11.9.2009 | 13:36
10 ástæður til að skoða Álftanes
Þeir sem hafa hugsað sér að fara í skoðunarferð um hið friðsæla ófriðarsvæði Álftanes, Hafa ýmislegt að skoða
1. forsetasetrið og Álftaneskirkju
2. skammt norður af Bessastöðum á Skansinum svokallaða eru rústir kots Óla nokkurs Skans sem samnefnd vísa tilheyrir.
3. enn norðar eru leifar hernámsins varðturn og lítill braggi stuttu áður en komið er út á skansinn þar sem Tyrkjaránsskip strandaði í denn
4. hæðstu rennibraut landsins og einu öldulaug.
5. Taka lagið við Bjarnastaði þar sem beljurnar bauluðu mikið um árið.
6. reina að finna Sjónaleiði sem er hér á Hliðstanganum og fara með þá vísu sem höggin er í steininn.
7. minnast þess þegar ekið er fram hjá Sviðholti að þar bjó þrællinn Sviði sem hafði fengið lausn og hann uppgötvaði fengsæl fiskimið sem kölluð er Sviðið.
8. fara í sjósund hér í víkinni á Hliði og synda út í Laugina sem er heitur hver sem kemur upp á stærstu fjörum, á eftir er hæft að skella sér í jurtagufubað, heitan sjópott, þarabað eða í thailenskt nudd í Alsælu baðhúsi.
9. fá sér kakó með rjóma og vöfflur með rabbsbarasultu og rjóma í Café Álftanes
10. setja friðar og farsældaróskir í friðarkúluna og biðja síðan almættið hvaða nafni sem það nefnist að láta óskina rætast, ekki væri verra að lauma ósk um að öll dýrinn í Álftanesskóginum verði vinir.
Allir á móti öllum í stjórn Álftaness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.9.2009 | 22:40
Friður og ró á Café Álftanesi
Það er friðsamt og rólegt á Café Álftanesi, þó órói sé í ráðamönnum.
Það er spurningin hvort ekki er kominn tími fyrir þá að læða friðarósk í friðarkúluna hjá mér og biðja svo almættið, hvaða nafni sem það nefnist, að aðstoða við að láta óskina rætast.
Sigurður lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 09:31
Lýsa yfir sjálfstæði
Það er magnað hvað mikill ófriður getur verið í annars litlu og kyrrlátu samfélagi.
Það er spurningin hvort ekki er kominn tími á að grafa í sundur eyðið að Hliðstanganum þar sem ég bý og lýsa yfir sjálfstæði frá Álftarnesi og Íslandi, (Tort Bogi eða Nýja Ísland) þar sem ævintýraleg óstjórn og áhugaleysi fyrir almenning er á báðum stöðum.
Bæjarstjóraskipti á Álftanesi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2009 | 13:09
Og ég sem hélt að glæpir væru bannaðir
Ég hef sennilega ekki áttað mig á því að glæpir eru leyfilegir meðan þeir eru innan glæpasamtaka, stjórnmálaflokka, opinberi stjórnsýslu og hlutafélaga.
þannig að væntanlega verður að eyða þeim ramma sem glæpastarfsemi þrífst innann
smá þankagangur, burtséð frá vitrænni hugsun
Vilja láta banna skipulögð glæpasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2009 | 19:44
Ég er friðaður
Það er misjöfn sú virðing sem menn bera fyrir fornleifum og friðuðum hlutum.
til að mynda þegar fólksvangurinn hér að Hliði var friðaður, fyrir nokkrum árum þá var ég úti á túni og þar að leiðandi friðaður í leiðinni, ég get ekki sagt að mér hafi fundist meyri virðing vera borin fyrir mér þrátt fyrir það ég held að Kaffihúsagestir sem koma til mín viti ekki einusinni af því
Fornleifum spillt á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2009 | 17:09
Álftanes Café eða Café Álftanes
Þegar ég ákvað að kalla kaffihúsið hér hjá mér SveitaCafé þá var það gert í nokkuð miklum flýti stuttu áður en ég opnaði, þegar ég uppgötvaði að nafnið sem ég ætlaði að nota gengi ekki.
Nafnið SveitaCafé hefur ekki fallið í kramið hjá mér og nú ætla ég að breyta því áður en það festist við staðinn mig langar að fá álit ykkar á því hvort væri betra Álftanes Café eða Café Álftanes einnig er spurningin hvort það á að vera Café eða Kaffi, spurningin hvort túristarnir fatti.
einnig væri gaman að fá aðrar tillögur, ég fékk eina áðan Turf House Café.
sjá heimasíðu okkar www.1960.is
21.8.2009 | 13:22
Ég líka :o)
ég er líka búin að setja húsin mín á sölu (reyndar fyrir nokkru síðan)
1) Nýr 170fm burstabær sem er íbúðarhús
2) 110fm veitingar og kaffihús opið 11-23
3) 100fm nuddstofa með jurtagufubaði og sjópott uppi á þaki
sjá nánar á heimasíðu minni www.1960.is
tilboð óskast öll tilboð skoðuð :o)
Björk setur hús á sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 22:31
Fleiri en við gerum okkur almennt grein fyrir
Ég er viss um að það er mun meiri fólksflutningar úr landi en við almennt gerum okkur grein fyrir ég er alltaf að heyra af einhverjum nýjum sem eru að taka sig upp og flytja eða vinna í því þó að þau eru ekki búinn að flytja lögheimilið enn
þegar ég var að breyta veitingarhúsinu mínu hér á Álftanesi í SveitaCafé, til að reyna að laga mig að aðstæðum ( sjá nánar www.1960.is), þá fór ég iðulega á barnaland.is til að finna ódýr húsgögn og fleira. það var iðulega þar auglýsingar á þá leið að vegna flutnings erlendis er búslóð og fleira til sölu.......
Íslendingar sagðir flýja sökkvandi skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 11:30
toppurinn á ísjakanum
Ég er smeykur um það að þessar tölur eru einungis toppurinn á ísjakanum.
ég er að heyra, ekki alveg á hverjum degi, en nokkru sinnum í viku um einhvern sem ég þekki eða kannast við sem er fluttur eða að flytja út, og þá heyrist mér að flestir stefna til Noregs,
oft er það annar makinn sem er farinn til að gera klárt fyrir komu fjölskyldunnar, ég held að við erum ekki farin að sjá skráðan lögheimilisflutning í réttu hlutfalli við brottflutta.
Sjálfur hafði ég hugsað mér til flutnings en þar sem ekkert var hægt að selja af eignum sem maður telur sig eiga eitthvað í ennþá þá situr maður fastur.
en eitthvað verður maður að gera nú fyrir viku breytti ég Gullnahliðinu, vönduðum Thailenskum kvöldverðastað í SveitaCafé, sem bíður upp á te, kaffi, kakó, vöfflur,kleinur, pönnsur og naglasúpu (ísl. kjötsúpu) ásamt bjór og víni. staðurinn er opin frá 11-23.
Ég réð ekki lengur við að gera mjög vel við fáa heldur verður maður að reina að gera minna fyrir fleiri.
sjá nánar: www.1960.is
Íbúum á Íslandi hefur fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 10:57
Ekkert svo slæmt að gott fylgi ekki í kjölfarið
Mér hefur sýnst það í gegn um tíðina að ekkert er svo slæmt að hafi ekki eitthvað gott í för með sér.
ég sé ekki betur en það er miður gott að lifa í alsnægtum (gott dæmi Michael Jackson). mannskepnan er svo óþroskuð að hún venst svo fljótt góðum (sem slæmum) hlutum að hún hættir að gera sér grein fyrir þeim og meta þá. því miður virðumst við þurfa á erfiðum hlutum að halda til að geta notið góðu hlutana
Ég er samfærður um að við komum mikið sterkari og betri manneskjur út úr þessu ástandi og þó ljótt er frá að segja þá held ég að þessar hamfarir eru það besta sem gat skeð fyrir íslensku þjóðarsálina. Þó það er hundleiðinlegt að fara í gegn um svona ástand.
Ég til dæmis sé ekki fram á annað en að ég missi heimili mitt og vinnustað, sem ég hef verið að byggja upp með eigin höndum og miklum metnaði. en það er allt í lagi, þó að það er ekkert gaman að því. Meðan þú gleymir ekki hvað það er sem skiptir máli í lífinu, það er að segja fjölskyldan, vini og aðrir samferðamenn manns í lífinu.
Ég trúi því að maður á að gera eins vel og maður getur í því sem maður tekur sér fyrir hendur og vera sáttur við niðurstöðuna, hvort sem hún er eftir manns væntingum eður ei. til dæmis þá var ég að breyta veitingastaðnum mínum í Sveitakaffihús, sem er opið alla daga frá 11-23 fyrir gesti og gangandi, til að sjá hvort það nái að fæða lánadrottnana. ef ekki þá er ég búin að reyna allt sem ég gat látið mig detta í hug og er í mínu valdi til að laga aðstæður.
sjá nánar á heimasíðu minni www.1960.is
Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)