13.11.2007 | 21:35
Steinn fyrir stein og torf fyrir torf séð fyrir endann á fyrsta vegg
Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er klikkaður að láta sér detta þetta í hug
þetta er búið að vera geðveik vinna búin að bera um 20.000 kíló af steinum og velta hverjum stein á alla kanta til að fá hann til að setjast rétt stundum tekst það stundum ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.11.2007 | 19:06
Engu að síður ástæðulaust að veita atvinnuleyfi
Hér á árum áður var það iðulega notað sem ástæða vegna neitunar atvinnuleyfa að það væri svo mikið atvinnuleysi hér nú eru þeir löngu runnir út með ástæður og annan sparðatíning en engu að síður búnir að teygja lopann í 18 mánuði sjá hér.
![]() |
Atvinnuleysi mælist enn 0,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2007 | 16:34
Snæfellsjökull
Fyrir nokkrum árum var von á geimverum á Snæfellsjökul
Ætli þær séu búnar að bóka aftur fyrst þær urðu að fresta heimsókninni vegna einhverra forfalla?
![]() |
Vilja að Bandaríkjastjórn hefji aftur rannsókn á fljúgandi furðuhlutum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2007 | 21:03
Áfram Kastljós
'Afram Kastljós, þið eigið heiður skilið fyrir heiðarlega umfjöllun.
Látið ekki íbúa fílabeinsturnsins sem lifa í eigin sýndarveruleika beygja ykkur af braut.
![]() |
Kastljósið svarar gagnrýni ríkislögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2007 | 11:32
Íslenska aðferðin
Svona er landinn: Til hvers að röfla bara vinna meira og allir verða ánægðir.
Það er annars athyglisvert að ríkið er ekki búið að setja toll og vörugjald á þennan innflutning
![]() |
Dýrt en mjótt breiðband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 23:31
Til hamingju Ný dönsk
Það hefur mikið vatn runnið til sjáfar frá því að nokkrir unglingsstrákar voru í Kínarúlluvagninum með plön um að slá í gegn. Og stóðu við það.
![]() |
Ný dönsk heldur upp á tvítugsafmælið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2007 | 16:34
Íslensku múturnar
Auðvitað vissu þeir ráðamenn sem sáu um fyrirgreiðsluna, hverra manna hún var tengd það sjá allir, og nánast öruggt að það hafi verið kippt í nefndarmenn og þeir beðnir að redda þessu.
þetta eru hinar Íslensku mútur sem allir vita af en eru samt opinberlega ekki til, þú reddar einhverjum sem þú ert tengdur eða þekkir eða þekkir einhvern sem þú þekkir og hann reddar þér í staðin.
Við hneykslumst oft á erlendum embættismönnum sem taka peningar greiðslu fyrir greiðan, er það ekki skömminni skárra því það er auðveldara að nálgast peninga en vinskap eða fjölskyldutengsl.
það er með öllu óþolandi þegar allt er gert bæði mögulegt og ómögulegt til að hindra að er hægt sé að fá til landsins kunnáttumanneskju sem brýn þörf er að fá, sjá hér ótrúlega þrautargöngu sem ekki sér fyrir endann á, svo fá menn hrað afgreiðslu með að kippa í vini sína
Það er nokkuð ljóst að ekki er sama Jón og séra Jónína.
![]() |
Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 10:50
Stærsta og minnsta
Til hamingju Bláa lón með opnunina á nýu aðstöðunni. Það er gaman að því að stærsta heilsulind landsins Bláa lónið og sú minnsta Alsæla opnaði í sama mánuði
![]() |
Salarkynni baðstaðarins við Bláa lónið tvöfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 19:46
Það er greinilega flest hægt, bara spurning um vilja
Það er greinilega flest hægt, bara spurning um vilja.
Var ekki einusinni sagt ef Múhamed kemur ekki til fjallsinns kemur fjallið til Múhameds, eða var það öfugt? kannski flytja þeir Esjuna einn vondan veðurdag upp í Árbæjarsafn
![]() |
660 tonna steinkirkja flutt í heilu lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2007 | 10:41
Óvenju mikið forfallast
það hefur óvenju mikið forfallast hjá mér núna í vikunni báðar nærstu helgar lausar sem eru búnar að vera bókaðar í marga mánuði sjá bókunardagatal: http://www.1960.is/iceland/bookings_is.htm
það getur margt komið uppá þegar bókað er með allt að árs fyrirvara og meira að segja í einu tilfellinu var viðkomandi komin til feðra sinna.
þegar afbókað er með viku fyrirvara eða minna þá oftar en ekki næ ég ekki að bóka daginn aftur þó að ég sé með biðlista því það tekur fólk einn, tvo eða jafnvel þrjá daga að sjá hvort hægt er að smala öllum í hópnum saman þar sem landinn er mög "bissí". stundum næ ég aðeins að komast niður 2-3 nöfn og þá er ég runnin út á tíma.
þannig að það geta orðið helst til mikið sjónvarpsgláp nærstu helgar.