Upprunalegt útlit

Það þyrfti að sína stöðinni þann sóma að fjarlægja af henni nýmóðins kýlin og koma henni í upprunalegt útlit, því hún var listaverk útaf fyrir sig.


mbl.is Fagna 60 ára afmæli bensínstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ebay síðasta hálmstráið

Þá er það síðasta hálmstráið að selja á ebay ( sjá hér).Þakka fyrir snilldar landsstjórn nú og síðustu ára. og kveðja ástkæra ylhlýja klakann með söknuði

 


mbl.is Niðurfelling þýðir kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórninni boðið í jarðarför

Það kæmi mér ekki á óvart að eftir nokkrar vikur tilkynna ráðamenn okkur að róðurinn er þyngri en áætlað var, þegar það var áætlað síðast að róðurinn væri þyngri en áætlað væri.

Það þyrfti að bjóða ríkisstjórninni í jarðarför, því það lítur út fyrir að hún er á einhverri annarri plánetu en almenningur.

Ég, eins og annar almenningur, reyni að standa við mínar skuldbindingar þó svo að forsendur þeirra hafi verið breytt, að mér forspurðum, og hækkaðar einhliða um tugir miljóna umfram áður útgefið greiðsluplan.

til þess að reyna að standa í skilum þarf að grípa til örþrifaráðstafanna eins og (ÞESSARA.)


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mættu sem betur fer fleiri á friðarstundina í Hallgrímskirkju en

Það mættu sem betur fer fleiri á friðarstundina í Hallgrímskirkju en til mín þegar ég afhjúpaði Friðarkúluna mína.

Ég sendi meðal annars öllum forsvarsmönnum trúfélaga hérlendis boðsbréf, engin mætti og einn lét mig vita að hann kæmist ekki. Woundering

Sá eini, fyrir utan vini og fjölskyldu, var Ásþór Friður 2000.

Góð


mbl.is Fjölmenni á friðarstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauður puntur hjá mér að Hliði

Ég sé að það er rauður puntur nákvæmlega þar sem ég á heima að Hliði Álftanesi

ég vona að skjálftamælarnir eru ekki svo nákvæmir að það hafi mælst þegar ég fór á klósettið í gærBlushFrownPinch


mbl.is Skjálftahrinan að fjara út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgos?

mig hefur tvisvar dreymt það, fyrir ca 10 árum síðan, að ég var á leið heim til mín hér úti á Álftanesi og sá að það voru komnar gröfur og byrjaðar að grafa á miðsvæðinu hér á nesinu. þegar ég var komin heim þá lít ég út um gluggann og sé að það er byrjað að gjósa í bláfjöllum, síðan færist gosið vestar eg er komið á kleifarvatnssvæðið, en það var svo sem allt í lagi, nema að þá fer að tæmast kvikuhólf undir álftanesinu og við urðum að drífa okkur í burt og það stóð glökt.

nú er búið að bjóða út uppgröft og gatnagerð á miðsvæðinu og til stendur að byrja að grafa fljótlega.

þessi draumar voru svo raunverulegir og höfðu þau áhrif á mig að ég fékk mér bát sem ég var með hér í mörg ár og eftir að hann fór þá hef ég oft hugsað að ég verði nú sennilega að fá mér annan til öryggis

en draumar eru nú bara draumar??????????


mbl.is Skjálftinn mældist 4,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Future of Hope

Hér er brot úr myndinni sem ég tók smá þátt í Future of Hope

upptokur_mynd.jpg


Persónukjör eða persónukjör

mér finnst það ekki rétt að kalla innanflokkakjör persónukjör þó svo að hægt er að kjósa um persónur á lista innann flokkana

Í mínum huga er "persónukjör" þegar persónur eru kosnar  til sveitastjórna eða alþingis ekki innanflokkskosningar.

Hvort þetta er bragð til að rugla landann í rýminu eða hvort ráðamenn hafi einungis fengið sér einu númeri stærra rör til að horfa í gegn um skal ósagt liggja.

 


mbl.is Sveitarstjórnarmenn vilja persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BANANALÝÐVELD

Ég gat ekki annað en brosað út í annað þegar Árni Páll var gerður að félagsmálaráðherra.

það hefði nú einhverstaðar þótt saga til næsta bæja að það taki 5 félagsmálaráðherra að afgreiða endanlega eina atvinnuleyfisumsókn vegna sérhæfs nuddara.

Þannig er mál með vexti að 18 apríl 2006 sótti ég um atvinnuleyfi fyrir nuddara sem var sérþjálfaður í Thailensku nuddi, hafði lokið námi í thai nuddi við konunglega thailenska ríkisnuddskolan og hafði margra ára starfsreynslu.

Ég var að klára byggingu sérhannað Spa húss undir starfsemina, svo leið og beið húsið var tilbúið pottar og gufubað klárt sloppar, handklæði, rekstrarleyfi og annað slíkt klárt en ekkert bólaði á atvinnuleyfinu fyrir sérfræðinginn sem til þurfti, þrátt fyrir margítrekaða rökstuðnings til Útlendingastofu og Vinnumálastofnunar með tilheyrandi viðbótar vottorðum og staðfestingum.

ég hafði auglýst ítrekað bæði hérlendis og á eu svæðinu meðal annar í gegn um vef vinnumálastofnunar en engin manneskja með kunnáttu og reynslu gaf sig fram.

Það var skelfilegt að horfa upp á tugmiljón króna hús (atvinnutæki) standa autt og ónotað.

ráðamenn vildu ekki gefa sig og leyfa ráðningu starfsmanns utan ESS húsið stóð autt í tvö ár með tilheyrandi kostnaði áður en mér tókst að fá kunnáttumanneskju til starfa, í millitíðinni hafði umsókninni verið neitað, neitunin verið kærð til Félagsmálaráðuneytisins þar sem hún var staðfest og er búin að vera hjá umboðsmanni Alþingis síðustu mánuði.

Málið hefur verið á fjórða ár í lögsögu fimm félagsmálaráðherra og ekki gengur rófan, er það nema von að farið er að kalla okkur BANANALÝÐVELDI.

sjá fyrrihluta ferlis hér á gömlu bloggi

 


mbl.is Boða róttæka uppstokkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og minn til sölu

Mér hefur sýnst, í gegn um tíðina, að menn hafi brennt sig á því að leggja mjög mikið í stór og grand veitingarhús. það er oftar en ekki þegar þriðji rekstraraðilinn tekur við (eftir að tveir fyrstu hafa farið á hausinn og skilið eftir sig skuldarslóðan) að þá fara hlutirnir að ganga upp.

Í mínu tilfelli var ég búin að gera of mikið. Ég hafði búið hér í átta ár þegar ég loks fékk að kaupa gömlu húsin ( bátaskýlið og gamla íbúðahúsið sem ég hafði gert upp og búin að bæta við sólstofu sem ég var með veitingarnar í) og lóðina, en því fylgdu þau skilyrði að ég mætti ekki búa í gamla húsinu nema í 3 ár eftir undirritun samnings, vegna þess að gólfhæðar kvótinn var undir því sem er í byggingarreglugerð, en í stað þess fékk ég byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús.

Jæja nóg með það en málið er það að ég var komin upp að rauðulínunni sem ég setti mér í sambandi við lántöku við þetta allt saman, þannig að ég gæti rekið bæði spaið og veitingarnar með "Slow Food" hugsunarhættinum, það er að segja gera hlutina stresslaust og með alúð, og horfa frekar á þá ánægju sem starfsemin gefur þér frekar en hagnaðartölur.

eftir hrun bankana þá varð forsendum kippt undan þessu rekstrarformi aðallega vegna þess að skuldirnar fóru um 30% upp fyrir rauðastrikið og einnig drógust viðskiptin aðeins saman.

Ég er svo einfaldur að ég höndla ekki umfangsmikinn rekstur og mannahald, þess vegna er ég ekki tilbúin í að breyta rekstraforminu í venjulegri rekstur , það er að segja taka fleirri en einn hóp á dag ásamt því að þjónusta gesti og gangandi og jafnvel breyta nýa íbúðahúsinu, burstabænum í gistihús tengt spainu og veitingunum.

Það væri  miklu farsælla að láta aðra aðila sem kunna á þess háttar rekstur sjá um hann.

Ég er svo heppin að ég hrjáist ekki af óbærilegum söknuði við að láta veraldlega hluti af hendi, þó svo að ég hafi byggt þetta allt upp með eigin hendi, það var jafn gaman að sjá sjá drauma sína verða að veruleika, þó svo að einhverjir aðrir eigi þá.

 Sjá nánar á heimasíðu minni: www.1960.is

  imgp0934.jpg


mbl.is Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband