11.9.2007 | 13:13
Útlendingar eru ekki sama og útlendingar
Það væri mjög fróðlegt að fá að sjá hvað margar kennitölur hafa verið gefnar út til útlendinga utan Evrópu sambandsins frá því í maí 06 og sundurliðað eftir löndum.
Ekki væri minna fróðlegt að vita hvað mörgum atvinnu og dvalarleifum hefur verið neitað vegna fólks utan Evrópu sambandsins ????
kv Bogi
![]() |
Tæplega 15 þúsund útlendingar fengu úthlutað kennitölu á einu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 17:12
Lausnin fundin
Ég var að uppgötva það rétt í þessu að mitt aðal vandamál í samskiptum við vinnumálstofnun er það að ég heiti ekki réttu nafni ég þarf að láta skíra mig upp á nýtt, Kári Hnjúkur, þeir gera allt fyrir Kára Hnjúk
Sjá nánar http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/300929/
Ofanritað er jafn gáfulegt og rök vinnumálastofnunar um að neita mér um hæfan starfskraft svo ég geti gangsett nýa atvinnutækið.
kv Bogi
![]() |
AFL segist munu grípa til aðgerða bregðist Vinnumálastofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 08:11
Við værum í slæmum málum ef...
Við værum í slæmum málum ef allir útlendingarnir sem eru í vinnu hjá okkur, og allt of mörgum er illa við, hyrfu einn daginn.
þá yrði þjóðfélagið hálf lamað, og hvað yrði um sjúka einstaklinga eða aldraða feður okkar og mæður sem við erum orðin allt of góð með okkur til að sinna.
En annars eru útlendingar og útlendingar als ekki það sama, ef útlendingurinn býr utan ess svæðisins þá er hann 2. flokks útlendingur og ekki æskilegur gestur hér.
sjá nánar: http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/300929/
Kv Bogi
![]() |
Útlendingar bjarga málum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 22:19
Hreinsunardeildin þarf að fara með kústinn yfir Vinnumálastofnun
ef það væri til Hreinsunardeild ríkisstofnanna þá þyrfti hún að renna yfir vinnumálastofnun og hreinsa þar út litla smákónga sem eru ekki í sambandi við veruleikan og gera meira ógagn en gagn og þá er ég ekki að einblina á forstjórann.
ég er svo oft búin að blogga um þá efiðleika sem þeir hafa gert mér að ég læt bara link fylgja: http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/300929/
![]() |
Stjórn AFLS boðuð á aukafund vegna ummæla forstjóra Vinnumálastofnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 11:56
Englar eða ekki englar
Ég trúi því að það er ýmislegt til sem augun sjá ekki, ég held að við myndgerum það misjafnlega í huganum og köllum það hinum ýmsu nöfnum svo sem engla, drauga, svipi, anda, leiðbeinendur, vermdara, guði og svo framvegis.
En ég er ekki til í að kvitta uppá að þeir eru allir með fiðraða vængi og í hvítum kirtli.
Fyrir mér er þetta einhverskonar orka, í líkingu við okkar lífsorku (sálina), sem hefur ekki yfir að ráða þeim dýrslega líkama sem við búum í.
Eflaust er þetta tóm vitleysa í mér en þessu trúi ég meðan ég veit ekki betur.
kv Bogi
![]() |
Fjórði hver Dani trúir á engla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 22:23
Er ég að breytast í Jónínu Ben
Ég var að velt því fyrir mér hvort að ég væri að breytast í Jónínu Ben það vita flestir hvaða hug hún ber til Baugs veldisins og sennilega ekki að ástæðulausu.
Ég er aftur á móti orðinn svo illa pirraður á vinnumálastofnun að ég hef notað hvert tækifæri til að minna á hvað þeir eru að gera mér erfitt fyrir.
Það virðast vera einhver fíla-gen í bæði mér og Jónínu sem gerir okkur ómögulegt að gleyma ef einhver hefur gert illilega á okkar hlut
kv Bogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 18:54
Það er Vinnumálastofnun sem er óþolandi !!!!
Það er óþolandi þegar stofnun sem á að bera hag vinnumála sér fyrir brjósti veldur því að í rúmt ár hefur ekki verið hægt að hefja rekstur í nýjum hluta fyrirtækis míns, austurlenskri heilsurækt, þar sem ekki hefur fundist sá sérfræðingur sem til þarf hérlendis né á ess svæðinu þrátt fyrir tæplega tveggja ára leit.
það er löngu búið að skila inn öllum þeim vottorðum og pappírum sem þeir hafa geta látið sér detta í hug þar á meðal sakavottorði, heilbrigðisvottorði, ráðningasamning samþykktan af stéttafélagi, sérstaka starfsmannatryggingu útlendings, sem ég er enn að borga af, og fleira og fleira.
þeim varð það á að neita sambærilegum starfsmanni, með sömu próf og reynslu, við aðra heilsurækt hér í bæ og það er svo svo slæm stjórnsýsla að viðurkenna á sig mistök. því er verið með alskyns sparðatíning til að klóra yfir skömmina
Þeir benda mér meðal annars á að fara með Íslending til austurlanda og kenna honum þessa tækni, reynslu og menningu. þess háttar dónaskapur er óþolandi.
Einnig er það hið ótrúlega ábyrgðaleysi að vera skítsama (fyrirgefið orðbragðið) yfir því fjárhagslega tjóni sem þeir valda þegar einyrki sem er búin að setja tugir miljóna í nýtt atvinnutæki og uppfylla alla þær kröfur sem löggjafinn ætlast til af honum til rekstursins fær ekki að ráða þann starfsmann sem til þarf svo hægt er að koma rekstrinum í gang og borga lánadrottnum sitt.
sjá nánar : http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/294571/ og http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/279060/
![]() |
Gagnrýni á Vinnumálastofnun óþolandi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2007 | 10:49
Gallinn við Búddamunka
Gallinn við Búddamunka, nunnur, presta, klerka og aðra trúaleiðtoga er að þeir eru mannlegir. En ég hefði haldið að þau gerðu sér betur grein fyrir grimmum eðlislægum tilfinningum rándýrsins, sem við erum (til dæmis þá erum við en með vígtennur en köllum þær augntennur) og haldið þeim niðri.
Við erum eitt grimmasta rándýr jarðarinnar, við drepum okkur ekki einungis til matar heldur einnig til gamans og meira að segja okkar eigin tegund ef okkur líkar ekki við hana eða jafnvel bara til að prófa að drepa
![]() |
Búddamunkar taka öryggissveitarmenn í gíslingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 10:24
My pott
Skemmtilegar nýungar, en ég held nú samt áfram að sjóða súpuna í "my pott"
![]() |
Apple kynnir endurhannaðan iPod |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2007 | 23:12
Kalt heitt vatn
Ég hef verið að reyna að fá orkuveituna til að laga hjá mér vatnshitan sem er frekar lár fer alveg niður í 30° á sumrin.
ég er að borga rúm 19 þúsund á mánuði fyrir tvö hús annað 64fermetra og hitt 100 fermetra
Til þess að fá hitaveituna í gamla húsið sem var þá 75 fermetrar þurfti ég að skrifa upp á yfirlýsingu um að ég gerði ekki athugasemd við að varnið vari kaldara en gengur og gerist enda var mér sagt að um leið og annað hús bættist við lögnina mundi þetta lagast, ég hef þegjandi og hljóðalaust borgað reikninginn síðustu 8 ár en í fyrra byggði ég annað hús á lóðinni og við það hækkaði vatnsreikningurinn um helming :o( ég hafði samband við orkuveituna og bað þá að athuga málið sem þeir gerðu en komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að gera neitt í málinu
þar féll orkuveitan um nokkur sæti á vinsældarlistanum hjá mér.
þekkir einhver svipuð dæmi.
kv Bogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)