20.4.2010 | 10:00
Pabbi teiknaði nokkur hundruð örsmáar sjávarlífverur
Það er magnað hvað mikið er til af lífverum sem við gerum okkur ekki grein fyrir.
Pabbi (sem andaðist síðasta haust) hafði það fyrir stafni síðustu árin að safna og teikna upp, í gegn um smásjá, örsmáar sjáfarlífverur frá 0,3mm til 3mm, sem hann hafði fundið aðallega við Flatey á Breiðarfyrði, í Fossvogi og í fjörunni við Hlið á Álftanesi.
þetta eru ornar nokkur hundruð myndir sem hann teiknaði af dyrum bæði þekktum og öðrum sem ekki er vitað til að fundist hafa áður. Stórmerkilegt safn af hinum ótrúlegustu skepnum
Ég er með nokkra tugi mynda hans til sýnis á veitingastað mínum Gullnahliðinu að Hliði Álftanesi, þar sem þær hafa vakið undrun og ánægju gesta
Huliðsheimur afhjúpaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2010 | 15:27
Að fá að vera út úr kú
Sem betur fer var foræðishyggjan og mennta ofsatrúarhóparnir ekki farnir að vaða uppi af jafn miklu offorsi og nú, þegar Samúel í Selárdal var og hét, því þá hefðum við ekki fengið að njóta verka hans þar sem þau hafa illa rúmast innan hinna ýmsu reglugerða.
Hrafn, fer ekki að koma tími á það að fólk eins og ég þú og margir aðrir sem sem eiga erfitt með að fara troðnar slóðir förum að fara þess á leið við yfirvöld að fá úthlutað jörð eða landsvæði fyrir fríríki þar sem frjáls aðferð er í hávegum höfð og einstaklingurinn fær að njóta sín burtséð frá prófgráðum og hvernig hann fellur a'ð "norminu"
Dæla úr tjörnum við heimili Hrafns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 14:46
Tillitsemi Andskotans
Nú hefur pr fulltrúi alvaldsins í því neðra ákveði að skrúfa niður í gosinu, til að draga ekki að neinu leiti athyglina frá skýrslunni og frækilegum framgangi gerendum í henni, sem er náttúrulega hans menn og tilvonandi sambýlingar
Er gosinu að ljúka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2010 | 08:38
Þeim svíður sem undir mígur
Þeim svíður sem undir mígur, sú stjórn sem nú er við völd í Thailandi komst að völum eimmitt með svona ofbeldi, lokuðu meðal annars alþjóðaflugvellinum í Bangkok og sköðuðu og hótuðu að stórskaða aðal atvinnuveg landsins ferðaþjónustu. en ekki voru þeir hryðjuverkamenn þá að sínu mati.
þetta brambolt í Thailandi líkist mjög þessu brambolti hér á Íslandi nema Thailendingar virðast vera aðeins á undan okkur, aðalmunurinn er mannfjöldin sem tekur þátt í mótmælunum, 300.000 manns og 60.000.000 manns
Segir hryðjuverkamenn hafa stuðlað að óeirðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2010 | 12:09
Supernatural Iceland, Mystic and Magic
I'm going to go with people in an unusual and personal touring in Iceland. where they can get to know the secrets of the land and its people
I was creating my facebook page about it. see here
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minnir mig á einhverja, nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Álftanes
og Ungverska laugin er ekki einu sinni með öldulaug, hvað þá landsinns hæðstu rennibraut
Gjaldþrota ungverskur bær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2010 | 18:16
Illmögulegt að breyta mannsins eðli
Það er spurningin hvort ekki er lag að að venda sínu kvæði hressilega í kross og breyta húsakosti mínum og rekstri hér að Hliði Álftanesi í ( www.1960.is )spilavíti og vændishús? Það er nú skylda manns að reyna með öllum ráðum að lámarka tjón lánadrottna og þetta gæti verið leið til að bjarga þeim málum og ekki væri nú verra að geta bjargað sveitafélaginu sínu í leiðinni þar sem ofur gjöld og skattar ættu að vera af þessari þjónustu. Nú er að setjast niður og skrifa bréf til landlæknis og þeirra ráðherra sem málið varða til að finna út hvaða verklag væri farsælast í þessari starfsemi.
Bauð samfanga vinnu við vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2010 | 21:33
Boga-rúllur 25 ára
Ég rakst á gamla grein úr Mogganum þar sem segir frá þegar ég opnaði Boga-rúllur fyrst 30 ágúst í Keflavík sjá hér
Þessi mynd er tekin á lækjatorgi í kring um 1988
15.3.2010 | 09:12
Úps ekki nýja einbýlishúsið mitt líka
Mér var hugsað til þess að vonandi er nýja einbýlishúsið mitt ekki á leið í friðun þegar ég sá þessa grein.
það er nóg að ég er friðaður, að því ég held, ég var nefnilega á gangi úti á túni hér að Hiði þegar tanginn var friðaður um árið og þar að leiðandi er ég væntanlega friðaður líka
Unnið að skráningu torfbæja á heimsminjaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 12:01
Ég samhryggist
Það er ekki auðveld ákvörðun að hætta rekstri sem búið er að byggja upp af metnaði, það er enn erfiðara að breyta metnaðarfullum rekstri á þann veg að vanda ekki til verks ein vel og manni finnst ásættanlegt, einungis til þess að reyna að bjarga afkomunni.
Í lok síðasta vors þegar ég fór að verða alvarlega var við afleiðingar kreppunnar, fyrst hætti pöntunarsíminn að hringja síðan lifnaði aðeins yfir honum aftur um tíma en þá var það mest afpantanir, þá tók ég þá ákvörðun að ég yrði að reyna líka að gera minna fyrir fleiri í stað þess sem áður var að gera mikið fyrir fáa.
ég breytti veitingarstaðnum í einskonar þjóðlegt "kaffihús" fyrir gesti og gangandi þar sem boðið var upp á flatkökur með hangikjöti, pönnukökur, kleinur, vöfflur með rabbarbarasultu og rjóma einnig íslenska kjötsúpu, einnig te, brúsakaffi og kakó með rjóma, einnig fékk ég mér vínveitingaleyfi. en samt sem áður bauð ég enn upp á gömlu útfærsluna af vönduðu thailensku einkasamkvæmunum en þá var húsið lokað fyrir öðrum gestum og ég lokaði fyrir mínar vínveitingar þannig að gestir gátu eins og áður komið með sína drykki. það var opið alla daga vikunnar frá 11-23 við reyndum þetta í fimm mánuði og við hjónin sáru þarna 15 tíma á sólahring sjó daga vikunnar.
fljótlega gáfumst við upp á því að bjóða upp á kjötsúpuna þar sem hún þurfti að vera elduð og tilbúin fyrir opnun og ef engin pantaði hana þá fór hún í ruslið eða hænurnar, hænurnar voru nú reyndar farnar að hlaupa skrækjandi í burtu þegar ég birtist með pottinn þær voru búnar að fá sig fullsaddar af henni.
í stað kjötsúpunnar buðum við upp á séreldaða thailenska rétti, það lifnaði aðeins yfir við það, en ekkert að viti þannig að um áramótin styttum við opnunartímann niður í laugardaga og sunnudaga svo við hjónin fengum ekki legusár á óæðri endann á því að sitja og bíða eftir viðskiptavinum
Í dag er staðan æði vonlaus viðskiptin fjórðungur á við það sem áður var, skuldirnar helmingi hærri en áður var og markaðsverð eignanna fjórðungur af því sem áður var. þannig að að öllu óbreyttu sé ég ekki fram á annað en gjaldþrot, en það er þó huggun harmi gegn að búa í gjaldþrota sveitafélagi í gjaldþrota landi.
Það er þessi óvissa og andhverfa við frasann "ekki gera ekki neitt" sem hvílir eins og mara yfir þjóðfélaginu. Ég átti von á því að bankinn myndi ganga að eignunum í lok síðasta árs og þá vissi maður hvar maður stæði. það er engin hvati til staðar við að reyna að rífa viðskiptin upp þegar umhverfið er svona því það tekur einhverja mánuði að koma einhverju lífi í hlutina, sérstaklega þegar engir peningar eru til í auglýsingar, og ég veit ekki hvort ég verð á svæðinu eftir nokkra mánuði, það er í höndum Íslandsbanka
En þrátt fyrir þetta svartsýnis raus hér að ofan þá er kreppan ekki alslæm, því það var komin allt of mikill hraði í þjóðfélagið við áttum erfitt með að njóta augnabliksins því við vorum alltaf að flýta okkur, við hugsum öðruvísi erum orðin frjórri í hugsun og njótum betur þess sem við eigum. það eru fjöldi skemmtilegra verkefna framundan sem mig langar að takast á við, þegar ég næ fótfestu eftir þá óvissu sem ég er í núna.
Ég er þess fullviss að framtíðin hjá okkur verði mun fallegri en hún hefur verið, þegar þessum erfiðu fæðingarhríðum líkur.
Með gamalli hippa kveðju PEACE
Búið að loka Friðriki V. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |