20.9.2009 | 21:28
Tveir gamlir vinir kvaddir í dag
Á síðasta sólahring seldi ég tvo gamla öðlinga.
8 manna Cadillac fleedwood limo 1958 sem ég keypti fyrir nokkrum árum
og Ford AA 1.5 tonn árgerð 1931 var líka seldur
kreppa kelling neyðir mann til að losa sig við allan "óþarfa" til að haldast á floti og bíta á jaxlinn og bretta upp ermar.
Athugasemdir
Kreppan kom líka í veg fyrir að ég keypti Fordinn af þér. Annars vonast ég bara til þess að þessum vögnum farnist vel hjá nýjum eigendum og óska þér til hamingju með söluna með von um að tímarnir lagist svo þú getir aftur eignast svona gæðinga.
Offari, 20.9.2009 kl. 22:07
takk fyrir offari
ja það er deginum ljósara að það koma mjög góðir tímar á eftir þessar hamfarir, nú er bara að taka á æðruleysinu.
Bogi Jónsson, 20.9.2009 kl. 22:37
Rosalega hefði ég verið til í Caddann...en það er kreppa á norðurnesinu eins og á Hliði
Ragnheiður , 21.9.2009 kl. 00:21
Já hún kreppa kerlin nagar og nagar, það er bara spurningin hvenær ég sé á eftir kotinu
Bogi Jónsson, 21.9.2009 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.