1 ár 4 mánuðir og 4 dagar lokað

það er gott að vita að vinnumálastofnun er farin að líta út um gluggan og farin að komast í tengsli við raunveruleikan því það er öllum stofnunum óhollt að verða ríki í ríkinu og missa samband við raunveruleikan. fylgifiskar þess er hroki sem menn bera fyrir sér sem skjöld til að fela kunnáttugetuleysi sitt. Það er aumt haldreipi til að treysta á að það er svo slæm stjórnsýsla að viðurkenna á sig mistök vegna vanþekkingar, heldur eru rangar ákvarðanir látnar halda

sjá nánar: http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/301851/

kv Bogi


mbl.is Vinnumálastofnun athugar stöðu starfsmanna Hünnebeck
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VÍRUS Á BLOGGINU

Það mætti halda að það væri einhver vírus á blogginu hjá mér í dag, sem ræðst á heimsóknartölur og trekkir þær upp.

ég hef aldrei áður fengið svona margar heimsóknir á dag. ég á bágt með að trúa því að það er svona mikið vit í því sem ég er að skrifa að fólk fari viljandi svona oft inn á síðuna mína.

kv BogiWoundering


Með bestu auglýsingum sem ég hef séð

Mér fannst þetta frábær auglýsing og þeir sem gerðu hana fá prik frá mér fyrir að þora.

Ég átti nú von á því að hún fengi neikvæð viðbrögð frá heittrúarmönnum (og þá er ég ekki með múslima í huga, þó að ég þykist vita að þeim er þvert um geð að myndgera átrúnaðargoð,) en það er eins og venjulega þegar trúin er komin í bragð þá fer málið að vandast og það verða ásættanlegt að refsa og jafnvel meiða þegar þegar þeir heitustu telja að hinir almennu hafa farið út af sporinu.

Í Guðs friði (hvaða nafni sem hann nefnist)

kv.Bogi


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þarf kannski að færa vatnabuffalin minn hann stendur svo nálægt veginum

 það er aldrei að vita, kannski vill einhver reyna að slá metið og aka á vatnabuffal enn norðar en í Englandi

fjölskilda 012


mbl.is Óku á vatnabuffal á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagður dónaskapur

Ég og konan rekum lítið veitingahús heima hjá okkur þar kemur aðeins einn hópur á kvöldi.

Þegar fólk pantar þá gefur það upp þann tíma sem þau ætla að koma á. Það er undantekning ef fólk mætir á uppgefnum tíma venjulega kemur fólk frá 15 mínútum til eins og hálftíma seinna og oftast án þess að láta vita. það getur verið afskaplega leiðinlegt að bíða við gluggann í einn og hálfan tíma til að geta tekið vel á móti gestunum.

það geta allir skilið það að það væri hinn argasti dónaskapur ef enginn myndi láta sjá sig fyrr en eftir einn og hálfan tíma (meira að segja 5 mínútur) eftir að gestir væru mættir á veitingarhúsið. en er þetta ekki gagnkvæmt? þinn tími er jafn mikilvægur og minn tími. í flestum tilfellum er þetta einungis kæruleysi og eigingirni. ef þessi seinkun væri vegna raunverulegs tímaleysi þá væri auðvelt að leysa málið þeir sem koma vanalega 10 mínútur og seint þeir þyrftu bara að stilla vekjarann á klukkunni 10 mínútur fyrr þá ætti vandamálið að vera úr sögunni.

En málið er ekki svona auðvelt þetta er bara spurning um sjálfsaga og að læra að bera virðingu fyrir náunganum og það eru sko ekki nein ný fræði.

stundvísiskveðjur Bogi


mbl.is Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi sleppa þeir

ég var rétt í þessu að horfa á nokkur lögguvideo þar sem löggan var að elta bílaþjófa og ölvaða ökumenn sem öll enduðu með ósköpum og sum með dauða. Ég vona að strákarnir sleppi við að tjóna sig eða aðra.
mbl.is Strokupiltar á stolnum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Detta mér nú allar dauðar....

Það væri dauðans alvara ef gaurarnir dræpust fyllirísdauða í líkbílnum en þeir eru líklegir til þess. Cool

bullkveðja Bogi


mbl.is Fóru á fyllerí í líkbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll gögn komin?

Það hljóta öll g0gn að vera komin og meira en það fyrst þeir eru hættir við að loka.

vinnunálastofnun hefur haldið lokuðu hjá mér í 1 ár 4 mánuði og 3 daga þó að öll gögn og meira en það hafi verið skilað í apríl 2006.

sjá nánar: Andsvar lögfræðingsins og Þarna kom lausnin fyrir mig 

Það er nokkuð ljóst að það er ekki sama hvort þú heitir Bogi eða Kárahnjúkur.


mbl.is Hætt við að biðja um stöðvun fyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugeldasýning á Álftanesi

Hún var tilkomumikil flugeldasýningin á ljósanóttinni (einum viðskiptavini varð að orði Orkuveitan hvað) séð frá Hliði á Álftanesi Ég og gestirnir stóðum úti á palli í ágætasta veðri og sögðum vá með vissu millibili. það var verulega fyndið að hlusta á drunurnar frá sprengingunum í ca. tvær mínútur eftir að flugeldasýningunni lauk.

kv Bogi


mbl.is Þúsundir fylgdust með flugeldasýningu Ljósanætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar ekki síður eftilit á vinnumálastofnum.

Það er gott mál að að stofnanir sameini krafta sína til að fylgjast með að atvinnurekendur fari eftir lögum og reglum þegar þeir hafa útlendinga í vinnu.

Ég sakna þess að  stofnanir sameini krafta sína til að fylgjast með að stjórnsýslan fari eftir lögum og reglum þegar óskað er eftir atvinnuleifum fyrir útlendinga.

atvinnuleyfisferlið í mínu tilfelli hefur tekið rúmlega 17 mánuði  og hingað til hefur stjórnsýslan ekki talið þörf  á þeim sérhæfða starfsmanni sem mig vantar þó að nýbyggt og sérinnréttað húsnæði mitt stendur ónotað því kunnáttumaður fæst hvorki hérlendis né á ess svæðinu þrátt fyrir eftirgrennslan og auglýsingar. Starfskrafturinn sérhæfi bíður utan ess svæðisinns  en vinnumálastofnum segir að ég geti tekið Íslending erlendis og kennt honum þá tækni og menningu sem til þarf. Þó að það standi í lögunum að ef kunnáttumaður finnst ekki hérlendis eða á ess svæðinu er heimillt að ráða mann utan svæðis.

Ég tek undir orð Félagsmálaráðherra "Það verði ekki annað liðið en að lögum og reglum verði fylgt í hvívetna"

sjá nánar um málið á http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/294571/ og http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/279060/


mbl.is Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband