24.12.2007 | 13:12
Jólin
Gleðileg Jól
öllsömul, hvort sem ég þekki ykkur eða ekki, hvort sem þið eruð vinir mínir eða óvinir, hvort sem þið eruð manneskjur, dýr, plöntur, stein eða lofttegund, hvort þið eruð álfar, englar, draugar, fylgjur, tröll, ljósálfar, mórar, guðir,vættir, verndarar, huldufólk eða önnur lífsorka.
Bogi og fjölskilda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2007 | 21:42
Íslending haldið í gíslingu eitt ár og rúma sjö mánuði
Ég er smeykur um að það væri þörf á að fleiri bæðust afsökunar.
Það tók mig eitt ár og rúma 7 mánuði að fá endanlega neitun á atvinnuleyfi hérlendis, á meðan stóð nýbyggt og sérinnréttað húsnæðið tilbúið en var ekki hægt að byrja rekstur vegna þess að ekki fékkst atvinnuleyfi fyrir þá kunnáttumanneskju sem mig vantaði, þrátt fyrir að auglýst væri eftir starfsmanninum bæði hérlendis og á ESS svæðinu.
ég var að leita eftir starfsmanni með mikla reynslu og þekkingu á Thailendsku nuddi og Thailendskum spa meðferðum til starfa í sér byggðu og sérhönnuðu Thailendsku spai.
ég fékk um 15 atvinnutilboð frá vinnumálastofnum vegna auglýsingarinnar á Ess svæðinu engin þeirra hafði próf frá virtum thailendskum nuddskóla né hafði reynslu í Thailensku spai eða menningu.
Að endingu, eftir fjölmargar ítrekanir ítrekanir og rökstuddar skýringar á því hversvegna mig vantaði manneskju með þessa lámarks þekkingu og reynslu, og að ég gæti ekki notað starfsmann frá fyrrum sovét sem vinnur í vöruhúsi en er til í að læra Thai nudd, í staðin, eins og hluti þeirra atvinnutilboða frá vinnumálastofnum hljóðaði upp á, fékk ég neitun á þeim forsemdum að ég gerði óeðlilega kröfu til starfsmansins og þær kröfur sem ég gerði til starfsmannsins væru væntanlega gerðar til að fæla starfsmenn frá.
Þetta er í hæsta lagi undarleg niðurstaða að neita atvinnuleyfi vegna þess að ég leita að sambærilegri manneskju innan ESS og sú sem hefur beðið síðustu 19 mánuði utan ESS og að láta það í veðri vaka að þessar hæfniskröfur séu einungis settar til að fæla íbúa Ess ríkja frá, þegar allt umsóknar ferlið hefur einkennst af því að fæla mig frá og láta mig gefast upp.
Þeir sem búa í glerhöllum eiga ekki að stunda grjótkast.
![]() |
Mun krefjast afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.12.2007 | 12:52
Fullkomlega eðlileg framkoma
Ég gat ekki annað en brosað þegar ég las viðbrögð ykkar bloggara við greininni.
okkur Íslendingum ætti að finnast þessi niðurlæging eðlileg framkoma því þetta er sú framkoma sem Íslensk stjórnvöld sína gestum frá sumum löndum Asíu og hafa gert um áraraðir.
Ég hef verið giftur síðustu 18 ár konu sem er fædd og uppalin í Asíuríki þegar ég bauð henni fyrst hingað til lands áður en við giftum okkur þá var ég tekin á eintal niður í Útlendingaeftirliti (sem nú hefur breitt um nafn til þess að villa um fyrir ásýnd þeirra starfsemi sem þar fer fram og láta líta betur út út á við) og varð að lofa því að verða ekki ástfangin af henni, ég gat lofað því af með hreinni samvisku, því ég gat ekki orðið ástfangnari af henni en ég var nú þegar.
Ég gerði mér grein fyrir því fyrir mörgum árum að ég er giftur þriðja flokks manneskju manneskju úr þeim hópi sem eru óæskilegir gestir á íslandi, ég verð sérstaklega var við það ef að okkur dettur í hug sú fáránlega hugmynd að fá vin eða ættingja konunnar í heimsókn
það er ömurlegt að horfa upp á með þvílíkri niðurlægingu við tökum á móti Thailendingum hér þegar okkur finnst sjálfsagt að Thailendingar taki okkur opnum örmum, sem þeir gera.
Við uppskerum eins og við sáum, og ég á því miður von á því að þið eigum von á miður góðri uppskeru í framtíðinni.
þeir sem langar að lesa meira um svona niðurdrepandi málefni geta skoðað bloggið mitt
![]() |
Fangelsuð í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.12.2007 | 15:11
Gott að geta bjargað sínum kynbræðrum
Jæja strákar hér er lausnin Bjóða konunni (og jafnvel þér sjálfum með henni) að upplifa annan heim úti á hjara veraldar en samt nálægt landfræðilegri miðju höfuðborgarsvæðisins sjá nánar
![]() |
Karlar vilja pakka en konur upplifanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2007 | 08:40
Hvern andsk#&%$# ert þú að ybba þig
og svo bulla ráðamen þjóðarinnar um hvað við stöndum vel að vígi í sambandi við mannréttindi spillingarleysi og hvað við erum laus við kynþáttafordóma ásamt því að styðja vel við bakið á nýsköpun. Og trúa þessu froðunsnakki sjálfir.
ég var loksins í gærkvöldi að fá úrskurðinn úr atvinnuleyfismálinu mínu eftir tæp tvö ár og "að sjálfsögðu" staðið við fyrri höfnun.
nú á þeim forsemdum að ég hafi verið með óeðlilegar hæfniskröfur til þeirra umsækjanda sem sóttu um í gegn um starfið í gegn um ESS vinnumiðlunina.
á tæpum tveim árum fékk ég sendar 16 umsóknir sú reynsla sem umsækjendur höfðu var allt frá því að vinna í vöruhúsi en vera til í að læra thai nudd einn umsækjanda sagðist kunna thai nudd, þar sem ég var að leita eftir sérfræðin í thai nuddi og spa meðferðum til starfa í Thailensku spai gerði ég þær kröfur til umsækenda að hann hefði próf úr virtasta nuddskóla Thailands eða sambærilegt próf ásamt því að kunna skil á thailenskum spahefðum og menningu ásamt því að kunna skil á thailensku umræddur umsækjandi hafði ekki ofangreint próf né annað áðurnefnt.
félagsmálaráðuneytið (væntanlega í samráði við vinnumálastofnun á næstu hæð fyrir neðan) komst að þeirri niðurstöðu að það væri óeðlilegar kröfur, að Thai spa sérfræðingurinn, þyrfti að hafa próf frá virtum thailenskum nuddskóla, kunna skil á thailenskum spa hefðum og menningu og kunna thailensku til þess að að starfa í thailensku spa húsi, og væru hæfniskröfurnar gerðar til að fæla frá umsækjendur.
Ég átti ekki til eitt orð þegar ég las þetta, en svo rann upp fyrir mér ljós þeim finnst eðlilegt að notaðar eru þeirra siðlausu vinnuaðferðir til að fá fólk til að gefast upp eins og að stinga umsóknum í marga mánuði undir stól, láta umsækjendur afla alskyns vottorða umsagna og trygginga þó að fyrir löngu hafi verið ákveðið að neita umsókninni
þetta mál hefur einkennst frá fyrsta degi af "Hvern andsk#&%¨$# ert þú að ybba þig litli kall, sem hefur hvorki réttu vina eða fjölskildutenginguna og ekki einu sinni bolmagn í að halda úti öflugu lögfræðiteymi til að sjá um þín mál."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 17:41
Málamynda hjónabönd?
Ég hef verið alveg ótrúlega latur við að blogga undanfarið en..........
Ég sá í frétt á forsíðu fréttablaðsins að hjónaböndum útlendinga utan ESS hefur snar fjölgað
þetta kemur mér ekki á óvart því nú er orðið ómögulegt fyrir Íslendinga sem verða ástfangnir af manneskju sem er ríkisborgari lands utan ESS að láta reyna á sambandið hérlendis nema að undangenginni giftingu. því það er búið að loka á að kærasta/inn geti dvalist hérlendis á giftingar, að mínu mati eikur þetta hættuna á fleiri erfiðum hjónaskilnuðum því fólk þrjóskast óhjákvæmilega lengur við í röngum samböndum þegar þau eru gift.
Ég fullyrði að það viðgangast gróf mannréttindabrot í skjóli þessa samnings svo sem aðskilnaður vina og fjölskyldumeðlima innrásir inn á einkalíf hjóna um miðjar nætur með lögregluvaldi til eftirlits.
Vissulega þekkjast hagkvæmisgiftingar í þessum hóp sem og öðrum það hefur alltaf verið til illa eða meðalstæðar konur giftist ríkum körlum og öfugt til að auka lífsgæði eða lífsöryggi sitt að það skuli einungis verið gert athugasemd við það ef fólkið er af ólíkum kynþætti er ekki eins og það á að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)