Gullna hliðið komið í gang aftur eftir sumarfrí

Jæja þá eru hlutirnir að komast aftur í gang eftir sumarfrí við byrjuðum aftur að taka á móti gestum í gær eftir sumarfrí ég ætla að reyna að nota tíman meðan ég sit yfir gestunum til að blogga ef að ég missi ekki bloggáhuga.

þegar ég setti upp þessa síðu fyrir stuttu þá var ég að hugsa um að setja á hana gamlar rugl og bull frægðarsögur frá þeim tíma þegar Bakkus og frændur hans voru dyggir samferðamenn mínir og aðstoðuðu mig við hinar ótrúlegustu upptæki og vitleysur sem á köflum eru tæplega birtingahæf.

ég ætla að bíða eitthvað lengur með það því ég er þvílíkur tréhestur að skrifa vegna les og skrifblindu að það tekur allt of langan tíma en mér sýnist þó að eftir því sem ég bögglast meira við að blogga þá virðist ég liðkast aðeins svo það getur verið að bráðum fer ég að verða sæmilega skrifandi og þá fáið þið að heyra eitthvað af bullinu Halo

 kv Bogi


Það má hann Bakkus konungur eiga að hann..

Það má hann Bakkus konungur eiga að hann fer ekki í manngreinaálit fyrir honum eru allir jafnir og hann tilbúin að gera alla að athlægi það eina sem menn þurfa að gera er að gefa færi á sér.

kv Bogi


mbl.is Britney sögð borga fólki fyrir að vera vinir sínir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég lít upp til fólks sem er sjálfum sér samkvæmt þó....

Ég lít upp til fólks sem er sjálfum sér samkvæmt þó aðrir telji það vitlaust eða ruglað.

fólk sem þorir að fara út af hinum beina og breiða meðalveg og fylgja sinni samfæringu gerir lífið litríkara og hjálpar okkur hinum að sjá lífið frá öðru sjónarhorni.

kv Bogi


mbl.is Fyrsti skóladagurinn í „englaskóla“ Mörtu Lovísu prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband