25.9.2007 | 22:29
Við erum allt of lyfjaglöð
Ég trúi því að öll lyf hafi aukaverkanir sem koma fram líkamlega eða andlega nema hvoru tveggja sé.
Lyf eru bráð nauðsynleg í mörgum tilfellum en allt of oft leitum við að skyndilausnum í lyfjum, sem auka á vanlíðan þegar lengra dregur, frekar en að notast við hægvirkari en varanlegri lausnir svo sem breitt mataræði, aukna hreyfingu eða hvíld. ekki má gleyma nuddi og það sem stendur mér nærst Thai nuddi sjá: http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/321071/ sem er mjög öflugt nudd og getur verið sársaukafullt í fyrstu ef skrokkurinn er í slæmu ásigkomulagi.
![]() |
Nálastungur bestar til að lina bakverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2007 | 12:40
Thai nudd
Grunnhugmyndin á bak við nuddið er að auðvelda flæði orku um líkamann. Þessu svipar til jógaheimspekinnar en samkvæmt henni streymir lífsorkan (Prana) um orkubrautir (Prana Nadis) í líkamanum Í taílensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma og lina sársauka. Truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma. Nuddið losar þessar stíflur, örvar flæði lífsorkunnar og endurnærir líkama og sál. Ólíkt vestrænu nuddi snýst taílenskt nudd ekki bara um líkamann sjálfan heldur einnig hinn svokallaða orkulíkama. Í vestrænu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í taílensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn. Einnig er mikið erum teygjur líkt og í Hatha jóga og er nuddið því stundum kallað jóganudd. Taílenskt nudd hefur átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár enda hefur áhuginn á óhefðbundnum lækningum farið sívaxandi. Taílendingar sjálfir hafa verið að enduruppgötva þessa ævafornu nuddaðferð sem er m.a. talin hafa góð áhrif á astma, hægðatregðu og vöðvabólgu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem það er notað til endurhæfingar eftir hjartaáföll og heilablóðföll. Vestrænir læknar sjúkraþjálfarar, nuddarar og jógakennarar streyma til Taílands til þess að læra nudd og bæta við þekkingu sína enda taílensk nuddmeðferð spennandi valmöguleiki við hefðbundnari læknismeðferðir. |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 20:04
Alsæla opnar
Loksins loksins er komið að því að ég get opnað Alsælu spa.
sjá: http://www.1960.is/iceland/spa.htm
Ég hef verið að bíða eftir að fá að ráða kunnáttumanneskju frá Thailandi til starfa síðan í apríl 06 og spahúsið hefur staðið tilbúið frá því í júní 06 en hef ekki geta byrjað fyrr því stjórnvöld hafa ekki talið að ég þurfi á kunnáttumanneskju að halda sem er utan ESS svæðis þó engin hafi fundist síðastliðið ár þrátt fyrir auglýsingar hér og á ess svæðinu.
Ég var svo heppin að Íslenskur maður giftist í vor Thailenskri konu sem býr yfir hluta þeirra þekkingar sem ég þarf. (það er einkennilegt að atvinnuöryggi fyrirtækis míns er undir því komið hvort landinn velji sér "rétta" maka) þannig að nú get ég opnað með hluta af þeirri þjónustu sem ég kem til að bjóða upp á þegar ég fæ að ráða sérfræðinginn, en umsóknaferlið og kæra í kjölfarið hefur staðið í vel á annað ár og ekki útséð um það ennþá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2007 | 20:01
Einn er betri en engin
Einn er betri en engin, verðum við ekki að sætta okkur við það fyrst við metum það meira að safna saman peningum til að hafa það "gott" heldur en að vera meira með þeim sem skipta okkur öllu máli í lífinu.
Væri ekki manneskjulegra að leyfa öldruðum foreldrum eða ættingjum að búa hjá okkur og aðstoða okkur við uppeldið.
kv Bogi
![]() |
Einn Íslendingur á leikskóladeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 09:53
Strandaði á Melhöfða ekki Hrakhólma
Báturinn strandaði á Melhöfða ekki Hrakhólma
sjá Strandaði þar sem 30 manns bjuggu í verbúðum : http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/316439/
![]() |
Aðstæður á strandstað við Hrakhólma hafa enn ekki verið kannaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 23:43
Strandaði þar sem 30 manns bjuggu í verbúðum
Ég var síst að skilja hvað lögreglan væri að gera á miðri innkeyrslunni hjá mér í kvöld mér datt fyrst í hug að hún hefði verið að elta einhvern drukkin eða próflausan ökumann sem sem hafði verið að reina að komast undan en lent í öngstræti hjá mér, því það var annar bíll stopp hjá löggubílnum.
svo var ekki heldur hafði trilla strandað við túnfótinn hjá mér á svo kölluðum Melhöfða sem er flæðisker sem fer á kaf á flóði. En þar bjuggu um 30 manns í verbúðum fyrr á öldum. sjá neðst á korti:
mér skilst að það hafi sem betur fer engin slys orðið á mönnum og þeir hafi vaðið út í björgunarbátana sem komu þeim til hjálpar trillunni verður væntanlega bjargað á flóði í björtu á morgun.
![]() |
Bátur strandaði við Álftanes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 21:03
Jibbý tvö mál leyst
Þar kom að því að eitthvað einhver mál leystust
1. eftir að hafa hringt í póstinn í þriðja sinn þá fékk ég að ná í pakkann minn upp á stórhöfða sem var búin að bíða tollafgreiddur og klár í útkeyrslu í tvær vikur, svo nú get ég farið að skipta um dekk á gamla Fordinum og komið honum aftur á stað eftir gay pride aksturinn ógurlega.
2. það ótrúlega gerðist Íslenskur maður giftist réttri manneskju fyrir nokkru og setti sig í samband við mig eftir að hann las grein í DV þar sem ek var að kvarta yfir mínum atvinnuleyfismálum kona hans hafði lært thai nudd en hafði takmarkaða reynslu hún hefur verið í að æfa sig hér hjá mér og er búin að ná þessu þannig að ég get opnað Alsælu (spa-húsið)en ég get bara veitt hluta þeirra meðferða sem í boði verða og takmarkaða opnun þar til ég fæ atvinnuleyfið fyrir spa sérfræðinginn.
Ég á eftir að láta laga heimasíðuna hjá mér og merkja við hvað af meðferðunum ég get farið að bjóða uppá sjá: http://www.1960.is/iceland/spa_verd.htm
kv Bogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 11:20
Burstabærinn nýtt íbúðarhús
Hér er ný mynd af burstabænum búið að mála en á eftir að setja vindskeiðarnar á og hlaða grjóthleðslurnar.
annars af framhaldssögunum ekkert atvinnuleyfi enn 1 ár 4 mánuðir og 18 dagar
og póstinum ekki tekist að keyra út pakkann ennþá (ætli þeir séu að vökva bílana í þeirri von að þeir stækki??) eitthvað hljóta þeir að vera að gera
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2007 | 15:03
Viðhaldið á netinu
Netið hefur hjálpað mér mikið í viðhaldsþörfinni.
Ég hef nú ekki mikla daðurshæfileika svo mitt viðhald snýst einungis um hús, tæki og tól.
kv Bogi
![]() |
Daður á netinu endar með skilnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 23:13
Latur í bloggputtunum
Ég hef verið latur í bloggputtunum síðustu daga annars er ýmislegt að gerast hjá mér sem ég segi ykkur seinna og ég hef verið ansi upptekin að gera klárt í það. Svo hef ég verið að rembast við að gera burstabæinn kláran fyrir veturin var að klára að mála hann svo það er bara steinhleðslan sem er eftir og ég ætti að geta hlaðið þó að það verði frost.
atvinuleyfisúrskurðurinn sem átti að koma í byrjun mánaðarins kom að sjálfsögðu ekki.
Pakkinn með póstinum sem átti að koma í síðustu viku kom ekki heldur að sjálfsögðu.
og ég er orðin drullu þreyttur eftir vinnuna í dag svo ég ætla að koma mér í bælið og það líka að sjálfsögðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)