Losna við sjóveiki

Ef þú átt við sjóveiki að stríða og treystir þér ekki út í Viðey til að kíkja á Friðarsúluna þá getur þú rennt hingað út á Álftanes og sett friðar og farsældis óskir í Friðarkúluna, og svo biður þú almættið (hvaða nafni sem það nefnist) að hjálpa við að láta óskina rætast.

friðarkúla mai 09 017

 Peace Glope

 góð3 friðarkúla mai 09 019 friðarkúla mai 09 027


mbl.is Leyfi frá almættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsælla að afhenda veskið strax

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það er ekki farsælla, ef þú verður fyrir fólskulegri árás frá sturluðum aðila, að rétta strax fram veskið sitt og önnur verðmæti til þess að minka hættuna á limlestingu aða dauða.

þess vegna hef ég alvarlega íhugað það að gefa ríkinu heimili mitt og vinnustað í þeirri von að losna við að verða gjaldþrota.

Fyrir hrun átti ég 70% í mínum eignum en í dag á ég ca 5% og fljótlega ekkert. Þó að afborgunum verði breytt til samræmis við það sem þau voru fyrir hrun þá verður gjaldþrotasveðjan reidd til höggs restina af minni starfsæfi, þar sem hinn ógurlegi höfuðstóll lækkar ekki nema síður sé, og ekkert má út af bera svo sveðjan verði látin falla.


mbl.is Maður stunginn með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er að "spökulera"

ef ég skil rétt þá er Icesave deilan vegna þess að þeir sem áttu peninga í bönkunum var mismunað, þeir sem áttu peninga inní bönkun sem voru staðsettir á Íslandi  fengu alla sína peninga til baka en þeir sem áttu peninga í Íslenskum bönkum erlendis fengu einungis hluta sinna peninga.

Væri ekki hægt að leisa málið með því að þeir sem fengu alla sína peninga til baka skiluðu hluta þess aftur til bankanna.

þá væri ´líka búið að jafna tap þeirra sem eiga peninga og þeirra sem eiga skuldir?

en þeir ríku eru að vanda vald meiriri vegna sinna peninga, hvernig svo sem þeir hafa eignast þá. og ég er ekki að sjá að þeir borgi til baka??

sem sagt bara spökulering.


mbl.is Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að byggja annan stærri spítala, þegar ekki...

Til hvers að byggja annan stærri spítala, þegar ekki er hægt að reka þann sem fyrir er sómasamlega.

Ég get ekki fundið trúanlega afsökun til að byggja annan stærri veitingarstað við hliðina á þeim gamla meðan ekki væri hægt að reka þann gamla sómasamlega Blush


mbl.is Nýr Landspítali mun rísa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Las þetta sem bleikan Fíl

Lesblindan mín heldur áfram að grínast í mér ég var komin niður í hálfa frétt og sá ekkert um fílinn, svo ég las fyrirsögnina aftur og vandaði mig enn þá betur og þá sá ég að það var verið að tala um bleikan bíl ekki bleikan fíl Halo

Annars veit ég um ónafngreindan útrásavíking sem hélt að bleiki fíllinn minn væri svín, og seti lögbann á hann. ég held að þar hafi ekki verið um lesblindu að ræða sennilega önnur blinda sem hefur eitthvað með sið að gera.

scan0001


mbl.is Stóð við loforð um bleikan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir gamlir vinir kvaddir í dag

Á síðasta sólahring seldi ég tvo gamla öðlinga.

8 manna Cadillac fleedwood limo 1958 sem ég keypti fyrir nokkrum árum

IMGP0906

og Ford AA 1.5 tonn árgerð 1931 var líka seldurFrown

Gay_Prade_2007_050_sized

kreppa kelling neyðir mann til að losa sig við allan "óþarfa" til að haldast á floti og bíta á jaxlinn og bretta upp ermar.


Hefur verið hér í nokkur ár

í um það bil átta ár hef ég boðið ókunnu fólki heim til mín í mat í sólstofunni, og meira segja boðið gestum að taka sjálf með sér vín, en fyrir fyrir tæpu ári síðan flutti ég úr húsinu yfir í nýbyggðan torfbæ.

sjá nánar www.1960.is

 þegar ég fékk húsið hér að Hliði keypt, fyrir um 3 árum síðan,  þá var mér sett sem skilyrði að ég mætti ekki búa áfram í húsinu, þar sem hólfhæðin frá sjáfarborði ver undir byggingaregglugerð Frown en fékk þess í stað byggingareit og byggði þar burstabæ.

það er pláss fyrir marga svona staði hér á landi, bara spurning um að nenna!

Picture%20007

 


mbl.is Ókunnugir í matinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi hjá Almættinu

Ég er að velta því fyrir mér hvað er í gangi hjá Almættinu (hvað svo sem það heitir)

Flestum fyndist það næg refsing að búa á Íslandi en að setja mig niður á Álftanesi af öllum stöðum er nú helst til mikið, ég hlít að hafa verið einstaklega óþægur strákur Blush

 


mbl.is „Erum tæknilega gjaldþrota“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndarmála laust Ísland

Hvaða leynimakk og pukur er þetta alltaf eru alþjóð svoddan samansafn af óvitum og vitleysingum að ekki er óhætt að láta hana vita um hvað málin snúast.

Ætli við værum ekki í betri stöðu í dag ef við værum laus við allar þessar leyndir, hvort sem þær heita nú banka, launa, viðskipta eða eitthvað annað.

Nítt leyndarmálalaust Ísland Já takk


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traðbrantur Reykdal

'Eg verð að viðurkenna það á mig að ég hef alltaf verið dálítið veikur fyrir Trabant, enda hef ég átt tvo yfir ævina, annar berklagrænn sem endaði sem vinnuskúr þegar ég byggði mitt fyrsta hús í Austurtúni Álftanesi.

Hinn notaði ég sem auglýsingabíl þegar ég var með Thailandi skyndibitastað á horni Laugarvegs og Smiðjustígs, hann var sjálflýsandi orange með bannabetrekki á hliðum og skilti á toppnum sem var nærri jafn stórt og hann sjálfur, einhvertímann var ég og Traðbrantur  Reykdal, eins og ég kallaði hann fengnir til að leika í stuttmynd, ég held að hún hafi heitað Hvít Nótt, ég sá hana aldrei en það væri vissulega gaman að sjá hana því þar var ég nærri búin að velta Ttraðbranti áður en ég reykspólaði með meðfylgjandi látum í burtu.

ef einhver veit hvað varð af þessari stuttmynd þá væri gaman að fá að vita af því.


mbl.is Grænn Trabant í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband