Bíla lífshlaupið fyrstu skref

 Fá því að ég var smá gutti þá hef ég haft áhuga á því að skilja hvernig hlutirnir virkuðu og helst að endurbæta þá.

no1 I 15 year old with my 1946 Austin car

 ég 15 ára og nýbúin að smíða nýa grind í Austin8 bíl sem ég eignaðist

no2 I 17 year old with my 1958 VW

17 ára með WV bjöllu 1958 árgerð minnir mig sem ég var búin að mála sem hnattlíkan með lengdar og  breiddarbaugum, borgum ám, lálendi og hálendi málað inna og fleira é gallaði bjölluna "my small Wourld"

no4. my Lincoln I rebuild 17 year old

Lincoln Capri 1954 sem ég gerði upp eftir að búið var að klessa úr honum aðra hliðina þá hef ég sennilega verið 18 ára 

no5. I start rebuild my 1954 chevy. 18 year oldno6.rebilding my 1954 chevy

 ca 18-19 ára að gera upp "kroppinbak" Chevy 1954 hann var botninn og gólfbitar í honum var svo illa farnir að ég hengdi hann á hvolf í fjóra spotta þannig að auðveldara væri að gera vuiið botninn á honum 

no7. finish rebild my 1954 chevy

 Þríhjól sem ég smíðaði úr afganginum úr "small wourld" bjöllunni eftir að ég var búin að setja í hana 6 síledra loftkældan boxermótor ásamt sjálfskiptingu, grindarbitum og fjöðrunarbúnað úr chevy Corver.

no8. tricycle I build. 18 year old

 Buggyin sem ég átti um tíma og lagaði eitthvað til, micxaði á hann blæju og eitthvað fleira

no9. buggy I rebuild. 18 year oldno10. my old Mac truck before rebuild. 19 years oldno11. my Mack after rebuild

 Gamli Mack vörubíllinn sem ég fékk hjá Stjána meik og gerði upp og ætlaði að nota hann meðan ég byggði hús mitt í Austurtúni Álftanesi. meðan ég var að gera mackinn upp þá lánaði Stjáni mér samskonar Mack slökkvibíl sem hann átti og það var hversdagsbíllinn minn á meðan ;o)

no14. my catering van and catering trailer

ég smíðaði mér kínarúllubíl einhvertímann í kring um 1986-7 upp úr ónýtum chevy step van, mér var sagt að hann hefði endað líf sitt nokkrum árum seinna á Hróaskelduhátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Gaman að þessum myndum.  Ég held að Lincolnin sé ennþá til fyrir norðan og Chevrolettinn er örugglega enn til.  Gaman væri að vita hvort Mackinn og Bjallan séu ennþá til.

Offari, 25.12.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Bogi Jónsson

ég frétti fyrir nokkuð mörgum árum að lincolnin lægi undir skemmdum uppvið einhvern skúr fyrir norðan, hann hefur hún sennilega ekki skánað mikið síðan, kroppinbakur held ég að er í góðum málum, Mackinn er að verða óníur úti í hrauni hjá álverinu og bjallan hvílir undir flugmótelaflugvellinum þar sem hafnafjarðahaugarnir voru áður, ég seldi hana í vitleysisgangi til að komast með félögunum í fyllirísreisu til Spánar (sem ég man mest lítið eftir), en hún var aldrei endanlega kláruð og sett aftur á götuna

Bogi Jónsson, 26.12.2009 kl. 02:53

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman að skoða þetta Bogi.

Óskar Þorkelsson, 26.12.2009 kl. 09:08

4 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Flottar myndir þarna Bogi maður fær hálfgert flasch back þegar maður sér þessar myndir, verður ekki áframhald af þessu hjá þér??

Pétur Steinn Sigurðsson, 26.12.2009 kl. 11:55

5 identicon

Þetta er skemmtileg samantekt hjá þér Bogi. Enn vantar nokkra eðalgripi í upptalninguna og ég bíð spenntur eftir framhaldinu. Þú ættir svo að segja söguna af fyrsta "einkanúmerinu" Y-Bogi.

Þórhallur Óskarsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Bogi Jónsson

Pétur og Þórhallur, ég á einhverjar fleiri myndir en spurningin er hvort þær eru birtingahæfar, en sem betur fer voru myndavélar ekki eins almennar og er í dag, púff þá væri nú sennilega búið að loka mig og marga félagana inn við sundin blá og bræða upp lykilinn.

Bogi Jónsson, 26.12.2009 kl. 14:39

7 identicon

sæll vinur

var það ekki Chevy sem var svo skakkur að það þufti magar bretta skinnur undir stuðara festingu til að rétta af?

Kv

Maggi

Magnus (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 17:47

8 Smámynd: Bogi Jónsson

Hæ Maggi ég minnist nú ekki brettaskinnanna fyrir stuðarann sérstaklega, en kroppinbakur blessaður hefur nú lent í ýmsu yfir ævina, þegar ég fékk hann þá var nýlega búið að klessa hann á staur að framan, ég afrekaði það að velta honum út í grjóturð við Nýbýlaveginn, þegar ég fór að gera hann upp eftir það þá var grindin ónýt úr riði og ég fann aðra (að sjálfsögðu í grindavík) og þegar ég ætlaði að setja bílinn á grindina þá vantaði rúma tommu upp á að öftustu festingarnar pössuðu, þegar ég fór að skoða þetta betur þá hafði einhvertímann verið soðin annar afturendi á bílinn væntanlega vegna áreksturs, hann hafði verið hafður of stuttur. Þetta útskýrði hversvegna mér tókst aldrei að stilla skottlokið alminnilega eftir að ég seldi hann þá var hann klesstur þokkalega að framan þegar hann var keyrður á hringtorg uppi á skaga, heyrði ég, og það fylgdi sögunni að grindarbitarnir að framan hefðu brotnað, svo var náttúrulega sagaðar tvær tommur úr toppnum á honum, þannig að hann er með lífsreyndari bílum hérlendis held ég, já vel á minnst ég fann splunku ný frambretti uppi á kompulofti hjá bifreiðastöð steindórs og setti þau á, og lét króma upp framstuðarann meðal annars.

Bogi Jónsson, 26.12.2009 kl. 21:20

9 Smámynd: Bogi Jónsson

Ég fann eina miður fallega úrklippu úr vísir af einu af "afrekum" míns, kroppinbaks og fyrrverandi félaga Bakkus. ég get ekki látið myndina inn hér svo ég set hana á næstu bloggfærslu

Bogi Jónsson, 26.12.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband