23.8.2007 | 17:45
Lokað hjá mér í 1 ár 3 mánuði og 23 daga
enn hef ég ekki getað opnað spahúsið. Ég hef verið í sambandi við Hrannar B Eggertsson sem er aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og nýlega orðin formaður innflytjendaráðs til að forvitnast hvernig staðan er með stjórnsýslukæru mína vegna neitunar á atvinnuleyfi fyrir thai nuddara og spa sérfræðing. Kæran hefur nú verið í kerfinu í rúmlega ár og og allt atvinnuleyfisferlið búið að standa frá því í apríl 2006.
Hann var ekki bjartsýnn fyrir mína hönd "þar sem mál sem þessi eru í afar föstum skorðum í ráðaneytinu" hvað sem það þýðir.
ég fór þess á leit við hann að ég fengi úrskurðarnefndina í heimsókn svo þau sæju með berum augum um hvað málið snýst en ekki einungis á pappír.
Svo er að sjá hvað skeður því ég vil ekki trúa því að ekki verði farið eftir því sem stendur í lögunum um skuldbindingar okkar við ESS að ef ekki finnst starfsmaður með þá kunnáttu sem til þarf á Íslandi eða ESS svæðinu er heimilt að ráða starfsman utan svæðis. ég er búin að leita bæði með auglýsingum og fyrirspurnum bæði hér heima og á ESS svæðinu í meira en ár án árangurs og tel ég það fullreynt.
vinnumálastofnun telur ekki þörf á starfsmanninum og bendir mér á að fara með Íslending til tælands og kenna honum nuddið ( þau orð dæma sig sjálf )
ég myndi líkja því við að ræki ég fyrirtæki sem byggi væri á að kynna þjóðlega arfleið okkar og væri með Thailending sem léki Gunnar á Hlíðarenda eða Jólasveina svarta á hörund ekki þætti mér ólíklegt að einhverjir risu upp á aftur fæturnar og fyndist þetta hin versta móðgun við land og þjóð.
kv Bogi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 08:50
Djöv#%" ég sem hélt að ég fengi frið fyrir...
Þessi rannsókn veldur mér vonbrigðum, ég sem var að vonast til þess að uppúr 60 ára aldri myndi kynlífslöngunin fjara út og það hefði engin áhrif á mig lengur þegar ungar konur, sem eru búnar að leggja ómældan tíma í að setja upp veiðarfærin í formi efnislítilla eða aðskorinna klæða, sem draga athyglina að þeim líkamshlutum sem við karlmennirnir eru hvað veikastir fyrir, og með málningu og öðrum hjálparefnum gera þær sig enn meira tælandi en þær eru í raun og veru.
þessar drottningar birtist manni að oftast að óvöru hvort sem það er úti að labba, í verslunarmiðstöðum, sjónvarpi eða blöðum. Ef þær gerðu sér grein fyrir hvaða óhemjusterku langanir þær vektu upp hjá flestum okkar þá myndu þær væntanlega segja við okkur, komdu nú hérna greyið mitt og kláraðu dæmið.
En að öllu gríni slepptu, konur haldið áfram að vera fallegar fyrir okkur því það er eitthvað það yndislegasta sem ég get augum litið er vel til höfð kona sem er í sátt við sjálfa sig, og þá skiptir aldur, hæð eða þyngd engu máli.
kv Bogi
![]() |
Kynlífslöngun spyr ekki um aldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)