Færsluflokkur: Lífstíll
24.2.2012 | 17:25
flott viðtal við Boga í Peace Garden þarabaðinu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2010 | 12:01
Ég hef boðið upp á jurtagufubað í nokkur ár, þó að því sé ekki sérstaklega beint að leggöngum kvenna.
Ég hef boðið upp á jurtagufubað í nokkur ár, þó að því sé ekki sérstaklega beint að leggöngum kvenna. þetta er sérstök blanda af austurlenskum jurtum sem ég læt sérpakka fyrir mig hjá kínverskum grasalækni í Thailandi, þetta aldagömul aðferð meira að segja þegar konan mín eignaðist eldri strákana sína í Thailandi fyrir ...um 30 árum síðan þá var hún drifin í svona jurtagufubað strax á eftir fæðingunni og var það í sólahring sjá nánar: http://1960.is/iceland/spa_verd.htm
Ný tíska: Gufuböð fyrir leggöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2010 | 18:16
Illmögulegt að breyta mannsins eðli
Það er spurningin hvort ekki er lag að að venda sínu kvæði hressilega í kross og breyta húsakosti mínum og rekstri hér að Hliði Álftanesi í ( www.1960.is )spilavíti og vændishús? Það er nú skylda manns að reyna með öllum ráðum að lámarka tjón lánadrottna og þetta gæti verið leið til að bjarga þeim málum og ekki væri nú verra að geta bjargað sveitafélaginu sínu í leiðinni þar sem ofur gjöld og skattar ættu að vera af þessari þjónustu. Nú er að setjast niður og skrifa bréf til landlæknis og þeirra ráðherra sem málið varða til að finna út hvaða verklag væri farsælast í þessari starfsemi.
Bauð samfanga vinnu við vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2009 | 20:24
Nutt aðeins of seinn
Próferssor Nutt er aðeins og seinn fyrir mig, hefði hann verið búin að græja töfluna þá hefði ég væntanlega losnað við mörg ævintýrin, bæði góð og slæm.
en satt að segja þá er ég ekki viss um að ég hefði vilja missa af þessu (nema þeim gjörningi sem myndin er af) þar sem maður slapp nokkuð heill frá þessum árum 1972-1984.
Að þurfa að ganga í gegn um meðferðarlífsreynslu og þurfa að taka upp annan lífsstíl var mér ómetanleg reynsla, ekki ólíkt því að fá loksins leiðbeiningabæklinginn með sjálfum sér.
ég líki þessu oft við það þegar ég eignaðist fyrst þvottavél, ef að ég setti bara það sem var óhreint í vélina og stillti á eitthvað þá væri útkoman æði skrautleg,mislit og hlaupin, en stundum í góðu lagi og þá væntanlega segði ég við mig þegar fötin kæmu í rúst út úr vélinni að þetta hefði bara verið bölvuð óheppni og ég myndi passa mig betur næst.
En ef ég léti mig hafa það að lesa og fara eftir bæklingnum þá væri þvotturinn vandræðalaus.
Áfengislíki án timburmanna í þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2009 | 22:34
Miður falleg úrklippa af einu af "afrekum" míns og fyrrum félaga Bakkus
Miður falleg úrklippa, úr Vísir, af einu af "afrekum" míns og fyrrum félaga Bakkus
Ég man nú frekar lítið eftir þessu ferðalagi sem endaði frekar illa hjá mér, en hefði getað endað miklu verr, það vantaði aðeins tvær húslengdir að ég kæmist heim, eftir ævintýri næturinnar sem voru í meiralagi skrautleg.
Ég á enn í vanda með að skilja hvað það var sem hélt verndarhendi yfir mér á þessum áru og að maður skuli hafa sloppið lítt skaddaður frá öllum þessum bandbrjáluðu uppátækjum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2009 | 18:26
Bíla lífshlaupið fyrstu skref
Fá því að ég var smá gutti þá hef ég haft áhuga á því að skilja hvernig hlutirnir virkuðu og helst að endurbæta þá.
ég 15 ára og nýbúin að smíða nýa grind í Austin8 bíl sem ég eignaðist
17 ára með WV bjöllu 1958 árgerð minnir mig sem ég var búin að mála sem hnattlíkan með lengdar og breiddarbaugum, borgum ám, lálendi og hálendi málað inna og fleira é gallaði bjölluna "my small Wourld"
Lincoln Capri 1954 sem ég gerði upp eftir að búið var að klessa úr honum aðra hliðina þá hef ég sennilega verið 18 ára
ca 18-19 ára að gera upp "kroppinbak" Chevy 1954 hann var botninn og gólfbitar í honum var svo illa farnir að ég hengdi hann á hvolf í fjóra spotta þannig að auðveldara væri að gera vuiið botninn á honum
Þríhjól sem ég smíðaði úr afganginum úr "small wourld" bjöllunni eftir að ég var búin að setja í hana 6 síledra loftkældan boxermótor ásamt sjálfskiptingu, grindarbitum og fjöðrunarbúnað úr chevy Corver.
Buggyin sem ég átti um tíma og lagaði eitthvað til, micxaði á hann blæju og eitthvað fleira
Gamli Mack vörubíllinn sem ég fékk hjá Stjána meik og gerði upp og ætlaði að nota hann meðan ég byggði hús mitt í Austurtúni Álftanesi. meðan ég var að gera mackinn upp þá lánaði Stjáni mér samskonar Mack slökkvibíl sem hann átti og það var hversdagsbíllinn minn á meðan ;o)
ég smíðaði mér kínarúllubíl einhvertímann í kring um 1986-7 upp úr ónýtum chevy step van, mér var sagt að hann hefði endað líf sitt nokkrum árum seinna á Hróaskelduhátíð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.11.2009 | 16:13
Þarabað er magnað
Það var fyrir tilviljun að ég uppgötvaði þarabaðið, ég ætlaði að hrekkja konuna dálítið og setti fullt af þara í sjópottinn þegar við vorum að prufukeyra hann fyrir nokkrum árum, bæði hárið og húðin á okkur varð eins og á ungabarni nokkra daga á eftir sjá nánar hér
Der Spiegel tekur Reykhóla fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2009 | 11:32
Fram til fortíðar
Það er mikil og vandasöm vinna að halda við gömlum torfbæ svo sómi sé af.
ég sem er mikill torfbæjar unnandi leisti málið fyrir mig með torfbæjarnýbyggingu, ég byggði mér 170 fermetra íbúðarhús fyrir tveimur árum sem er eftir byggingareglugerð dagsins í dag en tilfinningu fortíðar.
en vegna fjármálahamfaranna er ég neyddur til að selja það sjá hér
Ekki til umræðu að taka niður torfbæi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2009 | 21:28
Tveir gamlir vinir kvaddir í dag
Á síðasta sólahring seldi ég tvo gamla öðlinga.
8 manna Cadillac fleedwood limo 1958 sem ég keypti fyrir nokkrum árum
og Ford AA 1.5 tonn árgerð 1931 var líka seldur
kreppa kelling neyðir mann til að losa sig við allan "óþarfa" til að haldast á floti og bíta á jaxlinn og bretta upp ermar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2009 | 19:44
Ég er friðaður
Það er misjöfn sú virðing sem menn bera fyrir fornleifum og friðuðum hlutum.
til að mynda þegar fólksvangurinn hér að Hliði var friðaður, fyrir nokkrum árum þá var ég úti á túni og þar að leiðandi friðaður í leiðinni, ég get ekki sagt að mér hafi fundist meyri virðing vera borin fyrir mér þrátt fyrir það ég held að Kaffihúsagestir sem koma til mín viti ekki einusinni af því
Fornleifum spillt á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)