16.8.2007 | 22:58
Gullna hliðið komið í gang aftur eftir sumarfrí
Jæja þá eru hlutirnir að komast aftur í gang eftir sumarfrí við byrjuðum aftur að taka á móti gestum í gær eftir sumarfrí ég ætla að reyna að nota tíman meðan ég sit yfir gestunum til að blogga ef að ég missi ekki bloggáhuga.
þegar ég setti upp þessa síðu fyrir stuttu þá var ég að hugsa um að setja á hana gamlar rugl og bull frægðarsögur frá þeim tíma þegar Bakkus og frændur hans voru dyggir samferðamenn mínir og aðstoðuðu mig við hinar ótrúlegustu upptæki og vitleysur sem á köflum eru tæplega birtingahæf.
ég ætla að bíða eitthvað lengur með það því ég er þvílíkur tréhestur að skrifa vegna les og skrifblindu að það tekur allt of langan tíma en mér sýnist þó að eftir því sem ég bögglast meira við að blogga þá virðist ég liðkast aðeins svo það getur verið að bráðum fer ég að verða sæmilega skrifandi og þá fáið þið að heyra eitthvað af bullinu
kv Bogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2007 | 22:31
Það má hann Bakkus konungur eiga að hann..
Það má hann Bakkus konungur eiga að hann fer ekki í manngreinaálit fyrir honum eru allir jafnir og hann tilbúin að gera alla að athlægi það eina sem menn þurfa að gera er að gefa færi á sér.
kv Bogi
![]() |
Britney sögð borga fólki fyrir að vera vinir sínir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 22:23
Ég lít upp til fólks sem er sjálfum sér samkvæmt þó....
Ég lít upp til fólks sem er sjálfum sér samkvæmt þó aðrir telji það vitlaust eða ruglað.
fólk sem þorir að fara út af hinum beina og breiða meðalveg og fylgja sinni samfæringu gerir lífið litríkara og hjálpar okkur hinum að sjá lífið frá öðru sjónarhorni.
kv Bogi
![]() |
Fyrsti skóladagurinn í englaskóla Mörtu Lovísu prinsessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2007 | 20:32
Þetta fer að verða eins og í gamla Sovét
Það er kaldhæninslegt að Bandaríska þjóðfélagið virðist stefna hraðbyri að sömu óttastjórnuninni sem einkendi gamla Sovét hér áður, og Bandaríkin voru duglegust að gagnrína, allir að njósna um alla.
kv Bogi
![]() |
Segja hættuna á hryðjuverkum heimamanna fara vaxandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 15:49
Lok Lok og Læs
Þar kom að því að ég fékk einhver viðbrögð við væli mínu um að fá ekki atvinnuleyfi fyrir Thai nuddara og þurfa að láta fullbúið spa hús standa ónotað í rúmt ár. "sjá mörg eldri blogg frá mér um málið"
Dv birti grein um málið í dag
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 11:38
Rottur í ruslfæði eitthvað alveg nýtt !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 11:31
Verður það þú og þínir næst
Það virðist vera eðlislæg þörf hjá stórum hluta mannkynsins að finna sér einhvern hóp eða stétt fólks til að gera að blórabögglum og tæma úr skálum reiði sinnar yfir, væntanlega til þess að fresta því að líta sér nær og upp uppgötva galla og vangetu sín sjálfs.
kv Bogi
![]() |
Fyrst voru það asískir innflytjendur nú múslimar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 19:03
Mjög gott mál EN
Ég fagna skýrri og bættri stefnu í innflytjendamálum
En ég óttast að orðið innflytjandi fari að einskorðast um ríkisborgara ESS því það virðist vera orðið illmögulegt eða ómögulegt fyrir aðra en ess íbúa að gerast innflytjendur hér, sumum þjóðum er meira að segja illmögulegt að koma hingað sem almenir ferðamenn :o(
kv Bogi
![]() |
Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 19:49
Hinsegin á hinsegin dögum
Það kom að því að það gerðistsem ég hélt að mundi aldrei gerast að ég tæki þátt í gay pride göngu, ég hélt frekar að ég myndi aldrei láta sjá mig í nágrenni slíkrar göngu ég sem er einhver sá gagnkynhneiðasti sem ég þekki. Ég ætti að vita það af fenginni reynslu að maður á aldrei að segja aldrei því allt er hverfullt í þessum heimi.
Ein vinkona mín Sigríður Klingenberg um að fá mig og gamla Ford vörubílinn minn lánaðan í gönguna hún og nokkrar aðrar streit vinkonur hennar vildu sína málinu stuðning, taka þátt í gleðini og hafa gaman.
ég sagði já án þess að hugsa mig um að vanda síðan fór ég að hugsa, hvaða bull er ég núna búin að koma mér í, síðan fór ég að spekulera betur í dæminu og sá að það er rétt að styðja við þá sem vilja vera eins og þeir eru hvort sem það er kynferði eða bara skrítnir eins og ég.
ég geri ráð fyrir að stærsti hluti þeirra sem voru með atriði í göngunni eru samkynhneigð en ég er það ekki því var ég hinsegin á hinsegin dögum.
Annars leið mér skelfilega í göngunni gamli Fordin var farinn að ofhitna og ég beið bara eftir að gufustrókurinn stæði upp úr honum, olían á honum var orðin svo heit og þar af leiðandi þunn að hann var nánast búin að missa allan olíuþrýsting þannig að ég þurfti alltaf að vera að gefa honum duglega inn til að ná upp þrýsting, svo þurfti ég að snuða á kúplingunni allan timan annars hökkti bíllin svo að gellurnar voru nær dottnar af pallinum ég átti von á því að kúplingin færi á hverri stundu því kúplings ofhitunarfílan var orðin verulega svæsin. Ég hafði ekki fengið nýu afturdekkin, sem ég er búin að vera með lengi í pöntun, þau gömlu voru orðin graut fúin og sprungin, ég krossaði fingur í von um að þau héldu 11 dansandi ungmeyjum alla leið, það gekk að sjálfsögðu ekki eftir á miðjum laugarvegi sprungu bæði dekkin öðrumegin með háum hvelli :o( það var ekki gerandi að stoppa gönguna og ekki viðlit að komast úr göngunni vegna mannfjölda þannig að sá gamli varð að láta sig hafa það að fara niður restina af laugarveginum á felgunni.
það var miklu fargi af mér létt þegar þetta tók enda Krókur dráttarbíll kom mér og gamla Fordinum heim á Álftarnes eftir viðburðaríkan erfiðan en ógeðslega skemmtilegan dag .
kv Bogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 12:54
Ég trúi ekki að þetta er það sem almættið vill ,hvaða nafni sem við nefnum almættið,.
Mér hefur sýnst það vera fylgifiskur trúabraggðanna að menn falli í þá gryfju að leggja almættinu orð í munn, hvaða nafni sem þeir nefna nú almættið,.
Umskurður, stríð og aðrar meiðingar og hatur sem mannskepnan framkvæmir í nafni almættisinns, ég kaupi það ekki.
kv Bogi
![]() |
Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)