Færsluflokkur: Bloggar

apartheid

Ég og Róbert munkur Thailand 2007Við Íslendingar getum þakkað fyrir það að Thailendingar eru ekki þrúgaðir af þeirri aðskilnaðarstefnu sem hrjáir ráðamenn útlendingamála hérlendis, í garð fólks utan Evrópusambandsins.

það er engin hægðaleikur fyrir almennan Thailenskan ferðamann að fá vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland.

Ef okkur Íslendingum myndi mæta sú tortryggni og lítilsvirðing sem Thailendingar þurfa að sætta sig við til að reyna að fá vegabréfsáritun, þá yrði okkur stórlega misboðið.

Ráðamenn komið fram við náungann eins og þið viljið að komið er framm við ykkur.


mbl.is Til Taílands á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að þekkja mann sem þekkir mann

Það hefur lítið breyst, nema kannski til verri vega, þau 20 ár sem ég hef verið kvæntur konu frá Asíu (það er að segja kvæntur manneskju sem er í þeim flokki fólks sem er óæskilegir gestir á Íslandi)

þegar ég fyrst sótti um vegabréfs áritum fyrir konuna, í kring um 1989, var ég tekin á eintal og látin lofa því að verða ekki ástfangin af henni, til að fá áritun, ég gat lofað því með góðu móti því ég gat ekki orðið ástfangnari af henni en ég þegar var.

í gegn um tíðina hefur verið nauðsinnlegir að þekkja einhver, eða þekkja einhver sem þekkir einhvern (hinar Íslensku mútur)  innanbúðar eða einhver "meiri mann" til þess að afgreiðsla þessara mála verði með mannsæmandi og eðlilegu móti.

Ég lenti í miklum vandræðum, og er enn í, vegna þess að ég fékk ekki að ráða sérfræðing frá Asíu til að koma Thailenska spainu á stað , en það stóð tilbúið til notkunar í um tvö ár (sjá nánar) það mál er nú eftir rúmt tveggja ára ferli hjá umboðsmanni alþingis.


mbl.is Þarf ekki að fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hænast að manni

Ég sakna mikið landnámshænsnanna minna sem ég var með í nokkur á í gamla Kínarúlluvagninum mínum sem var á Lækjartorgi í denn.mynd_11 enda hafa þar verið nokkrir góðir sperrtir hanar í gegn um tíðina Björn Jörundur í Kínarúlluvagninum það komst minkur í hænsnakofan fyrir rúmu ári og drap öll hænsnin á einni nóttu og raðaði þeim snyrtilega upp, en ég náði djöfsa Devil svo hann gerir það ekki aftur þessi! minkur undir nærstu áramót ætla ég að ná mér aftur í unga, þannig að þeir verði ornir vel sjálfbjarga í vor. maður verður að gefa sér góðan tíma í að handfjatla ungana meðan þeir eru að vaxa svo þeir verði mannvanir og skemmtilegir.

ef einhver veit um sérlaga fallegan stofn væri gott að fá að vita af honum svo ég geti nálgast unga.


mbl.is Landnámshænur í Skaftafelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvörtun og kæra frá ríkisstjórnum tveggja landa

Við eigum að vera stolt af okkar þjóðfána og óhrædd við að flagga honum (þó að nærbuxur eru nú kannski aðeins of mikið af því góða)

Ég myndi setja upp flaggstöng og flagga Íslenska fánanum 24 tíma á dag 365 daga ársins ef það væri leyfilegt.

mér finnst það miður gott að hræðsla við fánann verði til þess að landinn veigri sér við að sína hann vegna ótta við að flagga honum á vitlausum tíma.

Kona mín er frá Thailandi þar sem fólk skammast sín ekki fyrir fána sinn og flagga honum hvenær sem þeim sýnist, það hefur nokkru sinnum komið til tals að að setja upp flaggstangir og flagga þjóðarfána beggja landa en þar sem Íslenski fáninn má einungis vera uppi hluta sólarhringsins þá mun hann bera vægast sagt skertan hlut frá borði og það yrðu margir óhressir með það og fyndist ég hampa þeim Thailenska á kostnað þess íslenska.

 Fyrir nokkrum árum þegar ég opnaði vandaðan Thailenskan veitingarstað á annarri hæð við Laugarveg 11, sem eldaði rétti úr Íslensku hráefni að mestu leiti, þá fannst mér það tilvaðið að hafa bland af Íslenskri og Thailenskri þjóðernishyggju í logóinu, þannig að ég tók Íslenska skjaldarmerkið og fjarlægði landvættina af því en setti þess í stað Thailenska landvættin yfir þannig að hann stóð á eyjunni með fánann á bak við sig. ég setti merkið á hurðina við innganginn og viti menn það leið ekki á löngu þar til ég fékk kvaðningu frá að því mér minnir ríkislögreglustjóra vegna Íslenska hlutans og stuttu seinna kom ræðismaður Thailand til mín kvörtun frá Thailenska ríkinu.

þetta fannst mér bara nokkuð vel af sér vikið af einu merki, ég var til í dómssátt og fjarlægði merkið, þannig að ég losnaði við lögbann eins og það sem ég fékk seinna fyrir bleikan fíl á gulum grunni, en það er nú önnur saga.Devil


mbl.is Nærbuxur í fánalitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinur tók mig á teppið

Ég var að leita að dúkflísum, á nýja eldhúsið sem ég er að smíða í gamla íbúðarhúsinu,  og renndi inn á planið tjá litaver og lagði við hliðina á Óskari bloggvin. Við spjölluðum um heima og geyma, og að lokum fékk ég verðskuldaða áminningu vegna bloggleti, og þar sem ég reyni að lifa eftir því viðhorfi að reyna að vera pínulítið betri í dag en ég var í gær, þá set ég hér með línu á blogg.

Ég fékk skemmtilega umfjöllun í mogganum í dag ( sjá hér) og var mjög ánægður með hana. Enda er búin að vera stanslaus straumur af fólki að skoða okkur furðufyrirbærin hér á annesjum á Álftanesi


Ef Útlendingastofnun vissi af þessu

Ef Útlendingastofnun vissi af þessu þá væri sennilega búið að handtaka fiðrildin og reka þau úr landi (allavega ef þú væru manneskjur)

Nei annars ef þau koma frá evrópusambandslandi þá er allt í góðu ! 


mbl.is Ný fiðrildategund leggst þungt á birkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem þú vilt að aðrir.....

Það er nokkuð ljóst að ráðamenn útlendingamála, hvort sem þeir tilheyra útlendingastofu, vinnumálastofnun eða öðru, eru að byggja sér upp ömurlega framtíð. ef eitthvað er til í því sem gæinn sagði fyrir um 2000 árum síðan " það sem þið viljið að aðrir gjöri yður skulið þið og þeim gjöra"  Það er engu líkara að asíu og afríkubúar eru flokkaðir sem óendurnýtanlegur úrgangur, sem verður að losna við með öllum ráðum. 

 


mbl.is Mótmæla meðferð á flóttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spara sig blanka

Þetta minnir mig á veitingarmanninn sem sparaði sig blankan. Hann fór að setja minna af dýru hráefni í matinn til að spara en við það fækkaði viðskiptavinum hægt og hljótt, þá tók hann það til ráðs, til að hagræða og spara enn meira að minnka hráefnið sem sett var í réttina. við það fækkaði viðskiptavinum það mikið að hann fór á hausinn

Hann spara sig ekki blankan. Crying


mbl.is Strætó fækkar vögnunum um 32
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldar framtak

Mér hitnaði um hjartarætur þegar ég sá nágrannahjón mín rúnta um á Digga Digg.

og ekki skemmir fyrir að traktorinn er meistaralega vel upp gerður, þau hjónin komu í heimsókn til mín fyrir nokkru á Digga Digg og þá gafst mér tækifæri til að skoða þetta meistarastykki í návígi,

Digga Digg heillaði mig ekki síður en faratæki annars nágranna míns, Packardinn Á Bessastöðum, sem væntanlega kostaði snöktum meira að gera upp. 


mbl.is Diggadigg gerður upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiða smokka í opnum holræsum

Til hamingju Gunni

Lengi býr af fyrstu gerð.

Sú framkvæmdagleði og atorka sem við fyrrum sveitungar búum enn yfir þroskaðist vel í æskunni, við að takast á við fjölbreyttar og oft vafasöm verkefni, svo sem kofasmíðar, stríð við hrekkjusvínin eða smokkaveiðar í opnum skítaskurðum, á fyrstu árum Kópavogs.

( ég kenni í brjósti fyrir ungu borgarkrakkana í dag, að fá einungis ofverndað sterillt fyrirfram skipulagt umhverfi til að þroskast í)


mbl.is Dr Gunni fær neytendaverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband