Færsluflokkur: Bloggar
23.11.2008 | 18:06
Samstígar þjóðir sitthvoru megin á hnettinum
Þegar ég kynntist konu minni, í Thailandi fyrir allnokkrum árum, þá voru alheimsfegurðardrottningarnar ársins ungfrú Heimur og ungfrú Alheimur frá Íslandi og Thailandi.
nú virðast löndin tvö samstíga í að mótmæla ríkisstjórnunum.
![]() |
Fjöldamótmæli boðuð í Bangkok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2008 | 17:12
Það er ýmislegt sem leynist á Álftanesi
Álftanes leynir á sér, þar er ýmislegt fleira en leðurblaka og forseti
![]() |
Fundu lifandi leðurblöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 16:32
Endurgreiðsla
Þar sannast hið fornkveðna þú uppskerð eins og þú sáir.
Það er merkilegt hvernig lífið endurgreiðir okkur gerðir og hugsanir okkar.
Er ekki komin tími til að líta í eigin barm og leggja sig fram við að verða þínu betri í dag en þú varst í gær, leggja sig fram í dag við að búa sér til ásættanlega fortíð.
![]() |
Kynna Íslendingum atvinnutækifæri erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 18:28
Búið að kippa fótunum undan svo mörgum
Það sagði góður maður mér um daginn að nú væri uppgangur hjá stoðtækjafyrirtækinu Össur, því það væri búið að kippa fótunum undan svo mörgum
um að gera að láta kreppubrandarana fjúka.
![]() |
Össur hækkar um 6,24% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2008 | 14:28
Bjargaði Thaksin ekki Thailendingum úr fjármálakreppunni í asíu um árið?
Það er spurningin hvort við ættum ekki að fá hann til að bjarga okkur, ekki þurfum við að hafa áhyggjur af orðsporinu, það er hvort eð er farið norður og niður.
![]() |
Bretar vilja ekki Thaksin Shinawatra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 11:49
Fólk verr fullt síðustu þrjár helgar
Það er alveg greinilegt að fólk hefur verið, því miður, verr ölvað síðustu þrjár helgar en ég á að venjast.
það er nú kannski ekki að undra þar sem óvissan er svo mikil í þjóðfélaginu að stór hluti fólks veit ekki hvort það heldur vinnu eða heimilum sínum eður ei og ef ekki hvað verður verður um þau.
fólk reynir að fremsta megni að halda sönsum og byrgja áhyggjurnar inni til að hræða ekki sína nánustu, en þegar Bakkus Konungur kemst í spilið þá vilja hömlur bresta og reiðin brýst fram og viðkomandi ræður ekki við sig.
Reynum að tala meira saman allsgáð það er ekkert niðurlægjandi að vera hræddur/hrædd. Ef þú finnur ekki fyrir ótta vegna ástandsins þá þá er ekki ólíklegt að þú þurfir að líta í eigin barm.
![]() |
Mikið að gera hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 12:04
Spa Ísland já takk
Já hún Björk og félagar eru sko betri en engin
Það hefur loðað við umræðuna um náttúruverndar sinna og stóriðjuandstæðinga að þeir hugsuðu ekki nema hálfa hugsun, þau vildu bara stoppa framkvæmdir en vissu ekki hvað hægt væri að gera í staðin, væru með óraunhæfar skýjaborgir um að það nægði að rækta matjurtagarð og allir væru vinir eða eitthvað í þá áttina.
Það fyllti mig bjartsýni og krafti að heyra í Björk í gærkvöldi, að það væri stór hópur fólks að vinna í því, án þess að vera með græðgina sem driffjöður, að fínna hentugar lausnir á vanda landans.
ég hef haft trölla trú, í mörg ár, á því að hægt væri að byggja upp öfluga og mann og umhverfisvænan spa iðnað hér lendis. og hef byggt á þeirri trú mitt litla fyrirtæki sjá nánar á heimasíðu minni WWW.1960.is enda er ég búsettur á jörð sem okkar fyrsti spa sérfræðingur Snorri Sturluson átti og hefur væntanlega skellt sér í spa í Lauginni sem var inni á túni þá, en nú er komin í haf út og kemur bara upp á stærstu fjörum, hér á Hliði Álftanesi. þar bíð ég upp á þarabað með ferskum þara úr fjörunni, jurtagufubað með austurlenskum jurtum, heitan pott með atlandshafinu í án eiturefna einnig sjóbað í kalda stóra atlandshafinu og að ógleymdu Thailenska nuddinu þar sem orkubrautir líkamans eru örvaðar og gestir togaðir og teygðir í vissar yoga stellingar, þetta er mjög öflugt nudd og fyrir þá sem ekki treysta sér í svona öflugt nudd er boðið upp á Thailenst ilmolíunudd. Það skal tekið fram af gefnum tilefnumað ekki er í boði nein tegund af erótísku nuddi, þar sem sú ranghugmynd vesturlandabúa er að Thailenskt nudd er bara eitthvað erótískt. það er vissulega til og varð til til að þjóna okkur vesturandarbúum og náði hámarki í kringum Víetnamsríðið þegar herir höfðu "hvíldar" bækistöðvar í Thailandi
![]() |
Gríðarleg viðbrögð við grein Bjarkar í The Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 11:07
Annar hópur kom til mín frá Hong Kong
Við norðurhjarabúar virðumst vekja athygli Hong Kongbúa
það var annar fjölmiðlahópur frá Hong Kong sem kom til mín í byrjun mánaðarins sjá fyrri færslu: World northest Thai Spa
![]() |
Frá Hong Kong til Grímseyjar! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 23:15
Það sem aldrei hefur skeð áður getur alltaf skeð aftur
virðingavert framtak.
Ég man ekki eftir að hafa heyrt að sveitafélag hafi tekist áður að útrýma mink úr sveitafélaginu áður.
Það var skelfilegt slys að fá minkinn til landsins, þessi skepna sem er svo grimm að hún veiðir sér ekki einungis til matar heldur til skemmtunar líka. líkt og hættulegasta skepna heimsins mannskepnan.
![]() |
Minkalaust á Tjörnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 16:19
Stætó bíður upp á skiptinema ?
Það er aldeilis völlur orðin á stætó ætlar fljótlega að fara að bjóða upp á skiptinema þegar maður fer með vagninum.
spaugilegt mismæli hjá bæjarstjóra.
Annars er ljótt að gera grín að fólki þegar það mismælir sig Skamm Bogi!!!!!
![]() |
900 byggingum slegið á frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)