Færsluflokkur: Bloggar

A HA þess vegna hef ég ekki fengið flensuna :o)

þá er komin skýringin á því hversvegna ég og fjölskyldan hefur ekki fengið flensuna (þar til annað kemur í ljós).

Mikið hvítlauks, anis, kanil, negul, kardimonu, chilly, engifer, og annað kryddjurtaát, eins og hjá okkur þeim sem lifa meira og minna á austurlensku fæði, er meinhollur andskoti og ekki skemmir bragðið :o)


mbl.is Hvítlaukur nýjasta gullæðið í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru maður

Þetta er sko alvöru maður

ef Múhameð kemur ekki til fjallsins þá fer fjallið til  Múhameðs

ég ber mikla virðingu fyrir mönnum sem bjarga sér, ekki bara setið á eigin rassi og vælt því hitaveitan vil ekki koma til þeirra.


mbl.is Heitt vatn á Vatnsleysuströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýning á furðuskepnum úr fjöruborðinu

 

BOTNDR~1

Ég setti upp sýningu á 100 teikningum föður míns Jóns Bogasonar þann 27 september, af sjáfardýrum sem hann fann hér í fjörunni fyrir framan veitingahúsið og inni í Fossvogi, en það er einungis brot af þeim teikningum sem hann teiknaði.

þessar furðuskepnur eru örsmáar  eða frá 0.3mm til 3mm faðir minn rannsakaði þær með smásjá og teiknaði fríhendis, þó að faðir minn sé  ekki skólagengin þá er hann með merkilegri sjáfarrannsóknarmönnum og hefur fundið fjöldann allan af tegundum sem aldrei áður hafa fundist og er heil ætthvísl kuðunga nefnd eftir honum: Bogasonia.

Jón lést þann 20 október en sýningin er enn hún er opin á opnunartíma kaffihússins þriðju- til föstudaga frá 18-22 laugar- og sunnudaga frá 11-22.

Sjá staðsetningu á heimasíðu www.1960.is  

 


mbl.is Fjölskrúðugt líf við hafsbotn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mín Valhöll, en allir velkomnir engu að síður

 

Ekki mín Valhöll, en allir velkomnir engu að síður út á Álftanes í kaffi og vöfflur með rabbabarasultu og rjóma 750kr  eða thailenskan mat 1.750kr rétturinn sjá nánar www.1960.is

Einnig getið þið sett óskir í friðarkúluna í leiðinni

friðarkúla mai 09 017


mbl.is Uppboð í Valhöll á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó að ég sé monthani þá vil ég ekki viðurkenna að ég sé óráðshænsni

Þó að ég sé monthani þá vil ég ekki viðurkenna að ég sé óráðshænsni

sjá mynd of mér og hinum monthananum


mbl.is Hænur ekki óráðshænsn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álftneska aðferðin, Grafan mætt á staðinn

grafa2001_edited

Mörgum nágranna minna hefur væntanlega dottið í hug , þegar þeir sáu að stóreflis grafa var mætt við húsin hjá mér, að nú væri ég búin að gefast upp á bankanum eða þá að harka hafi færst í samningaviðræður og beita ætti "Álftnesku aðferðinni"

Svo er nú ekki þó svo að eftir fjármálahamfarirnar er ég tilneyddur til að selja (sjá hér) þá er ástæða gröfunnar sú að Siglingastofnun er að gera varnargarð fyrir framan húsin Wink


mbl.is Fleiri gætu farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef hann lokar ekki strax verður lögreglan send á hann

Ef hann lokar ekki strax verður lögreglan send á hann með tilheyrandi kostnaði og vandræðum sem af því hlýst.

Það vil þannig til að konan mín, móðir Charins var að hjálpa honum þann dag sem lokað var, og sagði mér ofangreint, ég kom á staðin að hjálpa þeim að ganga frá stuttu eftir lokun og varð vitni að því að aðilinn frá að ég held matvælastofnum (samsvarandi gamla heilbrigðiseftirlitinu) kom og tók í hurðina til að fullvissa sig um að farið hafi verið að skipun hans.

Það hafði verið haft samband við mig áður og mér greint frá hvað var í væntum, en þar sem ég er ekki þáttakandi í rekstri núðlustaðar fósturssonar míns og vil ekki taka ábyrgðina af honum í þeim efnum, þá sagði ég embættismanninum að ég myndi ekki skila því til Carins að loka hann það yrði að vera á hans könnu, en ég þakkaði og var þakklátur fyrir upplýsingarnar.  embættismaðurinn upplýsti mig um það meðal annars að það væri kvóti á fjölda veitingastaða á svæðinu og hann væri uppurinn það hafði annar aðili verið búin að láta teikna upp og skila inn umsókn vegna veitingarstaðs en fengið synjun vegna kvótans. þannig að það væri ekki líkur á að núðlustaðurinn fengi leyfi.´

ég hef verið að velta því fyrir mér kvenær veitingastaður er veitingastaður er það: bakarí með brauð eða jafnvel súpu, matvöruverslun þar sem hægt er að hita núðlusúpur, 1944 rétti eða samlokur í örbylgju, sjoppur sem selja pylsur, eða staður sem hitar upp núðlusúpu sem er elduð í fullbúnu veitingareldhúsi (með leyfi)

þeir sem ekki hafa lent sjálf í því að kynnast leyfa, krafna og eftirlitsfumskóginum sem fylgir veitingasölu, myndu seint trúa því, þannig að í minni fjölskyldu hef oft verið litið á mig sem einskonar dramadrottningu sem gerir óþarfa vesen úr engu þegar lítur að veitingarekstri hvort sem það er um vaskana sjö sem þurfa að vera til staðar eða þegar ég hef samband við mig sem starfsmaður sem hef samband við mig sem yfirmann sem hef samband við mig sem eiganda sem haf samband við mig sem gámes innraeftirlits ábyrgðamann sem hef samband við mig sem starfsmannaþjálfunarmann sem hefur samband við mig aftur sem starfsmann ef ég finn frávik frá eðlilegu ferli og þetta þarf að sjálfsögðu allt að vera fært á skýrslu.

 

 


mbl.is Noodle Station ekki lokað að kröfu borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalton, Íslensk stjórnvöld ábyrgjast örugglega upphæðina, bara spyrja, þau hafa gert annað eins.

Dalton, Íslensk stjórnvöld ábyrgjast örugglega upphæðina, bara spyrja, þau hafa gert annað eins.

og eru í æfingu, þó að þarna eru fleiri núll þá vitum við íslendingar það þó að núll þýðir ekki neitt Halo


mbl.is Krefst 1.784.000.000.000.000.000.000.000 dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Losna við sjóveiki

Ef þú átt við sjóveiki að stríða og treystir þér ekki út í Viðey til að kíkja á Friðarsúluna þá getur þú rennt hingað út á Álftanes og sett friðar og farsældis óskir í Friðarkúluna, og svo biður þú almættið (hvaða nafni sem það nefnist) að hjálpa við að láta óskina rætast.

friðarkúla mai 09 017

 Peace Glope

 góð3 friðarkúla mai 09 019 friðarkúla mai 09 027


mbl.is Leyfi frá almættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsælla að afhenda veskið strax

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það er ekki farsælla, ef þú verður fyrir fólskulegri árás frá sturluðum aðila, að rétta strax fram veskið sitt og önnur verðmæti til þess að minka hættuna á limlestingu aða dauða.

þess vegna hef ég alvarlega íhugað það að gefa ríkinu heimili mitt og vinnustað í þeirri von að losna við að verða gjaldþrota.

Fyrir hrun átti ég 70% í mínum eignum en í dag á ég ca 5% og fljótlega ekkert. Þó að afborgunum verði breytt til samræmis við það sem þau voru fyrir hrun þá verður gjaldþrotasveðjan reidd til höggs restina af minni starfsæfi, þar sem hinn ógurlegi höfuðstóll lækkar ekki nema síður sé, og ekkert má út af bera svo sveðjan verði látin falla.


mbl.is Maður stunginn með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband