Færsluflokkur: Matur og drykkur
21.6.2010 | 20:26
kínarúlluvagninn komin á byrjunarreit aftur
þá er búið að strípa vagnin niður í grind næst er að fara með hann í sandblástur og byrja svo að bæta.
4.3.2010 | 12:01
Ég samhryggist
Það er ekki auðveld ákvörðun að hætta rekstri sem búið er að byggja upp af metnaði, það er enn erfiðara að breyta metnaðarfullum rekstri á þann veg að vanda ekki til verks ein vel og manni finnst ásættanlegt, einungis til þess að reyna að bjarga afkomunni.
Í lok síðasta vors þegar ég fór að verða alvarlega var við afleiðingar kreppunnar, fyrst hætti pöntunarsíminn að hringja síðan lifnaði aðeins yfir honum aftur um tíma en þá var það mest afpantanir, þá tók ég þá ákvörðun að ég yrði að reyna líka að gera minna fyrir fleiri í stað þess sem áður var að gera mikið fyrir fáa.
ég breytti veitingarstaðnum í einskonar þjóðlegt "kaffihús" fyrir gesti og gangandi þar sem boðið var upp á flatkökur með hangikjöti, pönnukökur, kleinur, vöfflur með rabbarbarasultu og rjóma einnig íslenska kjötsúpu, einnig te, brúsakaffi og kakó með rjóma, einnig fékk ég mér vínveitingaleyfi. en samt sem áður bauð ég enn upp á gömlu útfærsluna af vönduðu thailensku einkasamkvæmunum en þá var húsið lokað fyrir öðrum gestum og ég lokaði fyrir mínar vínveitingar þannig að gestir gátu eins og áður komið með sína drykki. það var opið alla daga vikunnar frá 11-23 við reyndum þetta í fimm mánuði og við hjónin sáru þarna 15 tíma á sólahring sjó daga vikunnar.
fljótlega gáfumst við upp á því að bjóða upp á kjötsúpuna þar sem hún þurfti að vera elduð og tilbúin fyrir opnun og ef engin pantaði hana þá fór hún í ruslið eða hænurnar, hænurnar voru nú reyndar farnar að hlaupa skrækjandi í burtu þegar ég birtist með pottinn þær voru búnar að fá sig fullsaddar af henni.
í stað kjötsúpunnar buðum við upp á séreldaða thailenska rétti, það lifnaði aðeins yfir við það, en ekkert að viti þannig að um áramótin styttum við opnunartímann niður í laugardaga og sunnudaga svo við hjónin fengum ekki legusár á óæðri endann á því að sitja og bíða eftir viðskiptavinum
Í dag er staðan æði vonlaus viðskiptin fjórðungur á við það sem áður var, skuldirnar helmingi hærri en áður var og markaðsverð eignanna fjórðungur af því sem áður var. þannig að að öllu óbreyttu sé ég ekki fram á annað en gjaldþrot, en það er þó huggun harmi gegn að búa í gjaldþrota sveitafélagi í gjaldþrota landi.
Það er þessi óvissa og andhverfa við frasann "ekki gera ekki neitt" sem hvílir eins og mara yfir þjóðfélaginu. Ég átti von á því að bankinn myndi ganga að eignunum í lok síðasta árs og þá vissi maður hvar maður stæði. það er engin hvati til staðar við að reyna að rífa viðskiptin upp þegar umhverfið er svona því það tekur einhverja mánuði að koma einhverju lífi í hlutina, sérstaklega þegar engir peningar eru til í auglýsingar, og ég veit ekki hvort ég verð á svæðinu eftir nokkra mánuði, það er í höndum Íslandsbanka
En þrátt fyrir þetta svartsýnis raus hér að ofan þá er kreppan ekki alslæm, því það var komin allt of mikill hraði í þjóðfélagið við áttum erfitt með að njóta augnabliksins því við vorum alltaf að flýta okkur, við hugsum öðruvísi erum orðin frjórri í hugsun og njótum betur þess sem við eigum. það eru fjöldi skemmtilegra verkefna framundan sem mig langar að takast á við, þegar ég næ fótfestu eftir þá óvissu sem ég er í núna.
Ég er þess fullviss að framtíðin hjá okkur verði mun fallegri en hún hefur verið, þegar þessum erfiðu fæðingarhríðum líkur.
Með gamalli hippa kveðju PEACE
Búið að loka Friðriki V. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2009 | 17:46
Hefur verið hér í nokkur ár
í um það bil átta ár hef ég boðið ókunnu fólki heim til mín í mat í sólstofunni, og meira segja boðið gestum að taka sjálf með sér vín, en fyrir fyrir tæpu ári síðan flutti ég úr húsinu yfir í nýbyggðan torfbæ.
sjá nánar www.1960.is
þegar ég fékk húsið hér að Hliði keypt, fyrir um 3 árum síðan, þá var mér sett sem skilyrði að ég mætti ekki búa áfram í húsinu, þar sem hólfhæðin frá sjáfarborði ver undir byggingaregglugerð en fékk þess í stað byggingareit og byggði þar burstabæ.
það er pláss fyrir marga svona staði hér á landi, bara spurning um að nenna!
Ókunnugir í matinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2009 | 17:09
Álftanes Café eða Café Álftanes
Þegar ég ákvað að kalla kaffihúsið hér hjá mér SveitaCafé þá var það gert í nokkuð miklum flýti stuttu áður en ég opnaði, þegar ég uppgötvaði að nafnið sem ég ætlaði að nota gengi ekki.
Nafnið SveitaCafé hefur ekki fallið í kramið hjá mér og nú ætla ég að breyta því áður en það festist við staðinn mig langar að fá álit ykkar á því hvort væri betra Álftanes Café eða Café Álftanes einnig er spurningin hvort það á að vera Café eða Kaffi, spurningin hvort túristarnir fatti.
einnig væri gaman að fá aðrar tillögur, ég fékk eina áðan Turf House Café.
sjá heimasíðu okkar www.1960.is
19.8.2009 | 22:31
Fleiri en við gerum okkur almennt grein fyrir
Ég er viss um að það er mun meiri fólksflutningar úr landi en við almennt gerum okkur grein fyrir ég er alltaf að heyra af einhverjum nýjum sem eru að taka sig upp og flytja eða vinna í því þó að þau eru ekki búinn að flytja lögheimilið enn
þegar ég var að breyta veitingarhúsinu mínu hér á Álftanesi í SveitaCafé, til að reyna að laga mig að aðstæðum ( sjá nánar www.1960.is), þá fór ég iðulega á barnaland.is til að finna ódýr húsgögn og fleira. það var iðulega þar auglýsingar á þá leið að vegna flutnings erlendis er búslóð og fleira til sölu.......
Íslendingar sagðir flýja sökkvandi skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 16:56
Fleiri breytingar vegna kreppunnar í bígerð
Þar sem Kreppa kerling breytir rekstrarforsendum hressilega, bæði vegna mikið hærri skulda og kostnaðar þar af leiðandi einnig hafa hópar hjá mér minkað og allt of mikið af afbókunum á síðustu stundu.
Það er ekki lengur hægt að gera sérstaklega vel við fáa heldur verð ég að einbeita mér að því að gera minna fyrir fleiri.
Núna um mánaðarmótin sé ég mig tilneyddan til að hætta með vönduðu Thailensku kvöldverðina þar sem hver hópur hafði húsið og kvöldið útaf fyrir sig og gat komið með sína drykki sjálf (þeir sem eiga pantað þurfa ekki að hafa áhyggjur ég stend við þær bókanir í formi einkasamkvæmis með gömlu uppsetninguna)
Gullnahliðið breytist yfir í Forsetakaffi sveitaveitingahús sem verður opið alla daga, fyrir gesti og gangandi, milli klukkan 11-23. Þar verður boðið upp á brúsakaffi, vöfflur, pönnsur, kleinur, flatkökur og Íslenska kjötsúpu þessu verður hægt að renna niður með bjór og öðru víni (verð með vínveitingaleyfi)
Það verður lokað fyrstu vikurnar í Júlí á meðan ég breyti og opnað seinnipart júlí ef ég verð ekki búin að selja allt heila klabbið í annarri tilraun á ebay.com sjá hér
Viðræður um staðsetningu bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 12:47
Fingramatur
Steini trommari benti mér á það í gærkvöldi að ég ætti að leifa mblurum að njóta uppskriftarinnar sem frá konunni sem fréttablaðið birti um daginn, hann skannaði hana inn og sendi mér ásamt annarri eldri grein, og hér eru þær:
ég vona að það teljist hvorki framhjáhald eða einhvers þesskonar óáran að setja inn grein sem birtist í fjölmiðli hinnar fjölmiðlablokkarinnar?
en til að gera ekki upp á milli ætla ég að setja inn aðra eldri grein frá hinni blokkinni
23.10.2007 | 10:41
Óvenju mikið forfallast
það hefur óvenju mikið forfallast hjá mér núna í vikunni báðar nærstu helgar lausar sem eru búnar að vera bókaðar í marga mánuði sjá bókunardagatal: http://www.1960.is/iceland/bookings_is.htm
það getur margt komið uppá þegar bókað er með allt að árs fyrirvara og meira að segja í einu tilfellinu var viðkomandi komin til feðra sinna.
þegar afbókað er með viku fyrirvara eða minna þá oftar en ekki næ ég ekki að bóka daginn aftur þó að ég sé með biðlista því það tekur fólk einn, tvo eða jafnvel þrjá daga að sjá hvort hægt er að smala öllum í hópnum saman þar sem landinn er mög "bissí". stundum næ ég aðeins að komast niður 2-3 nöfn og þá er ég runnin út á tíma.
þannig að það geta orðið helst til mikið sjónvarpsgláp nærstu helgar.
12.10.2007 | 13:32
Matargestir komu syndandi frá hafi
Það var skemtilegur hópur hjá mér í mat í gærkvöldi. Ég er vanur því að gestir komi á einkabílum, rútum, limmósínum eða jafnvel gangandi en þetta er fyrsta sinn sem gestir koma syndandi í sjónum til mín þeir syntu um 400 metra leið í ísköldum sjónum einungis í sundskýlum eða sundbol
Það var orðið dimmt þegar sundfólkið kom að landi og þau voru að gantast að því að selurinn sem fylgdi þeim á sundinu hefði verið með stærri höfuð einn einn sundmannana, sem þykir víst höfuðstór
eftir sundið skelltu þau sér í jurtagufuna og heita sjópottinn hjá mér í spa húsinu þar sem sá hluti gestanna beið sem er minna fyrir sjósundið á eftir kom þessi hressi hópur í betri stofuna hjá mér og gladdist í mat og drykk.
3.10.2007 | 22:32
Ég lendi oft í þessu
það er alveg magnað hvað litli chiliin getur verið sterkur
það kemur stundum fyrir að ég byrja að hósta og svíða í augun í hinum enda hússins þegar konan tekur upp á því að þurrrista chili, maður verður ekkert var við lyktina í fyrstu en byrjar að hósta og fær ertingu í háls og augu.
það er annars gaman að segja frá því fyrst sterkur chili er í umræðunni að fyrir nokkrum árum var ég og konan með Thailenskan veitingastað við Laugarvegin eitt kvöldið komu nokkrir ungir og góðglaðir Danir í á staðinn og pöntuðu nokkra rétti. Ég veitti því athygli að í kjölfar þeirra komu fjórir grunsamlegir karlmenn og settust þar skammt frá og virtust vera að fylgjast með Dönunum, mér datt í hug að þetta væri fíknó að fylgjast með einhverjum dópsmyglurum. Ungu Danirnir voru nokkuð við skál og voru helst til fyrirferðamiklir svo ég var komin á fremsta hlunn með að vísa þeim út og ekki síst vegna þess að það var greinilega verið að fylgjast með þeim og ég átti von á einhverjum vandræðum.
en gott og vel þeir héldu sig á mottunni og þegar þeir pöntuðu vildu þeir fá einn af réttunum þann sterkasta sem húsið bauð upp á. Á matseðlinum var ég með svokallaða Dinamit pinna sem saman stóð af 8 litlum pinnum sem þræddur var uppá 1 hvítlauksrif 1 hrá vatnarækja og 1 minni en sterkari tegundin af chilli. Enn náunginn sem var í Danahópnum og kallaði greinilega ekki allt ömmu sína lét í það skína að hann gæti alveg borðað þessa pinna ég ataðist aðeins í honum og manaði hann upp á þeim forsendum að engin hefði enn getað klárað af diskinum, gæinn tók sig til og sporðrenndi hverjum pinnanum á eftir öðrum ofaní sig og tuggði vandlega og þó að svitinn bogaði af honum og augun væru orðin fljótandi í tárum og varirnar eins og ný varalitaðar með rauðum varalit viðurkenndi hann ekki að þetta væri of sterkt fyrir hann enda kom það á daginn þegar þau gengu frá reikningum að það rann blátt heldrimanna blóð um æðar hanns því náunginn var Friðrik krónprins og grunsamlegu náungarnir voru lífverðirnir.
Eins gott að ég henti þeim ekki út.
Eiturefnaárásin reyndist chili-pottur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |