er frá Thailandi þar sem fólk skammast sín ekki fyrir fána sinn og flagga honum hvenær sem þeim sýnist, það hefur nokkru sinnum komið til tals að að setja upp flaggstangir og flagga þjóðarfána beggja landa en þar sem Íslenski fáninn má einungis vera uppi hluta sólarhringsins þá mun hann bera vægast sagt skertan hlut frá borði og það yrðu margir óhressir með það og fyndist ég hampa þeim Thailenska á kostnað þess íslenska.

 Fyrir nokkrum árum þegar ég opnaði vandaðan Thailenskan veitingarstað á annarri hæð við Laugarveg 11, sem eldaði rétti úr Íslensku hráefni að mestu leiti, þá fannst mér það tilvaðið að hafa bland af Íslenskri og Thailenskri þjóðernishyggju í logóinu, þannig að ég tók Íslenska skjaldarmerkið og fjarlægði landvættina af því en setti þess í stað Thailenska landvættin yfir þannig að hann stóð á eyjunni með fánann á bak við sig. ég setti merkið á hurðina við innganginn og viti menn það leið ekki á löngu þar til ég fékk kvaðningu frá að því mér minnir ríkislögreglustjóra vegna Íslenska hlutans og stuttu seinna kom ræðismaður Thailand til mín kvörtun frá Thailenska ríkinu.

þetta fannst mér bara nokkuð vel af sér vikið af einu merki, ég var til í dómssátt og fjarlægði merkið, þannig að ég losnaði við lögbann eins og það sem ég fékk seinna fyrir bleikan fíl á gulum grunni, en það er nú önnur saga.Devil


mbl.is Nærbuxur í fánalitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he skemmtileg saga :)    Sammála þér með það að íslensku fánalögin eru ótrúlega forpokuð og gamaldags.

Óskar Þorkelsson, 9.8.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband