Það verður að þekkja mann sem þekkir mann

Það hefur lítið breyst, nema kannski til verri vega, þau 20 ár sem ég hef verið kvæntur konu frá Asíu (það er að segja kvæntur manneskju sem er í þeim flokki fólks sem er óæskilegir gestir á Íslandi)

þegar ég fyrst sótti um vegabréfs áritum fyrir konuna, í kring um 1989, var ég tekin á eintal og látin lofa því að verða ekki ástfangin af henni, til að fá áritun, ég gat lofað því með góðu móti því ég gat ekki orðið ástfangnari af henni en ég þegar var.

í gegn um tíðina hefur verið nauðsinnlegir að þekkja einhver, eða þekkja einhver sem þekkir einhvern (hinar Íslensku mútur)  innanbúðar eða einhver "meiri mann" til þess að afgreiðsla þessara mála verði með mannsæmandi og eðlilegu móti.

Ég lenti í miklum vandræðum, og er enn í, vegna þess að ég fékk ekki að ráða sérfræðing frá Asíu til að koma Thailenska spainu á stað , en það stóð tilbúið til notkunar í um tvö ár (sjá nánar) það mál er nú eftir rúmt tveggja ára ferli hjá umboðsmanni alþingis.


mbl.is Þarf ekki að fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Bogi...landnámshænsn í síðasta Séð&Heyrt... Gaggalagú

Brynja Hjaltadóttir, 10.9.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Já og ertu ekki örugglega með leyfi til að hafa börnin þín á Íslandi...þrátt fyrir að þau...eða það (veit ekki hvað þú átt mörg)hafi örugglega fæðst hér á landi. Betra að vera viss í þessu stundum furðulega landi...urr..

Brynja Hjaltadóttir, 10.9.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Bogi Jónsson

Hæ Brynja

nú verð ég að fjárfesta í séð og heyrt (þó að ég sé ekki í því sjálfur  ).

ég fékk aðeins hland fyrir hjartað þegar éwg las seinni færsluna og fór að hugsa hvort sonur okkar væri kannski með sama ríkisfang og konan var með þegar hann fæddist (þegn frá óæskilega ríkinu Thailandi) og ætti von á því einn dag að bankað væri uppá og drengurinn tekin nauðugur og sendur til thailands, en svo mundi ég það að hann er með íslenskt vegabréf eins og konan og fóstursynirnir.

Þannig í dag er ég ekki giftur Thailenskri konu heldur Íslenskri.

'Islenskt já takk.

Bogi Jónsson, 11.9.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband