3.3.2010 | 18:30
Þeir á undan mér
Ógeðslega fannst mér það fyndið þegar ég sá þessa frétt.
það er sagt að hugsanir eru úr svo grófu efni að það er næstum hægt að snerta þær og að það er fullt af hugsunum á sveimi í kring um okkur það er bara að teygja sig í þær. kannski að þeir hafi teykt sig í mína eða náð í þá sömu og þeir ????
síðasta vor var ég komin á fremsta hlunn með að gera það sama, ég var orðin langþreyttur á því að bærinn léti hefla vegin til mín og var hann orðin illfær, þá datt mér í hug að auglýsa holurnar til sölu á ebay, það væri bæði hægt að kaupa holuna og ég myndi merkja hana eiganda og halda henni við sem holu einnig gæti ég sent honum holuna en þá yrði að greiða aukalega fyrir pökkun og sendingarkostnað. ég var búin að taka mynd af aðal holunni og var að bíða eftir kunningja mínum sem er vel skrifandi á ensku, þegar hefillinn birtist :o) :o(
Holur til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 09:21
Það sem engin sér verður oft útundan
Þegar ég var með Vog loftræstiþjónustu, fyrir nokkrum árum sem sérhæfði sig í hreinsun og viðhaldi loftræsikerfa, þá sá maður margt æði skrautlegt hvort heldur marg miljón króna loftræsikerfi sem aldrei höfðu verið rafmagnstengd og þar að leiðandi óvirk eða þá loftstokka sem voru stíflaðir vegna þess að búið var að troða í þá þýfi, kventösku eða sígarettukartonum, til að fela það.
einnig kom það ótrúlega oft fyrir að bæði svokallaðir lokumótorar höfðu bilað í lögnum langt frá blásaraklefunum og höfðu verið bilaðir í nokkur ár, þar að leiðandi hluti kerfisins óvirkur og kerfið úr jafnvægi og virkar ekki rétt, og að blásarar snérust í öfuga átt. miðflóttaaflsblásarar, sem eru lang algengastir í loftræsikerfum blása í rétta átt þó að þér snúist öfugt en afköstin eru einungis brot að því sem á að vera.
séu innblásturskerfi af vandaðri gerð og vel viðhaldið með góðum síum haldast þau hrein og vandræðalaus í áratugi en óhreinindi geta stundum safnast ótrúlega mikið í sum útsogskerfi, hvort sem eru venjuleg útsog eða eldunarútsog og það þarf að hreinsa sum þeirra reglulega vegna þess að þegar veggirnir í stokkunum verða loðnir þá eykst mótstaðan í kerfinu, einnig getur myndast eldhætta.
Lítið eftirlit með því hvort loftræstikerfin virka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010 | 22:37
Til hamingju með nýjustu meðlimi fjölskyldurnar
ég er búin að vera með landnámshænur og hana hér á Álftanesi í nokkurn tíma fyrst í gamla Kínarúlluvagninum mínum en þar komst minkur í hænsnakofan og drap öll hænsnin á einni nóttu en ég náði djöfsa von hann gerir það þessi ekki aftur
Nú er ég búin að fá mér annan hóp og nýjan hænsnakofa torfkofa í stíl við burstabæinn það er mjög gaman af þessum dýrum og mjög misjöfn í eðli sínu til dæmis er ég með tvo hana annar heitir sperrileggur og er sannkallaður monthani mjög fallegur og ráðríkur lætur mann helst aldrei snerta sig hinn er ekki eins fallegur en alveg svakalega gæfur kemur alltaf hlaupandi til manns og nuddar sér upp við lappirnar á manni eins og köttur og ef að ég klappa á öxlina á mér þá stekkur hann upp á öxlina eins og páfagaukur
hænsnin ganga laus og fara út alla daga og eru alltaf kroppandi eitthvað ég hef tvisvar séð þær taka hagamýs drepa þær og éta sannkallaðar víkinga landnámshænur
Bankapóstboxin nýtast hænunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2010 | 17:33
Einn takk fyrir ríkisstjórnina
Töfralæknar leyfðir á HM í fótbolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 11:28
Vatn í vín
Var það ekki þessi gæi sem breytti vatni í vín, hann hefur þá eflaust getað breytt vatni í bjór þegar honum langaði meira í bjór en vín
Mynd af Jesús með bjór vekur reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2010 | 00:06
Síðustu fjögur ár í fjötrum
Greiðsluþrot míns sveitafélags var enn eitt "skemmtiatriðið" sem hefur dunið á hjá mér síðustu ár.
Það gladdi mig ekki mikið þegar Álftaneslistinn komst hér til valda fyrir tæpum fjórum árum, með tveggja eða þriggja atkvæða mun, þar sem þeir höfðu barist á móti búsetu minni og uppbyggingu hér að Hliði, og það myndi kosta það að næstu ár yrði ég að láta eins lítið fyrir mér fara og möguleiki væri. Og eins og allir vita þá fer illa saman ferðaþjónusta og að láta lítið fyrir sér fara!
Ekki varð gleðin meiri þegar mér var neitað um atvinnuleyfi fyrir kunnáttumanneskju sem mér var nauðsynleg til að geta opnað sérhannað og nýbyggt Thailenska spaið. en spaið stóð tilbúið til reksturs í tvö ár meðan ég var að reyna að fá leyfið eða finna manneskju. en það var nú um síðustu mánaðarmót eftir tæp fjögur ár og fimm félagsmálaráðherra að það var viðurkennt að félagsmálaráðuneytið braut á mér lög með neitun atvinnuleyfisins (sjá álit umboðsmanns alþingis: http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1310&Skoda=Mal )
Ekki bætti úr skák þegar bankarnir hrundu og lánin vegna framkvæmdanna hækkuðu stjarnfræðilega og illmögulegt var að standa í skilum þar til síðasta sumar þegar viðskiptin tóku að dala og svo gott sem hurfu, þá hvarf greiðslugetan.
ekki var möguleiki á því að sveitafélagið gæti yfirtekið húsakostinn því það var líka komið í greiðsluþrot
og eins og hjá allt of mörgum þá er engin lausn hjá bankanum og hann virðist ekki vita hvað hann vill gera :o( á meðan byrjar allt að grotna niður þar sem ekki er hægt að gera plön um að ná í ferðamenn eða aðra þegar ég veit ekki hvort eða hversu lengi ég fæ að vera hér ARRRRRG.
en eftir fjögra ára stanslausa baráttu og argaþras við ráðamenn og konur, skal nú viðurkennast að það er farin að koma þreyta og uppgjöf í kallinn og hann er farinn að hugsa æ oftar eins og forfeður okkar um áramót: koma það sem koma vil, veri það sem vera vil, mér og mínum vonandi að meinalausu.
En ég hef alltaf sagt að það sem maður gerir verður maður að gera vel, þannig að ef ég verð gjaldþrota þá er ekki verra að búa í gjaldþrota sveitafélagi í gjaldþrota landi
Jæja þá er ég búin að ryðja út úr mér uppsöfnuðum neikvæðis lestri og verð væntanlega miklu brattari á eftir :o)
Íbúar Álftaness búnir að fá nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2010 | 18:04
Eigi græt ég Hrannar
Eigi græt ég Hrannar, kom upp í huga minn við þessa frétt en hann var meðal annars stjórnarformaður Vinnumálastofnunar og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra meðan á atvinnuleyfis þrautargöngu minni stóð
en það tók tæp fjögur ár og 5 félagsmálaráðherra að fá niðurstöðu í málið og niðurstaðan var
að það voru BROTIN LÖG á mér við neitunina sjá álit umboðsmanns Alþingis hér: http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1310&Skoda=Mal
einnig er hér fyrstu mánuðir ferlisins á mannamáli á gömlu bloggi hjá mér: http://www.bogi.blog.is/blog/bogi/entry/368322/
Nú stend ég frami fyrir því hvort ég eigi að fara í skaðabótamál vegna þess að ég varð að láta nýtt sérhannað og byggt atvinnutæki standa ónotað í tvö ár vegna lögbrots ráðuneytis?
annars myndi ég láta það nægja ef, félagsmálaráðherrarnir fimm sem sátu meðan málið var í ferli og forstjóri Vinnumálastofnunar, myndu biðja mig opinberlega afsökunar. En þeir eru nú væntanlega of góðir með sig til þess.
Skipað í innflytjendaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2010 | 17:07
Bæta eða eyðileggja líf hans?
Það er skelfilegt til að hugsa að það vegur þyngra á vogarskálinni, hvort þú hefur klókan lögmann en sannleikur og réttlæti. sérstaklega er það sorglegt þegar verið er að spila með lífsgæði fólks hvort það eigi að bæta þau eða eyðileggja.
ef til að mynda lögmaður þinn er illa fyrir kallaður, leiður, slappur eða pirraður út af því að maki hans hefur verið honum eitthvað erfiður, þá gæti það kostað þig verulega skert lífsgæði í einhver ár.
Hæstaréttar að breyta dómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2009 | 20:24
Nutt aðeins of seinn
Próferssor Nutt er aðeins og seinn fyrir mig, hefði hann verið búin að græja töfluna þá hefði ég væntanlega losnað við mörg ævintýrin, bæði góð og slæm.
en satt að segja þá er ég ekki viss um að ég hefði vilja missa af þessu (nema þeim gjörningi sem myndin er af) þar sem maður slapp nokkuð heill frá þessum árum 1972-1984.
Að þurfa að ganga í gegn um meðferðarlífsreynslu og þurfa að taka upp annan lífsstíl var mér ómetanleg reynsla, ekki ólíkt því að fá loksins leiðbeiningabæklinginn með sjálfum sér.
ég líki þessu oft við það þegar ég eignaðist fyrst þvottavél, ef að ég setti bara það sem var óhreint í vélina og stillti á eitthvað þá væri útkoman æði skrautleg,mislit og hlaupin, en stundum í góðu lagi og þá væntanlega segði ég við mig þegar fötin kæmu í rúst út úr vélinni að þetta hefði bara verið bölvuð óheppni og ég myndi passa mig betur næst.
En ef ég léti mig hafa það að lesa og fara eftir bæklingnum þá væri þvotturinn vandræðalaus.
Áfengislíki án timburmanna í þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2009 | 22:34
Miður falleg úrklippa af einu af "afrekum" míns og fyrrum félaga Bakkus
Miður falleg úrklippa, úr Vísir, af einu af "afrekum" míns og fyrrum félaga Bakkus
Ég man nú frekar lítið eftir þessu ferðalagi sem endaði frekar illa hjá mér, en hefði getað endað miklu verr, það vantaði aðeins tvær húslengdir að ég kæmist heim, eftir ævintýri næturinnar sem voru í meiralagi skrautleg.
Ég á enn í vanda með að skilja hvað það var sem hélt verndarhendi yfir mér á þessum áru og að maður skuli hafa sloppið lítt skaddaður frá öllum þessum bandbrjáluðu uppátækjum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)